Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 10
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS O á a 1 "arðinum hoppar og hleypur, í liimneskri morgunsol, lokkabjört lítil stúlka á ljósbláum sumarkjól. í augunum yndi blikar og eiskunnar bros nm vör. Hinn lífsfrjóa ljóma hún teygar svo léttstíg og bcrnskuör, Hún hekkir ei sár eða sorgir, né sviðandi reynslunnar harm, í bernskunnar vorhlýja blóma hún breiöir út fagnandi arm. Sem glaðkvikir gullstrengir vaa^ við gígjunnar töfra óð, við brúður og bangsa hún syngW, svo blíð og mömmurjóð. Þó ætti hún ríki og álfur og auðsins glitrandi prjál, hún geymdi ekki heiðari hlátra, né helgara ljúflingsmál. Við draumsýnir dýrðarheima er dögunum brosandi eytt. í barnsins saklauru sæiu, er sigurgjöf lífsins veitt. ltnútur Þorsleinsson frá Úlfsstöðum. 4- varða var valinn. var heldur óheppiiegur, því að minnisvarðinn hverfur alveg þarna i horninu hjá kirkjunni. Og enda þótt hann sé á almannafæri. þá vekur hann ekki neina efíirtekt, menn ganga þar fi?.m hjá án þess að veita honum athygli. Þess vegna er hætt við að í meðvitund fóiks sé hann hcldur lítilmótlegur og mónnum vitðist sem ekki hafi þurft mikið átak til þecs að koma honum upp. En þetta er misskilningur. Það var stórt og mikið átak á sinni tíð að reisa hann. Árin 1880—85 voru íslendingum þung í skauti. 1881 var frostavet- urinn mikli, og 1882 var bágt ár- ferði og skepnufellir, en drepsótt (mislingar) geisaði hér syðra. Var ástandið þá.svo, að menn óttuðust hallæri og mannfelli og var efnt til samskota í Danmörku, Noregi, Þýzkalanai og Englandi og mikið sent af gjaíako"ni hingað til lands. Næsta ár var ástandið engu betra og 1884 brast fiskafli algjörlega við Faxaflóa. „Sultur og bjargarbág- indi voru því hvarvetna manna á milli og horfur alls staöar hinar ískyggilegustu" (dr. J. H.). Árið 1885 brást fiskafli einnig á vetrar- vertíð „og því þröngt í búi hjá mörgum.“ Þegar þessa er gætt, þí er það stórmerkilegt, að menn skyldi fást til þess að leggja á sig óþörf út- gjöld. Og þá skilst einnig, að það var stórt átak á þeim tíma að koma upp þessum minnisvarða. Ekki hefði það tekizt ef menn hefði ekki þótzt vera að greiða þakkar- skuld af höndum. Og hana varð að greiða þótt illa áraði. Það var þakk- arfórn fyrir það trúartraust er ljóð- svanurinn í Saurbæ hafði innrætt mönnum og var bezta hlíf í öllum þrengingum, eða eins og Matthías kvað: Hér er skáld með droííins dýrðarljóð, djúp, svo djúp sem líf í heilli þjóð, blíð, svo blíð, að heljar húmið svart, hvar sem stendur, verður engilbjart. Á þriggja alda afmæli Hallgríms Péturssonar (1914) var hans minnzt bæði hér og meðal íslend- inga vestan hafs. Að boði biskups íslands voru minningarguðsþjón- ustur haldnar í öllum kirkjum landsins, og skáldsins og guðs- mannsins var rækilega minnzt í blöðum og tímaritum. Þá var talað um að reisa honum veglegan minn- isvarða. Og ég held að ég fari þar ekki rangt með, að það hafi verið Friðrik Bjarnason tónskáld í Hafn- arfirði, er fyrstur kom með þá til- lögu á héraðsfundi á Grund í Skorradal 1916, að minnisvarðinn skyldi vera vegleg kirkja, reist í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem Hallgrímur var prestur og þar sem hann orkti Passíusálmana. Fekk tillagan þar eindregið fylgi. Mun það hafa verið einróma álit manna, að almenningur í landinu ætti að koma upp þessari kirkju með frjálsum samskotum, og greiða með því af höndum þakkarskuld sína við skáldið. Er nú ekki að orðlengja það, að fjársöínunarnefndir voru settar á fót í flestum eða öllum prestaköll- um landsins, og svo var stofnuð ein allsherjarnefnd, er nefndist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.