Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 425 / SKÁLHOLTI 1. JÚLÍ 1956 í. Himnanna heimar, hnattanna geimar, syngja þér, Drottinn, dýrð' og hrós. Maðkur í moldu, mannsbarn á foldu, teyga þíns máttar líf og ljós. Hafdjúpsins hjarðir, hýrblómgva jarðir, vizku þíns anda vitni ber. Söngfugla sveimur, sálnanna heimur, fagnar og gieðst og þakkar þér. ir. Um landið gjörvallt ljómar sól y og laugar Skálhoitsstað. Hve glæst er það í grænum kjól, með gullið ennishlað. Og geislamerlað mittisband, og mildu augun biá. Það er mitt land, það er þitt land, vor arfur Guði frá. Héi áar háðu um aldir stríð og unnu frægðarverk, við örlög hörð og örlög blíð, um útnes, fjallsins kverk. Þeir skópu sögu, list og líf og lyftu bjargi á arm. En Guð var þeirra hjálp og hlíf, er harmar sóttu barm. Þeir skráðu á bókfell bragamál, sem blessar enn vor tið, og skópu þessa þjóðarsál, er þoldi alla hríð, jafnt issins hregg og bruna og bál; þeir burgu heiðri og sæmd. í þeirra lund bjó þýða og stál, og þvi skal minning ræmd. Vér fengum góðan, gildan arf, er geyma og vernda ber. Hann heimtar átak, aukið starf af öllum, þér og mér. Vér skulum land vort þjóna þér, jg þakka Drottni, er gaf. Hver blóðs vors dropi af þér er, þú ert hið mikla haf. III. Hér líður fram hjá fyiking hljóð, en ítur í fremdarijóma, haldin augu sjá. Og geislum siær á bagal, biskupsmítur. Það biikar helga róðukrossa á, En hátið rikir, hvar sem augað litur, og hljómar dýrðar fylla loftin blá, svo hátt og snjallt, sem himnar undir taki, og hér sé eilifð, — timinn einn að baki. 1 þögn í>g kyrrð vér þakkir vorartjáum. Á þessum stað ris ísienzk kristni á legg, og fremsta ganga feðga tvo vér sjáum, einn fagnar sigri, annan mæðir hregg. Þeir bcra merkið Hvíta-Kristi háum, og hil:a ei á grjótsins beittu egg. Þeir lifðu heilt, og lífið var þeim Kristur, því ljónu þeirra nöfn um aldainistur. • Og liknstöfum þeir merkja samtíð sína, og sigra heiðni og skapa frið'aröld. Menn hætta þá hin bitru vopn að brýna, við brotin hof og reisa Kristi tjöld. En tíminn streymir. StjörnUr nýar skina um staðinn Skálholts. Svo fór öldaföld. Og ennþá talar tungan sínu máli um tíðir Þorláks, Klængi frá og Páli. Og fljótið geisar áfram. Öldur rísa. Hið aldna þokar. Skipt er snöggt um svið. Og biskupsdreyri draup í landi þvísa, cr dagur rann upp fyrir nýum sið. Og enn fékk Brynjólfs lærdómur að lýsa þeim lýðum fram, er hlýddu á þungan nið. En meistarinn af mælsku sinnar sni'.li, í mætti og trú vann kynslóðanna liylli. Og nú tók frægðarsól á lofti að lækka, en læging sótti biskupsgarðinn heim. Og rústum fjölgar, rökkrið tók að hækka, og reisn hins liðna flaug um víðangeim. Þótt eyðing hrjáði, aftur skal hann stækka, við ást og trú og von í brjósti þeim, ' er sækja þrótt í fortíð, mikla minning, og meta það sinn stærsta sigurvinning. Við fyrstu kristni í Skálholti skóli einn rís. Skipaði þar hásæti göfug menntadis. Hátt bar þar löngum orðs og anda- mennt, svo aldrei hefur siðan um minninguna íennt. Iðkuð var þar latína og vegleg versa- gjörð. Vægðin lin við holdið og dvölin stund- um hörð. Við þessa menntasíofnun uxu sígild sagnamál, sögð í fáum orðum, meitluð eins og stál. Við arin þessa skóla er íslenzk íræðalist í ótæmandi þakkarskuld, síðast bæði og fyrst. Þótt bókfeilið verpist og skrælni göjr.ul skrá, þá skorpnar varla andinn, er himnana sá. ----o------- j| Tendruð voru kertin við Skálholts skóiaeld, og skin þeirra og ylur lýstu hið ciimma kveld. Og skólapiltar dreiíðust um landsins breíðu byggð, bræður fólks í gleðinni, og líkn í þess hryggð. ----o—— Ug afíur skal hér rísa við rausn nýtt menntaból, og roði af nýjum degi við háan biskupsstól. V. Rís ísienzk kristni. Kross að hún, í kærleik, von og trú. Það djarfar fyrir dagsins brún. Ö, Drottinn, hjá oss bú í mæíti hcilags anda og orðs ins eilífa, þíns náðarborðs, svo göfgist þj'óð í góðum sið, við giptu, dáð cg frið. Og láttu skrýða Skálholtsstað það skin, er forðum var,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.