Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 455 daga, sem er dáin, en til er sú dýrð, sem ekki deyr, sá arfur, sem ein- staklingur eða þjóð getur fleygt úr hendi sér, en glatast þó eigi. Hugsum um Grikkland á 5. öld f. Kr., þá merkilegu hámenning, sem þróast hafði hjá fámennri þjóð. í vissum skilningi glötuðu Grikk- ir sjálfir hinum stóra arfi. í inn- byrðis styrjöld glötuðu þeir sjálf- stæði og frelsi, svo að dýrð Aþenu dó. En arfsins nýtur heimur allur enn í dag. Öll erum vér auðugri fyrir það, að þessi smáþjóð var tiL Er ekki eitthvað líkt um Skál- holt? Dýrð þess hrundi, ekki einu sinni rústir voru eftir til að segja sögu af horfinni dýrð. En eins og arfur Grikklands lifði, þótt Akró- pólis yrði að rúst, svo hefir arfur Skálholts lifað og lifir enn í mörg- um dýrustu verðmætunum, sem vér íslenzkir menn eigum, í ljóði og sögu, í listum og trú, í öllu því, sem íslenzka menning má kalla. Vér minnumst hins mikla stað- ar og stóls. Vér heyrum nið ald- anna og sjáum myndirnar stíga fram á tímans mikla tjaldi. Biskup- arnir koma. Það blikar á mítrin og biskupsstafirnir glitra. ísleifur, sem ásamt miklum skörungsskap hafði mikla nauð í biskupsdómi sínum. Gizur, sem allt gat verið í senn, konungur, víkingur og krist- inn biskup. Þorlákur helgi, Staða- Árni, Oddur Einarsson, meistari Brynjúlfur, meistari Jón. Hér mætast þeir, sem luku vegferð sinni. Raðir biskupanna ganga fram, frá ísleifi og til þeirra há- lærðu herra Finns og Hannesar, sem síðastir biskupa sátu hinn mikla stað og vildu ekki hverfa þaðan frá rústunum fyrr en engill dauðans kvaddi þá burt úr Skál- holti. Og biskuparnir koma til þess að stefna oss til dóms: hvernig hyggjumst vér ávaxta þann arf, sem Skálholt lét oss eftir, þann kristilega arf? Ytri dýrð Skálholts hrundi, en arfurinn gat ekki dáið. Hann varð oss íslenzkum mönnum örlög, sem vér fengum ekki umflúið. Öll hin marglita hjörð, sem mítrin bar, lagði sinn skerf þeim arfi, sem vér njótum. Veraldar- menn og vinir Guðs. Margbrotlegir syndarar og menn, sem lifðu sann- helgu lífi. Harðsvíraðir auðs- hyggjumenn, og .aðrir, sem örlátir gáfu mildum hug á báðar hendur., Menn, sem leituðu lífshamingjunn- ar í bænaklefum eða Maríustúku Skálholtskirkju, og aðrir, sem með vopnuðum mönnum riðu um frið- söm héröð stæltum stríðsfákum. Ólíkir voru þessir menn, sem biskupsstafinn báru. Eins og bræð- ur þeirra á Hólastað, sem nú á 850 ára afmæli, reyndu þeir, hver á sinn hátt, að þjóna honum, sem dýrasta arfinn lét oss eítir og var þó öreigi sjálfur. Og arfur Skál- holts á að hjálpa oss til að ávaxta arfinn hans, arfinn Krists, vísa oss veg til að bera kyndil Krists fram fyrir samtíð vora, eins, vel og þeir beztu í Skálholti báru hann fram fyrir samtíð sína. Guð hefir gefið oss stóra sögu, stóra fortíð. Biðjum hann að gefa oss stóra framtíð. (Að efni til er þetta predikun, sem séra Jón Auðuns dómprófastur flutti við hátíðarguðsþjónUstu í dómkirkjunni í Rvik á síðara degi Skálholtshátíðarinnar i sumar). Hún réði sér aldrei fyrir geðofsa. Maður hennar var flúinn fyrir löngu, og síðan lét hún skammirnar bitna á hænsunum, hundunum og nágrönnun- um. Að lokum dó hún. Aðeins tveir menn komu í kirkju að vera við út- förina. Meðan presturinn var að tala kváðu við ógurlegar þrumur, svo allt lék á reiðiskjálfi. Þá hnippti annar í félaga sinn og sagði: — Þarna er hún lifandi kominl «---------------------------------- A \ Viiið þér enn, eðn hvnð BREZKI rithöfundurinn H. G. Wells (1866—1946) var mest- ur spámaður sinnar samtíð- ar. Á fyrri stríðsárunum skrifaði hann þetta: Stríðsguðinn Marz mun sem dreki hlakka yfir öllum athöfn- ! um mannkynsins um næstu tvo áratugi, og hanp er ekki myrkur 7 I í máli. Hann mun segja víð oss j öll: „Gerið hreint fyrir yðar dyr- I um. Ef þér eruð að rífast, eyðið tima til ónýtis, standið í mála- i þrasi, dragið yður fé og skeytið ekkert um skyldur yðar, þá skal 1 ég sannarlega hitta yður aftur. Ég hefi tekið alla menn yðar írá 18 ára aldri til fimmtugs, drepið þá cg limlest eftir vild, milljón- um saman. Með köldu blóði hefi • ég sólundað eigum yðar. En takið nú eftir: Þér eigið fjölda af drengjum á aldrinum 9—19 ára, fallega og elskulega drengi. Og á eftir þeim koma milljónir af yndislegum börnum; ég hefi ekki drepið og limlest nema svo sem ] nckkur hundruð þúsunda af j þeim. En haldið áfram innbyrð- . is illindum, reynið að skara eld að yðar köku og yðar nánustu, haldið áfram á sömu braut og áð- ur, haldið fast í „réttindi“ yðar, haldið fast í „kröfur“ yðar, gerið engar tilslakanir ag fórnið engu, gerið uppsteit, sóið og rífist, og þá skal ég vissulega koma aftur ' og hirða allt það, sem ég hefi enn hlíft, allar þessar milljónir elsku- 1 legra barna og unglinga, og ég skal kremja þau í kássu milli handa minna beint fyrir augun- um á yður og á enn hroðalegri hátt heldur en ég hefi farið éður með syni yðar. Ég hefi þegar tek- ið af yður allar ofgnóttir, en næst mun ég taka af yður allar lífs- nauðsynjar". Skáldinu missýndist ekki. En hvað er nú framundan? <í>--------------------------------'•>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.