Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 431 Kirkjurnar tvær i Saurbæ. Landsnefnd Hallgrímskirkju. En svo kom fyrri heimsstyriöldin, og vegna hennar og eftirkastanna, var hljótt um þetta mál fram á árið 1933. Þá flutti Ólafur B. Björnsson á Akranesi erindi í Ríkisútvarpið og vakti menn til starfa að nýju. Komst þá skriður á málið og árið 1935 gerði húsameistari ríkisins teikningu af inni fyrirhuguðu kirkju. Rétt áður en seinni styrjöldin hófst, var byrjað á byggingu kirkj- unnar. Var gerður kjallari undir kór, og steyptur grunnur. Unnu sólmarmenn mikið að þessu í sjálf- boðavinnu, en þó varð þetta mann- virki svo dýrt, að það lcostaði um 20.000 kr. Stöðvaðist þá verkið bæði vegna fjárskorts og seinni heimsstyrjaldarinnar, sem nú skall á. Var svo ekki hafizt handa aftur -fyr en 1953. Voru menn þá horfnir frá því að byggja eftir teikningu húsameistara, og var Sigurður Guðmundsson arkitekt fenginn til þess að gera nýa teikningu, og kirkjan höfð 10 metrum styttri en upphaflega var áætlað, en er þó 10x20 metrar. Fyrir framúrskarandi dugnað og fórnfýsi einstakra manna er þessi kirkja nú nær fullsmíðuð, og mun vera eitthvert vandaðasta hús á ís- landi að öllum frágangi, og ið feg- ursta hús hvar sem á er litið, svo að hún er veglegt minnismerki um sálmaskáldið góða. Er hún ólík öðrum kirkjum á íslandi og hefur þvi sinn eigin svip, sem er breyti- legur tilsýndar, eftir því hvaðan á hana er horft. Til hliðar við kirkj- una er útbygging og upp af henni turn, 20 metra hár. Að utan er múrinn allur með röndum, líkt og þar væri skarsúð, en þakið úr eiri. Stór gluggi er á vesturstafni og í hann á að koma mislitt gler með biblíumyndum, máluðum af Gerði Helgadóttur. Innra verður kirkjan mjög fögur. Ljósum, mislitum múrsteini er hlaðið innan á alla veggi og gefur sú hleðsla kirkjunni hátíðlegan og rólegan svip, og á engin önnur lúrkja á landinu slíka veggi. Súð er úr valviði og eins sperrur með skammbitum og skáslám, en gólfið úr brenni. Ber allt þetta vott um hve mjög hefir verið vandað til hússins. Bekki í kirkjuna er verið að smíða á Akranesi og þegar þeir eru komnir, verða þar sæti fyrir 140 manns. Undir bekkjunum verða rafmagnsofnar og lýst verður lcirkjan með rafmagni og verður það flóðbirta. ----o---- ivíenn munu spyrja hvort slíkt hús muni ekki vera dýrt. Jú, víst verður það nokkuð dýrt, líklega allt að því IV2 milljón króna, en það fé er að mestu fengið með gjöfum og samskotum og vantar nú ekki nema herzlumuninn. Menn hafa verið örlátir eins og áður þeg- ar minning Hallgríms Pétursson- ar var annars vegar. Hreppsnefnd og sóknarnefnd hafa verið örlátar á framlög. Fé hefir streymt að úr öllum áttum, bæði áheit og gjafir. En auk þess hafa svo borizt ýms- ar stórgjafir: Eirþakið var gefið, hurðir, hreinlætistæki og teikning af raflögn. Af gjöfum þeim, sem lof -að hefir verið, en enn eruókomnar, íná neína: Prédikunarstó1, skírnar- laug, altaristöflu, altari, orgel, kirkjuklukur, stafngluggann, kerta stjaka, messuklæði 0. fl. Samtals nemur þetta stórfé, en er talið með í byggingarkostnaði. Landsnefnd Hallgrímskirkju treysti þjóðinni til þess að reisa þennan minnisvarða. Og þjóðin hafir ekki brugðist því trausti. Hún heíir enn innt af höndum þakkar- skuld sína við Hallgrím Pétursson, eins og hún gerði á harðindaárun- um 1880—85. Það, sem á vantar til þess að hægt sé að fullkomna kirkjubygginguna, kemur áreiðan- lega von bráðar. Og stolt má þjóð- in þá vera, því að þetta er hið veg- legasta og fegursta minnismerki, sem reist hefir verið hér á landi. ----0---- Nú standa tvær kirkjur í Saur- bæ. Gamla kirkjan er orðin 80 ára gömul og er elzt af öllum kirkjum í Borgarfjarðar prófastsdæmi. Hún er mjög lítil á móts við nýu kirkj- una, en stæöilegt hús enn. í henni eru nokkrir all-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.