Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 16
k 4ó LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ISLENZK ÆSKA — Fiestir útiendingar, sem skrifa um ísiand, minnast á ís- lenzku börnin og dást að því hvað þau sé efnileg, kjarkmikil og broshýr. Og þetta er ekkert oflof. íslenzk aeska er tápmikii og fjörug. En hvernig stendur þá á þvi að þessi börn eru svo alvarlcg? Hefir citthvað sérstakt komið fyrir, einhvcr skuggi fallið á tilveru þeirra? (Ljósm. Ól. K. Magnússon). 8R/DGE HVAÐ A AÐ SEGJA? ÞETTA spil kom fyrir i keppni, N og S voru í hættu, en sagnir voru þessar: N A S V 1 tp. 2 L 2 hj. 4 L 4 sp. pass pass ? Nú á V að skera úr. Hann hefir þessi spil á hendi: A I V A G 3 ♦ 9 7 S 4 4 D 10 « I 2 Hvað mundir þú segja í han* sporum? Mörgum hættir við að hækka sögn, hvernig sem á stendur. Hér er þaB milcil freisting. Það getur vel veriB að ckki tapist nema einn slagur i tvö- íölduðum 5 laufum, eða 100. Hitt er miklu líklegra að tapist 2—3 slagir, en það getur líka borgað sig, ef and- stæðingar eru vissir að vinna 4 spaða. Á þvl veltur allt. En hér eru nokkrar líkur til þess að sögnin sé ekki örugg. V hafði fyrst „stokkið" í laufi og það var góð bending til A um að hann hefði longan lit í trompi og eitthvað af háspilum. Samt segir A pass við 4 spöðum og gefur þar með til kynna að hann telji sögnina ekki örugga. — V verður að taka mark á þvi, og þess vegna á hann að segja pass. VTLLTUR t SKÓGI í íerðasögu frá sumrinu 1860 getur Svéinn ritstjóri Skúlason um komu sina að Skinnastað. Þar var þá séra Hjörleifur Guttormsscn prestur; kona hans var Guðlaug Björnsdóttir. Sveinn kom þangað hrakinn og þreyttur og segir Svo frá: Úr öllum vandræðum minúm bætti blcssuð prestkonan á Skinnastöðum, sem tók mér eins og móðir barni sínu. Þegar ég var búinn «ð hvila mig og orðinn nýr cf nálinni, gekk ég með prestkonunni og börnum hennar fram í Stórhöfðaskóg, sem svo er nefndur. Stórhöfðinn liggur rétt skammt fyrir innan túnið á Skinna- stöðum og er því nær allur skógi vax- inn. Af honum er næsta fagurt útsýni. Mestur er skógurinn fyrir neðan höfð- ann. Þar er rjóður í honum og gerði nokkurt, sem nefnt er Mariugerði. Þangað var ferðinni heitið. En svo hár cg þéttur er skógurinn, að þó að við þættumst taka rétta stefnu af höfðan- um, villtumst við þó svo, að við fund- um ekki gerðið. Þetta er dagsanna, þó að þér þyki það ef til vill ólíklegt, að menn villist í skógunum hér á landi. En bæði var það, að við leituðum ekki lengi, og svo var þessi skógur með þeim stærstu hér á landi, sem ég hef séð og er allur nýgræðingsskógur. LEIÐRtTTING í groininni „A götum Kaupmanna- hafnar" í næst seinustu Lesbók, lenti skökk mynd. Stóð undir hcnni Tivoli, en myndin er af Glyptotcket.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.