Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 15
J5SB0K MORGUNBLAÐSINS 307 kringum Sovetríkið — allt er þetta afleiðingar af yfirgangsstefnu Stalins. Og jafnvel Kína getur orð- ið Sovét óþægur Ijár í þúfu. Einræðisstjórn heldur áfram í Rússlandi eftir fráfall Stalins. Frjálsar samgöngur eru bannaðar. bannað er að flytja inn erlend blöð og hlusta á erlent útvarp og Sovét vill ekki fallast á eftírlit með her- búnaði. Sovétstjórnin er alltaf að tala um frið, en jafnframt úthlutar hún vopnum til Arabalandanna, og. eykur þar með þá hættu að ný styrjöld brjótist út. Menn urðu heldur vonbetri þegar Rússar fóru frá Austurríki og skiluðu Finnum Porkalaskaga. En viðræðurnar um afvopnun hafa vakið nýa tor- tryggni. Áður en 20. þing Sovétríkjanna var haldið, voru þeir Bulganin og Krútsjef á móti því að blakað væri við minningu Stalins. En þeir urðu í minni hluta og andúðin á Stalin brauzt út. Þar gengu iram fyrir skjöldu þeir Mikojan, Suslov og Mnlenkov. í fyrstu ræðu sinni hrós- aði Krúsjev Stalin, en réðist á Bería og fylgismenn hans, sem hann sagði að hefðu gert Sovét- veldinu mikið tjón. Þá tóku hinir af skarið, og Krúsjev varð að dansa með nauðugur viljugur, og Stalin var fordæmdur. Núverandi stjórn Rússlands má skipta í þrjá flokka. í fyrsta flokkn- um eru þeir Bulganin, Krúsjev og Malenkov, í öðrum flokknum Miko- jan, Molotov, Kaganovits og Voro- silov, og í þriðja flokknum eru þeir Suslov, Pervuchin, Saburov og Kritisenko. Þeir, sem eru í þriðja flokki hafa enga von um að verða einvaldar meðan hinir lifa, en framkoma Krútsjev sýnir greini- lega að hann vill verða einvalds- herra. Þótt stjórnin eigi að vera í hönd- um þessara manna sameiginlega, þá tortryggir hver annan. Og svo <;~:~:~:~:«:~:~x»>*****{K~>*<~:~x^ * I ! i i i I oLióódíói n Þú vaktir mig ungan, og vorið ég fann, ég vissi um þrá, sem í hjarta mér brann. Mig Iangaði að eiga hið litskreytta klæði, að lifa við barm þinn í sónghlýju kvæði. Þú gjafir mér valdir, og vorsins ég naut ég vissi ekkert fegra en þess litprúða skraut og söngvanna þrá, sem að brann mér í blóði hún birtist í feimnu, og hikandi Ijóði. Og alltaf er hugur minn haldinn þeim seið, og hendingar fæðast, og deya um leið. Sem brot það af lífi, og bæn minnar sálar, sem býr mér sinn fögnuð, og dregur á tálar. KJARTAN ÓLAFSSON t má vera að herinn hafi nú meira að segja en á dögum Stalins. Hér er sá gallinn á, að margra manna stjórn getur ekki stjórnað ríki á einræðisgrundvelli. Þess vegna bítast menn nú um það hver eigi að verða einræðisherra, og sem stendur virðist svo sem Krútsjev muni þar verða hlutskarpastur. En þótt gæti skotið upp einhverjum háttsettum herforingja úr komm- únistaflokknum. Þessi reipdráttur á bak við tjöldin, er því aðeins millibilsástand. Mesta breytingin, sem orðið hef- ir í Rússlandi eftir dauða Stalins er sú, að nú er farið betur með fólkið. Þetta stafar þó líklega ekki af mannúð, miklu fremur af ejn- skærri nauðsyn. Menn sjá að vinnuaflið er dýrmætt, og þess vegna verður að bæta kjör verka- manna. Jafnvel hefir orðið sú breyting á, að fangarnir í þræla- búðunum fá nú svo mikinn mat, að þeir hrynja ekki niður úr hungri. Dauðir menn geta ekki unnið í námum né fellt skóg o. s. frv. — Hungraður lýður er hættulegur, og rekstur fangabúðanna hefir sía áhrif á utanríkismálin. » Sovjet skortir nú tilfinnanlega vinnuafl í landbúnaðinum. Þar er allur rekstur langt á eftir tímanum, og krefst því geisilegs vinnumagns. Gripið hefír verið til þeirra ráða að senda menn úr verksmiðjum út um sveitirnar um uppskerutím- ann. Vegna þess hve margar millj- ónir manna hafa verið kallaðar í herinn, er alls staðar skortur á karlmönnum til erfiðisvinnu. Þess vegna eru konur látnar vinna erfiðisvinnu alls staðar. Sovjetríkin ámæla Vesturlönd- um fyrir að þau vilji ekki frið, þau vilji ekki afvopnun, og þau kúgi aðrar þjóðir. Allar þessar ásakanir hæfa þau sjálf. Það væri stórt skref í áttina til alheimsfriðar ef Sovjet- ríkin vildu gefa frelsi öllum þeim þjóðum, sem þau hafa undirokað. Mamma: — Hvað er að heyra til þín strákur, því notar þú svona ijót orð? Strákur: — Shakespeare notaðl þau. Mamma: — Jæja, lciklu þér þá aldrei framar við hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.