Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 1
Louis John de Crenon Milhau: NORÐUR SPRENCISAND fyrir háltri öld HÉR SEGIR fi'á leiðangri þeim, er Harvard-háskóli gerði til ís- iands árið 1905 að ráðum Vilhjálms Stefánssonar. Höfundurinn ritaði þessa grein löngu síðar fyrir „Explorers Club“. Tveir af leiðangursmönnum hafa hlotið gullmedalíu klúbbsins fyrir fram- úrskarandi störf í þágu vísindanna, Vilhjálmur Stefánsson fyrir rannsóknir sínar í norðurhöfum og William C. Fajpbee fyrir rannsóknir sínar í Suður-Ameríku. Var de Milhau með Farabe* í ieiðangri þar syðra 1906—1908 og ritaði formála að bók hans um Indíánana í Peru. Viö de Milhau er einnig kennt De Milhau Peabody Museum við Harvard háskólann. Þar er talsvert safn íplenzkra fugla, sem hann gaf safninu. IjEGAR það kom til orða 1905 að hópur stúdenta frá Harvard skyldi sendur til íslands, þá viss- um vér lítið meira um landið en að það væri stór ey úti á hjara veraldar, að það væri á einhvern hátt tengt Noregi, og að þar væri fornsögur og goshverir. Það var Vilhjálmur Stefánsson, sem þá stundaði mannfræðinám við há- skólann, sem var upphafsmaður að þessu og sá um allan undirbúning og útvegaði leiðsögumenn. Nú eru 30 ár síðan þetta var. Við vorum ungir þá, og þetta var fyrsta utanför okkar. Ferðalagið var stórkostlegt, en endurminning- ar þess eru nú farnar að sljóvgast og það er ekki auðvelt að rifja upp einstaka atburði ferðalagsins. Þá var öðru vísi að ferðast en nú er. Þá voru ekki til skip á borð við „Queen Mary“, þetta fljótandi gistihús með stórum sölum, sund- laug og öllu þess háttar. Við lögð- um á stað út í ævintýrið með gömlu skipi, sem „Etruria“ hét og var um 6000 smálestir. Vilhjálmur var ekki með, hann hafði farið á undan til íslands. Að kvöldi 13. júlí stigum við um borð í danska skipið „Botníu“ í Leith, og þar var heimili okkar í fjóra daga. Skipið var ekki nema um 1000 smálestir, en þegar við komum til Reykja- víkur bar það langt af öllum skip- um þar í höfninni. Við fengum kalt og hryssings- legt veður á leiðinni og skipið bylt- istogvalt meira en góðu hófi gengdi fyrir slíka landkrabba, sem við vorum þá. Af einhverjum metnaði fórum við á fætur, þótt við hefð- um heldur kosið að liggja í bæl- unum, en sú hreysti varð að engu þegar við komum inn í matsalinn. Þarna kynntumst við því fyrst hvaða morgunmatur Dönum þykir beztur: allskonar álegg, kalt kjöt, fiskur í hlaupi og illa lyktandi ost- ar. Við litum snöggvast á matborð- ið og flýðum svo allir sem einn maður. Eftir þetta snæddum við úti á þilfari. Þegar við komum til Reykjavík- ur hittum vii þar fyrir alúðlegt, kurteist og gestrisið fólk, og marg- ir gátu talað ensku. Það kom sér betur fyrir okkur, sem ekki skild- um eitt orð í íslenzku. Við settumst að í Hótel Reykja- I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.