Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Page 1
27. tl Sunnudagur 5. ágúst 1956 XXXI. árg. Við Eyrarsund IRI. LITIÐ IIMIM í ÁKIMASAFIM T EINNI af veizlum þeim, sem haldnar voru í sambandi við höfuðborgamótið í Höfn, sat dansk- ur blaðamaður ið næsta mér og tókum við tal saman. Hann spurði: — Hvernig líkaði ykkur kon- ungsheimsóknin? Það var einhver áreitnis undir- tónn í mæli hans, sem ég kunni ekki við, en ég svaraði því, að ís- lendingum hsfði þótt vænt um heimsókn dönsku konungshjón- anna. Þá spurði hann aftur: — Og hvernig líkaði svo konungi heimsóknin? Enn sami undirtónninn, alveg eins og blaðamaðurinn vildi sagt hafa: Ykkur fórst að vera að bjóða konunginum heim, cins og þið höfðuð farið með hann áður! En ég lét sem ekkert væri og spurði hvort það hefði ekki birzt í dönsku blöðunum eins og þeim íslenzku, að konungur hefði lýst yfir því, að hann hann væri mjög ánægður með ferðina. — Var þá ekki leikurinn gerður til þess að ræða um gömlu hand- ritin? mælti hann enn í sama dúr. Það eru svona spurningar, sagðar í illkvitnislegum tón, sem geta gert manni gramt í geði, og eiga ekki vel við á vettvangi norrænnar samvinnu. Ég var því víst nokkuð þur á manninn, er ég svaraði og sagði að mér væri ókunnugt um hvort það mál hefði borið á góma meðan konungur dvaldist á íslandi, en hitt vissi ég, að íslendingar mundu hamra á því að fá hand- ritin heim, þangað til þeirri rétt- lætiskröfu væri íullnægt. Þá sagði hann: — Ég held að handntin sé bezt komin þar sem þau eru og þar sem þau hafa verið. Lengra varð samtal okkar ekki. En fáum dögum seinna fékk ég leyii Jóns prófessors Helgasonar til þess að koma í Árnasafn, og sjá með eigin augum hvar „handritin eru bezt komin“ að dómi ins danska stéttarbróður míns. —« Við gengum inn í bókasafn há- skólans frá Fiolstræde og komum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.