Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 4
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og hugsunarháttur danska blaða- mannsins er sagði að Árnasafn væri bezt komið þar sem það er og þar sem það hefir verið. Það er hugsunarháttur, sem nú er að varða úreltur í samskiptum þjóð- anna, sem betur fer, sá hugsunar- rát ur er taldi ménn eignast það er þeir gæíi sölsað undir sig, með hvaða hcetti sem það gerðist: Það cr sá hugsunarháttur, sem enn held ur Árnasafni föstu á framandi gnmd, og berlegast kom fram í áróöri dönsku próíessoranna gegn því, að Islendingum væri afhent saínið. Þetta er hugsunarháttur lið- innar aldar, er þeirrar aldar menn geta ekki losað sig við. En yngri kynslóðin, sem séð hef- ur þennan hugsunarhátt líða skip- brot í átökum þjóðanna á þessari öld, veit að íslendingar eiga heilag- an rétt á að endurheimta öll íslenzk handrit, sem eru í dönskum söfn- um. Þess vegna segja nú ýmsir af inum yngri menntamönnum Dana, að danská þjóðin muni tapa meira en Islendingar á því að aíhending handritanna dregst. Þeir skilja þetta, að þótt hægt sé að vefengja lagalegan eignarrétt íslendinga, þá verður réttur þeirra að lögum sið- ; menningar aldrei vefengdur. En , þar sem viðskiftalög og siðmenn- ingarlög greinir á, þá eiga lög sið- menningarinnar að ráða. Undir þessu er velferð allra þjóða komin, og undir þessu er það komið að norræn samvinna verði annað og meira en nafnið tómt. Sigurður Nordal sendiráðherra segir í grein, sem hann ritaði í „Nordisk Tidskrift" um handrita- málið: „Á þessum hættulegu um- brotatímum hefur það aukið traust mitt á mönnunum, að verða þessar- ar skoðunar var hjá helztu menn- ingarfrömuðum Dana, og sjá henni I haldið fram í dönskum blöðum. Það er tákn þess að menn eru að losa sig við úreltar skoðanir um % É eignarrétt og þann sjálfbirgings- lega þjóðernisrembing, sem ríg- heldur í ið gamla máltæki: Væ victis!" Vér höfum — sem betur íer — enga ástæðu til þess að væna ina ungu dönsku kynslóð um skort á drengskap. Og þess vegna erum vér fúsir að ganga til norræns sam- starfs ásamt henni. Blaðamaðurinn, sem ég talaði við, er ekki fulltrúi innar ungu kynslóðar. Hann er fulltrúi þess hraðminnkandi flokks, sem rígheldur í máltækið: Vei sigr- uðum! En það er orðið tómhljóð í því vígorði, eins og það komi upp úr kölkuðum gröfum. Árnasafn er ekki bezt komið þar sem það er, hvort sem litið er á. húsakynni þess, eða það gagn, sem af því má hafa.-Og svo er það þarna í útlegð. Talað hefur verið um að reisa hér í Reykjavík sérstakt hús er yrði samastaður fyrir íslenzku handritin, þegar þau koma heim. Það er ágæt hugmynd. En vér get- um tekið við öllum íslenzku hand- ritunum, sem nú eru í Danmör|f, hvenær sem er, því að þau eru ekki fyrirferðarmeiri en svo, að næg húsakynni yrði fyrir þau til bráða- birgða, bæði í háskólanum og Landsbókasafni. Oss er því ekkert að vanbúnaði að taka við þeim. Og hér eru einu mennirnir 1 víðri ver- öld er hafa alla þá hæfileika er til þess þarf að hagnýta þctta safn.(* Um rétt vorn til handritanna skal þetta tekið sem dæmi: Ef tár- um máeðra vorra hefði verið safn- að saman, þau flutt úr landi og geymd í erlendu safni — hver mundi vera eigandi þeirra? Það er alveg sama þótt safnið haíi kevpt *) Eg geri ráð fyrir því, að Jón prófessor Helgason komi heim með handritin og það verði öliu glæsilegri sigurför en dr. Jón Stefánsson hafði hugsað sér. þau dýrum dómum, það hefði ekki öðlazt neinn eignarrétt á þeim fyr- ir það. Að lögum siðmenningar mundu afkomendur eig.a inn óskor- aða eignarrétt, alveg eins og þeir eiga rétt til lands feðra sinna og mæðra. Til eru þau verðmæti, er ekki verða metin til fjár. Þau eru ævinleg eign þeirra, sem sköpuðu þau, og niðja þeirra, og öll verslun með þau er andstæð lögum sið- menningar. —★— Kunnugir menn spgðu mér, að almenningur í Danmörku léti handritamálið sig litlu skifta, veit ekki hvað handritin eru. Honum ei. því engin eftirsjá í þeim. Og ég er viss um að undir eins og honum skilst að þessi handrit eru almenn- ingi á íslandi jafn dýrmæt og hans eigið hjartablóð, þá mun danska þjóðin segja við íslendinga: „Bless- aðir takið þið handritin undir eins, og afsakið hve lengi vér höfum haldið þeim fyrir ykkur“. Slíkan drengskap og réttlætiskennd ætla ég dönsku þjóðinni. Handritin koma heim fyrr eða síðar. Á. Ó. T" ------------------ . y.----------... M ...... 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.