Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 15
LEÍ3BÓK MORGUNBLAÐSINS 435 Iguana, ið fornaldarlega skriðdýr, sem hefst við á St. Eustatiuseynni. Það er grænieitt á lit nema hvað brúnar rend- ur eru á halanum. Eftir endilöngu bakir.u er kambur hvassra brodda og undir kverkinni er poki í feliingum. Hausinc er breiður og flatur, augun lítil, en með augnalokum. ið. Svo komst ég þangað sem mustarð- trén voru og þau stóðu þá alveg á blábrún klettabeltis, en þau stóðu svo þétt að þau köstuðu skugga og var hressandi að koma í hann úr steikj- andi hitanum. Þarna var kjarrið svo þétt að ófært mátti heita. Ég staulaðist áfram og beygði greinarnar með ber- um höndunum. Jafnframt gáði ég upp í trén, hvort þar sæist ekki fjalladúfa, og gætti einkis annars. Skyndilega heyri ég einhvern þyt rétt yfir mér, og eitthvert flykki hlammast niður á lága trjágrein. Mér varð ekki um sel þegar ég sá að þarna var kominn dreki. Mér rann kallt vatn milli skinns og hörunds, þrátt fyrir hitann. Ófreskjan læsti klónum um trjágreinina og véifaði halanum fram og aftur. Og svo fór hún að velta vöngum og beindi smáglyrnum sínum að mér. Ég leit við til þess að athuga hvernig ég gæti flúið. En hvað haldið þið — situr þá ekki annar dreki á trjágrein svo sem 20 fet fyrir aftan mig. Hann var miklu minni en hinn, svo að ég þóttist vita að þetta mundi vera kven- dreki. Og nú sá ég þriðja drekann skammt þaðan. Ég hefi lent í mörgum ævintýrum, en aldrei hefi ég komizt í hann krapp- ari. Nú sýndist mér stóri drekinn vera að búa sig undir að stökkva á mig. Hann veifaði halanum og gapti og skein í tennur hans, sem voru eins og tennur í krókódíl. Stuys hafði sagt mér, að ef ég þyrfti að verja mig fyrir dreka, skyldi ég reyna. að skjóta hann í hausinn, það væri eina ráðið. Hann fór nú að rétta úr sér, eins og hann byggist til stökks. Ég gat ekki flúið, því á aðra hönd var gínandi hengiflugið en á hina ófært skógarþykknið, í ör- væntingu opnaði ég öryggislásinn á rifflinum og lyfti honum, en ég var svo skjálfhendur að riffillinn riðaði í höndunum á mér. Ég reyndi að miða á haus ófreskjunnar, rétt neðan við vinstra augað, því að ég vissi, að ef ég hitti þar, mundi kúlan fara upp í gegn- um hausinn. Nú var drekinn risinn upp og velti vöngum í ákafa. Ef mér mistókst skot- ið, þá var allt úti. Ég stóð á öndinni. Og svo þegar hann sneri vanganum að mér tók ég í gikkinn og bað þess heitt að skotið hæfði. Það tók undir í skóginum við skot- hvellinn og dreka maddömurnar lögðu á flótta inn í skógarþykknið. Stóri drekinn stóð þarna á greininni, eillífð- ar tíma að mér fannst, en það hafa ekki verið nema nokkrar sekúndur. En svo féll hann á hausinn með miklum dynk niður í skógarþykknið. Halinn einn stóð upp úr og sveiflaðist fram og aftur með ofsa hraða rétt fyrir framan mig. Fötin loddu við mig og ég var mátt- laus af þreytu, eins og ég hefði hlaupið langa leið í þessum steikjandi hita. En ég hafði þó rænu á að setja annað skot í riffilinn. Að vísu þóttist ég vita að drekinn hefði fengið nóg, en til vonar og vara gekk ég aftan að honum og stjakaði við honum með rifflinum. Þá tók hann viðbragð, eins og hann ætlaði að stökkva á fætur. Ótta sleginn hörf- aði ég aftur á bak og faldi mig 'oák við stein. Drekinn kyrrðist aftur. Ég laumaðist þá fram fyrir hann, svo að ég gat séð hausinn, og ég hleypti af öðru skoti. En kúlan vann ekki á honum frekar en liún hefði komið í stein. Ég náði í lurk og beygði grein- amar frá svo að ég gat séð hann betur. Hann lá þarna á hliðinni og var að berjast við að komast á fætur. Vinstri hliðin sneri að mér. Færi var svo stutt, að ég þurfti ekki að miða og svo sendi ég honum kúlu í „handarkrikann“, þar sem mestar líkur voru til að vopn mundu bíta á hann. Hann tók dálítinn kipp og var svo dauður. Fjórum klukkustundum seinna kom ég heim, rifinn og blóðugur eftir skóg- inn og hafði ekki fengið neinn fugl. Eina fjalladúfu hafði ég séð á heim- leiðinni, en ég var svo skjálfhendur, að ég hefði ekki getað hitt ííl með skoti, hvað þá minni skepnu. Oft fór ég á veiðar eftir þetta, en aldrei á þessar slóðir þar sem drekarn- ir eru. Og ekki verð ég svo gamall að ég gleymi þeim degi, þegar 22 mm kúla bjargaði lífi mínu. Baneitrað ryk GEISLAVIRK aska úr kjarnorkuofr.- unum getur orðið eitthvert hættuleg- asta morðvopnið í framtíðinni. Eðlis- fræðingurinn Hans Thirring við há- skólann í Vín, hefir látið svo um mælt, að um 1985 muni allar iðnaðar- þjóðir, hversu litlar sem þær eru og þó þær hafi engan her, verða íærar um að strádrepa óvinaþjóðir. Hann ritaði grein um þetta í „Harper's Magazine“ og segir þar: „Af öllum morðvopnum er atóm-askan léttust í meðförum og langódýrust, þvi að þettá er úrgangur og ógrynni íellst til af honum, hvort sem oss þykir bet- ur eða verr“. Svo mikið fellst til af þessari ösku, að menn eru í hreinustu vandræðum með hvað af henni eigi að gera, og þetta vandamál eykst stöðugt eftir því sem kjarnorkustöðvum fjölgar. En um þýðingu hennar í hernaði segir enn fremur: „Sé nægilega miklu af henni dreift yfir stór svæði, rnun hún d: epa þar allt líf og alla menr., hvort hsldur eru borgarar eða hermenn. hetjur eða hugleysingjar. Mikill heraíli og þunga- iðnaður, sem áður hcfir verið mæli- kvarði á herstyrk þjóðanna, kcmur þá ekki að neinu haldi og allar varnir verða svipaðastar því að menn ætl- uðu sér að stöðva snjóílóð með barna- skóflu“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.