Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Qupperneq 14
S06 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verið að piltana langi í heitan kaffi- sopa um hádegið. Síðan heldur hún áfram að prjóna og tefur sig ekki á neinu öðru en þvi að hræra í pottinum og sinna um eldinn, þvi að oft verður að bæta á hann, hagræða flögunum, eða skara í glóðina og hreinsa burt ösku. Hún hlustar á sótdropana falla og finnur þegar þeir koma á skýlu- klútinn, en þetta er aðeins til að undir- stryka þá blessaða værð og hvíld sem hún nýtur. Eftir miðdegisverðinn er enn settur upp pottur með vatni, og þegar það er orðið heitt, nær hún í þvottabala og hellir vatninu þar í. Og nú fer hún að þvo sokka af öllu heimilisfólkinu og fleiri flíkur. Og nú hamast hún eins og hún eigi lífið að leysa. Sokkarnir eru úr ull og svellþæfðir, en auk þess mjög óhreinir, svo að þeir eru harðir og hendurnar verða sárar af að nugga þeim við þvottafjölina. Þessi þvottur tekur alllangan tíma og vatnið, sem eftir er í balanum er orðið þykkt af óhreinindum. Nokkuð af því situr í sokkunum, hvernig sem hún vindur þá og tekur á öllum kröftum, en nokkuð hefur skvetzt utan hjá balanum og eldhúsgólfið er orðið rennandi blautt. Jafnvel treyuermar hennar eru blaut- ar og svuntan. Svo er þessu lokið og þá hellir hún skolpinu úr balanum í rennuna, skolar balann úr köldu vatni og fer með hann fram. Svo hengir hún sokkana út til þerris. En þeir þorna sjálfsagt ekki í dag, því að þeir verða beingaddaðir í höndunum á henni með- an hún er að hengja þá á stagið. Kuld- inn nistir hendur hennar, hún fær naglakul og verður krókloppin. En svo bíður hennar nýtt verk, að þrífa til í eldhúsinu. Til þess er aðeins eitt ráð. Hún stráir ösku yfir gólfið þar sem það er blautt. Askan sýgur í sig vætuna og ef einhvers staðar er svo stór pollur að askan nær ekki að draga allt vatnið í sig, þá verður að bæta meiri ösku á. Síðan verður að sópa gólfið með vend- inum. Það er nokkuð erfitt, þvi að askan er þung fyrir og eins og límist við gólfið, en burt skal hún, hvort hún vill eður ei. Og seinast er hún látin í öskutrogið og borin út á fjóshaug, en þurri ösku stráð að nýu yfir gólfið svo að það verði þurrt og þokkalegt. Að þessu loknu glæðir hún eldinn í hlóðunum og setur upp kaffiketilinn. Fólkið vill fá kvöldkaffið sitt og engar refjar. Og það er ekki nema gaman að hita kaffi. Og þegar því er lokið, þá er enn eitt verk eftir. Hún sækir mjöl og Horfurnar í Rússlandi Frá fréttaritara blaðsins í Sviþjóð nREYTT viðhorf í Rússlandi hafa vakið almenna athygli. For- seta Finnlands hefir verið boðið í heimsókn þangað, forsætisráðherr- ar Norðmanna, Svía og Dana hafa verið boðnir þangað, og hver veit nema forseti íslands fái heimboð. En hver eru þá in breyttu við- horf í Rússlandi eftir fráfall Stal- ins? Hvað liggur á bak við það að hann skuli nú vera fordæmdur? Sovjetveldið er lögregluríki þar sem þjóðarviljinn er að engu hafð- ur. Kommúnistaflokkurinn er ein- valdur í innanríkis- og utanríkis- málum. Hann telur sem sína menn kommúnista í öllum löndum heims, sem hlýða boði hans og banni. Tilgangurinn er að ná yfir- ráðum um allan heim, og til þess eru notuð öll brögð. Eftir stríðið lagði Rússland undir sig tíu frjáls- ar þjóðir í Evrópu: Eistland, Lett- land, Lithaugaland, Pólland, Ung- verjaland, Rúmeníu, Búlgaríu, J úgóslavíu, Albaníu, Tékkóslóvakíu. Auk þess Austurríki og Austur- Þýzkaland. Sovét reyndi að koma á byltingu í Frakklandi og Ítalíu, setti á samgöngubann við Berlín, stóð að styrjöldunum í Grikklandi, Indónesíu og Indókína, flæmdi Sjangkaisjek frá Kína og hleypti á stað Kóreustyrjöldinni. Allt mið- aði þetta að því að ná heimsyfir- ráðum. En valdadraumarnir rættust ekki. Ástandið innanlands og í leppríkjunum var ekki gott. Sovét þorði ekki að leggja út í heims- styrjöld. Gengi kommúnismans í öðrum löndum fór hrakandi eftir því sem velmegun óx þar. Jafn- framt fór að bera á sundurlyndi milli Sovétstjórnarinnar og lepp- ríkjanna, og lauk með því, að Júgóslavía var rekin úr Komin- form. Með Kóreustyrjöldinni urðu þáttaskil í utanríkisstefnu Rússa, þar sem ágengni þeirra þar var stöðvuð. Atlantshafsbandalagið, vígbúnaður vestrænna þjóða, bækistöðvar Bandaríkjahers allt í býr til deig, stærra en um morguninn, því að nú skal baka pottbrauð. Þegar deigið er fullhnoðað, gerir hún úr því stóran kringlóttan hleif, kúptan að of- an. Hún mokar til öskunni í þeim hlóðunum, sem hún hefur ekki notað um daginn, ber svo glóð ofan á öskuna, og þar ofan á setur hún kökuna, Síðan hvolfir hún potti yfir og fyllir allt um kring með glóð og moði. Svo setur hún glóð ofan á pottinn, byrgir svo allt með moði og ber ösku ofan á. Með þessu móti kemur glóð í moðið og af því er svo mikill hiti að kakan bakast undir pottinum, eins og í ofni. En vel þarf að ganga frá öllu, svo að ekki logi upp úr. Það er ekki vandalaust. En sé vel um búið, getur hún tekið rjúkandi og vel bakað pottbrauð úr hlóðunum morguninn eftir. Nú er aðeins eftir að fela eldinn, Að því loknu getur hún sezt inn í baðstofu við rokkinn sinn og spunnið látlaust fram að háttatíma. Það er að segja — ef ekki koma gestir. Oft komu hraktir gestir seint að kvöldi. Varð þá að taka upp eld aftur til þess að veita þeim beina, og jafnvel til þess að þurrka föt þeirra. Og stundum var svo langt liðið á nótt þegar því var lokið, að ekki þótti taka því að fá sér blund, heldur var farið að hita morgunkaffið. Og svo kom nýr dagur með sama umstangi og áður. A. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.