Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 305 meir en til miðs, og bráðinni tólg hellt þar ofan á. Rökunum var svo dýft ofan í hvað eftir annað, og loddi alltaf við nokkuð af tólg, þangað til kertin þóttu nógu digur. Alltaf var eldað á báðum hlóðum samtímis, þegar mikið var um að vera. EINN VINNUDAGUR Nú skal reynt að lýsa einum vinnu- degi að vetrarlagi í þessu eldhúsi, þeg- ar ekkert óvenjulegt er um að vera. Farið er á fætur „fyrir allar aldir", meðan enn er niðamyrkur. Húsfreya klæðir sig í myrkrinu og fer fram. Hún verður að fara varlega í göngun- um, því að þar eru stórar frostkúlur á gólfinu hingað og þangað. Frá fjósi, baðstofu og eldhúsi leggur yl fram í göngin og bræðir sú velgja hrímið í þekjunni, svo að þar drýpur, enda þótt grimmdarfrost sé úti, en kalt er við gólfið og þar frýs vatnið jafnharð- an og myndast þá þessar frostkúlur. Þegar húsmóðirin kemur fram í eld- hús, er það fyrsta verk hennar að kveikja á grútarpönnunni, ef eldspýtur eru þá ekki af skornum skammti á bænum, því að þá snýr hún sér rakleitt að hlóðunum, grípur eldskörunginn og skarar í öskuna til að vita hvort eldur- inn muni enn lifandi. Jú, hún hafði falið hann vendilega kvöldið áður, og undir öskuhrúgunni eru enn hálfbrunn- ar taðflögur og glóð í þeim. Hafi hún tréspón handbæran, kveikir hún í hon- um og tendrar syo ljós, en að öðrum kosti verður það enn að bíða. Þá nær hún sér í moðhnefa, sem hún á geymd- an hjá taðinu, leggur hann á eimyrjuna og hagræðir inum hálfbrunnu tað- flögum með eldtönginni. Síðan raðar hún öðrum taðflögum þar utan með á rönd. En þess er ekki að vænta að eldurinn komi upp hjálparlaust. Hún grípur því físifjölina og veifar henni ótt og títt fremst í hlóðunum, svo að gustinn leggi undir glæðurnar. En ef taðið er rakt og moðíð lítt eldfimt, dugir þetta ekki. Hún leggst þá á kné fyrir framan hlóðirnar, beygir sig fram og blæs í ákafa. Þá fer að rjúka úr moðinu og reyknum slær framan í hana, svo að henni súrnar sjáldur í augum og tár renna niður kinnarnar. En hún heldur áfram að blasa þangað til hana svimar. Þá verður hún að taka sér hvíld og nota fisifjölina á meðan. En hvað eftir annað verður hún að taka sér skorpur við að blása, og þann- ig getur þetta gengið hálfa klukku- stund, eða lengur. AS lokum íara að sjást smálogar, sem íleikja upp með taðflögunum og verða að engu, en aðrir koma í staðinn og reykurinn eykst smám saman. Hún er orðin þreytt, sezt á eldhússtólinn til að hvíla sig og bíður þess að eldurinn nái sér upp. Eftir nokkra stund fer að loga, og þá getur hún kveikt á grútarpönnunni, með því að stinga kveiknum inn í logann. Pann- an er svo sett á sinn stað og nú birtir þó ofurlítið í eldhúsinu, nóg til þess að hún þarf ekki að fálma eftir þeim hlutum, sem hún þarf að nota. En það er þá fyrst kaffiketillinn cg prikið, sem hann á að hanga á. Hún fyllir ketilinn af vatni og setur hann yfir eldinn. Þegar fer að skíðloga, hreinsar hún burt öskuna úr hlóðunum, tekur svo ljósið og fer inn í búr að sækja kaffi- könnuna, því að fullorðna fólkið vill fá morgunkaffið sitt; en handa börn- unum hefur hún mjólk blandaða með sjóðandi vatni úr katlinum. Hún.tekur sokkaplöggin, sem lágu á hlóðarstein- unum til þerris, og athugar þau. Svo fer hún í svuntuvasa sinn, nær þar í nálhús og spotta og fer að staga sokk- ana á meðan vatnið er að hitna. Þegar kaffið er tilbúið setur hún upp pott, því að nú skal elda graut í morg- unmatinn. Hún raðar meira taði í hlóð- irnar til þess að hitinn verði sem mest- ur. Ef tað vantar verður hún að sækja það út í hlaða, en sé veður vont launar einhver henni kafíið með því að sækja það og einnig vatn i tunnuna. Nú er kominn svo mikill reykur í eldhúsið, að varla sér handa skil, og hún fær hósta af því að anda að sér þessu reykþrungna lofti. Og sótið drýp- ur og drýpur allt um kring, en einkum þó í grennd við strompinn, sem er beint upp yfir henni. Það fellur á pott- hlemminn svo að smellur ofurlitið í, og slettist svo út um allt og beint fram- an í hana. Það er vont að fá sót í augun, og hún strýkur hvarmana hvað eftir annað með svuntuhorninu eða skýluendanum. Hún æðrast ekki, hún veit að þetta er verst svona fyrst, en lagast þegar fram á daginn kemur og hún fer að venjast því. Og svo eru frostkúlurnar á gólfinu. Hún tekur skörunginn og pjakkar þær upp hverja á eftir annarri, svo að flísarnar þeyt- ast út um allt. Þá verður hún að taka vöndinn og sópa allt gólfið. Síðan sækir hún mjölhnefa fram í kvarnarstokkinn í bæardyrum, hnoðar deig og gerir kökur. Eldurinn er nú orðinn svo líflejur, að hún getur skar- að glóð íram í hlóðirnar. Þar leggur hún ílatkökurnar á og íísir undir þær með físifjölinni. Hún þarf engin áhöld önnur við þennan bakstur. Hún er orðin vön því að grípa kökurnar af glóðinni, með berum höndum, athuga hvort þær sé nógu bakaðar og snúa þeim við. Þetta gengur furðu fljótt og brátt er kominn hlaði af heitum og angandi kökum í trogið. Þegar bökun- inni er lokið, fer hún með kökurnar inn í búr. í pottinum er hún að sjóða banka- byggsgraut. Hann þarf talsverða suðu, en ekki má bíða auðum höndum á meðan. Hún fer fram í skemmu, nær þar í skæðaskinn, sem legið hefur í bleyti, og fer að gera skó. Skæðin eru tilsniðin, og fyrst er að sauma hælsaum og tásaum með seimi, síðan að verpa með þveng og setja í ristarbönd. Hún þarf líka að bæta skó og gera við föt. Að þessu vinnur hún þarna í eldhús- inu, og lítur eftir grautnum og eldinum jafnframt. Þegar grauturinn er soðínn koma önnur morgunverk, svo sem að mjalta kýrnar, ganga frá mjólkinni, skammta matinn og bera hann inn. Síðan er potturinn skafinn og þveginn með þvögunni, hann settur upp að nýu og vatn látið í hann, því að nú þarf að fara að hugsa um miðdegismatinn, sem snæddur er klukkan þrjú. Það er nú orðið svo bjart, að grútarljósið má slökkva. Ýmislegt er að gera inni við meðan vatnið er að hitna í pottinum, en þó verður alltaf að líta eftir eld- inum. Og nú skal sjóða kjötsúpu. Salt- kjötsbitar eru sóttir út í tunnu, sem er í skemmunni, og þar eru líka grjón- in. Hún lætur svo hvorttveggja í pott- inn, bíður þess að suðan komi upp aftur, og fleytir froðu ofan af, svo að ekki sjóði út úr. Nú getur hún tyllt sér á meðan súpan er að sjóða. Hún hefur komið með prjóna sína innan úr baðstofu, sezt á stólinn fyrir framan hlóðirnar og prjónar í ákafa. Þetta er eina næðis- og hvíldarstund hennar og hún nýtur þess að sitja þarna. Það er orðið hlýtt í eldhúsinu, reykurinn er ekki jafn áleitinn eins og þegar hún stendur, því að hann þynnist eftir því sem nær dregur gólfi, en notalegan yl leggur fram úr hlóðunum. Hendur hennar, sem eru bólgnar eftir margra morgna kulda og kynni við kalt vatn, liðkast nú og prjónarnir ganga óðfluga og sokkurinn lengist. Eftir nokkra stund tekur hún torfuna úr hlóðar- vikinu með eldtönginni, en setur kaffi- könnuna þar í vikið. Það getur vel

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.