Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 14
434 LESBÓK MORGCJNBijAÐSrNS Smásagan Eg komst í kast við dreka sýn opnaðist ekki mannkyninu, þegar tókst að beizla hverja orku- lindina af annari! En nú sést enn að Jesús hafði rétt að mæla. Það verður að leita annars fyrst — réttlætisins fyrst — því að öðrum kosti verða þetta djöfulleg öfl, sem eyða lífi og menningu, listum og fegurð, heimilum manna, heil- um borgum og fjármunum þjóða í miklu stærri stíl en nokkurn mann hefir dreymt um. Hræði- legasta martröð heimsins, er sú orka sem vísindin hafa gefið oss til þess að tortíma oss sjálfum. Og eftir því sem vísindin fá oss meiri orku í hendur, því ískyggilegra verður útlitið, nema því aðeins — og allt er komið undir þessu „nema“ — nema vér leitum fyrst guðs ríkis og réttlætis hans. Þótt eg hefði enga aðra ástæðu til þess að trúa á guð, þá mundi eg samt trúa á hann, vegna þess að þetta lögmál, sem Jesús birti oss, er eilíflega í gildi. Hugsið yð- ur heiminn eins og efnishyggju- menn lýsa honum, ekkert stöðugt nema foreindir og rafeindir, sem þó æða áfram í blindni — og svo á hinn bóginn þetta alheims lög- mál: að mennirnir geta ekki öðlast þau gæði, sem þeir þrá, nema því aðeins að leita réttlætisins fyrst! Þetta- lögmál hefir engan svip af heimsmynd efnishyggjumanna. — Það ber svip þess heims þar sem er algóður guð og þar sem allt það, sem á að standa, verður að byggj- ast á óhagganlegu réttlæti hans. En þótt þetta sé alheims lögmál og hafi því sérstaka þýðingu fyrir þjóðina sem heíid, megum vér ekki gleyma hverja þýðingu það hefir gagnvart einstaklingum. Að leita réttlætisins er fyrst og fremst einkamál. Ef þjóðin eða heimurinn fæst einhvern tíma til þess að leita réttlætisins fyrst, þá er það vegna þess, að nógu margir þegnar hafa gert þeð. Það er eins og Konfusius EG VAR sendur af stjórn hollenzku Vestindía, eða Antille-eya eins og þser eru kallaðar, til eftirlits um nýa landúthlutun á eynni St. Eustatius. Þetta var sumarið 1946. Þarna hitti ég embættismann, sem heitir Pieter Stuys, og eitt af því fyrsta, sem hann sagði við mig var þetta: „Ef þú skyldir einhvern tíma fara á veiðar einsamall, þá forðastu að fara suður í klettana, því að þangað sækja drekarnir um þetta leyti árs.“ „Drekar?“ át ég eftir forviða. „Já, drekar, þessir stóru iguanas, sem geta orðið sex fet á lengd og vega 45— 55 pund. Venjulega eru þeir meinlaus- ir, ef maður áreitir þá ekki, en nú er fengitíminn hjá þeim og þá eru þeir grimmir". Mér varð litið til inna úfnu kletta- belta í fjallinu, sem þeir kalla Asa. En mér var ekki í hug að fara á veið- ar, því að bæði var allt of heitt og við höfðum nóg kjöt að borða. En fáum vikum seinna tepptust sigl- ingar yfir Kariba-haf, vegna hvirfil- bylja. Kæliskipið, sem var í ferðum frá San Juan á Puerto Rico tafðist, og kjötbirgðirnar þraut. Þá fór mig að langa í nýtt kjöt, og okkur Stuys kom saman um, að við skyldum fara með smáriffla upp í Asahlíðar og reyna að skjóta fjalladúfur, sem þar hafast við. Þatta eru í rauninni ekki dúfur, þótt þær. séu kallaðar svo, heldur eru þetta ír.iklu stærri fuglar. Skrokkurinn á þeim vegur um þrjú pund, og kjötið er einna líkast andakjöti. Þegar ég kom að sækja Stuys hafði hann veikst af hitasótt og taldi það ekki ráðlegt fyrir sig að fara upp í hitann í fjöllunum. „Blessaður íarðu ekki suður að klettabeltunum", sagði hann. „En ef þú skyldir rekast á iguana, þá laum- astu þegar á bro*t. Forðastu að koma of nærri honum, því ef hann heldur sagði: „Það eru ekki góðir akrar, sem gera lönd að stórveidum, held- ur góðir menn“. að þú sitjir um sig, þá ræðst hann á þig og rífur þig í sundur. Sérstaklega eru karldýrin hættuleg". „Hvernig á ég að þekkja karldýr frá kvendýri?" spurði ég. Hann var grafalvarlegur. „Þú getur þekkt hann á því, að hann er stærri, og að hann hefir þann sið að veifa halanum til og frá. En ef hann fer að velta vöngum, þá er kominn tími til þess fyrir þig að flýa — og flýa sem hraðast". Ég lagði svo á stað. í byggðinni nið- ur við sjóinn er ekki mjög heitt, því að þar blása alltaf vindar, ýmist utan af Karibahafi, eða austan af Atlants- hafi. En þegar komið er upp í fjöll- in, verður hitinn óþolandi og það er eins og maður ætli að kafna. Ég var aðeins í þunnri bómullarskyrtu, en ég var ekki kominn langt þegar svitinn rann af mér í stríðum straumum. Og eftir tveggja klukkustunda göngu var ég alveg uppgefinn og settist undir mustarð-tré til þess að hvíla mig. Tungan loddi við góminn og mig log- sveið í augun undan ofurbirtu sólar- innar. Ég hafði vatnsflösku með mér, en vatnið kom að litlu gagni. Volgt vatn svalar manni ekki, heldur æsir upp í manni þorstann. En samt ,var ég nú ákveðinn í því að hverfa ekki aftur fyrr en ég hefði skotið einn fugl, að minnsta kosti. Nú lagði ég af stað aftur og gekk eftir geitarstíg í klukkustund. Hvergi var fugl að sjá og ekkert lifandi nema nokkra snáka. Þegar stíginn þraut stakk ég við fótum. Ég var þá kominn fram á suðurbrún Asa. Framundan var 50 feta hár klettaveggur og þarna af brún hans sá ég langt út yfir Kariba- hafið, sem var spegilslétt. Skammt frá mér var gil og þar stóðu nokkur mustarðtré. Allt í einu hrökk ég við, því að ég heyrði í fjalladúfu þarna 1 trjánum. Ég stökk á stað og klifraði niður þröngva bjargskoru og kom þar niður í þétt kjarr. Þar var hreinn og beinn vargur af smáflugum, sem nefn- ast maribomba og eru baneitraðar. Ég reyndi að banda þeim frá mér og brauzt áfram í gegn um skógarþykkn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.