Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vík, og fyrsta verk okkar var að hugsa fyrir útbúnaði til ferðalags- ins, því að landið er hrjóstugt, byggð aðeins með ströndum fram, en ið innra aðeins jöklar og hraun. Hvergi eru vegir, nema rétt í kring um stærstu þorpin. Þar eru að- eins götuslóðar og þess vegna verð- ur að treysta á hesta til allra ferða- laga. Samið hafði verið við Geir Zoega að sjá okkur farborða, en hann hefir um áraskeið útbúið leið- angra útlendinga, sem komið hafa til þess að kynnast náttúrufegurð landsins, eða til þess að veiða í inum ágætu laxám, sem þar eru. Vilhjálmur Stefánsson hafði gert ferðaáætlunina og var hún eigi að- eins miðuð við það að við fengj- um að sjá fegurstu staði, heldur var einnig gert ráð fyrir því að fara landveg frá Reykjavík til Akureyrar og ríða norður Sprengi- sand, þvert yfir landið. Það var sýnt að við yrðum að ferðast greitt, því að engir hagar eru fyr- ir hesta á þessari leið og hvergi afdrep fyrir ferðamenn. Okkur var tjáð, að á þessari leið væri allra veðra von, svo að við höfðum keypt okkur ullarföt, regnfrakka og reiðföt. En af fylgdarmönnum okkar lærðum við hvernig bezt er að búa sig í slík ferðalög: með sjóhatt og sjóklæði, sem bundin eru að úlfliðum og öklum, til þess að verjast vindi og regni. Við vorum sjö saman og við átt- um að fá tvo fylgdarmenn og 28 hesta. Islenzku hestarnir eru táp- miklir, en aðeins um 13 þverhand- ir á hæð; þeir eru flestir vakrir og er það greiður og þægilegur gangur. Farangur okkar var sett- ur í koffort, sem voru um tvö fet á lengd og eitt á breidd og svo voru þau hengd með krókum á klakka. Fylgdarmenn okkar höfðu sérstakt áhald, sem þeir nefndu ís- lenzkar svipur. Það er skaft, um fet á lengd og oft silfurbúið, en í end- anum er löng leðuról. Og þegar við vorum komnir á stað, dáðumst við að því hvernig fylgdarmenn- imir gátu notað þessar svipur til þess að halda hestunum í hóp. Við höfðum með okkur tvö tjöld, en fylgdarmenn höfðu tjöld handa sér. Sunnudaginn 23. júlí vorum við staddir á bænum Skriðufelli. Þá var liðin erfið vika, eða þar um bil. Allir vorum við óvanir því að ferðast á hestbaki, en höfðum nú orðið að sitja í söðlunum 7—10 klukkustundir á dag, oftast í þoku og regni, og vorum nú alveg komn- ir að lotum. Við höfðum séð þá staði á íslandi, sem oftast hefir verið skrifað um, svo sem Þing- velli, þar sem Alþing var háð, Öx- arárfoss, Geysi og Gullfoss. Við höfðum haft náttstað að Hruna og Stóranúpi, og nú vorum við komn- ir að seinasta bygðu bóli áður en við kæmum til Norðurlands. MISLITUR HÓPUR LEGGUR Á ÖRÆFIN Snemma næsta morguns komu tveir leiðsögumenn, sem voru sér- staklega ráðnir til þess að fylgja okkur yfir Sprengisand. Okkur var sagt að þetta væri nauðsynlegt, því að fáir íslendingar og engir útlend- ingar hefði farið þessa leið sein- ustu 25 árin. Fylgdarmaður okkar frá Reykjavík var Johannes Zoéga, frændi Geirs Zoéga. Þetta var hár og grannvaxinn maður um sjötugt og hafði afar mikið hvítt hár og skegg. Árið 1881 hafði hann fylgt leiðangri Peake’s yfir Sprengisand, og skömmu síðar gat Looke um hann í leiðsögubók sinni fyrir ís- land og sagði að „hann væri tví- mælalaust bezti fylgdarmaður, sem hægt væri að fá á íslandi“. Með honum var ljóshærður og geðsleg- ur piltur, sem hét Sveinbjöm Sæ- mundsson. Sigfús Blöndahl var með okkur frá Reykjavík sem yfir- maður fylgdarmanna. Það hefir verið heldur bágborin sjón að sjá okkur þegar við lögð- um á stað frá Skriðufelli. Hver maður var klæddur þannig, er hann sjálfur helt að hentast væri. Eg man eftir því að Bayer var með loðhúfu með eyrnaskjólum, og í skinnjakka. Noyes hafði farið að ráðum fylgdarmanna og var í sjó- klæðum með sjóhatt á höfði. Eg var með Burberry-hjálm á höfði og í reiðfötum, og voru á þeim heljar miklir vasar, sem eg hafði troðið í eins miklu af farangri mínum og unnt var, og hefi því verið fer- legur tilsýndar. Hestarnir sýndust allt of litlir fyrir ferðamennina því að margir þeirra voru hávaxnir, svo að þegar þeir Farabee, Noyes og Zoéga gamli voru komnir á bak, þá virtust þeir ná með fætur til jarðar. Nú voru allar götur horfn- ar og vegleysur einar framundan. Eftir að fylgdarmennirnir bætt- ust í hópinn hafði hestunum fjölg- að, svo að nú voru þeir 35. Lausir hestar og klyfjahestar voru reknir í hóp á undan. Stundum tók ein- hver þeirra sig út úr hópnum og hljóp þvert úr leið. Við komumst fljótt að því, að þýðingarlaust var að ríða á eftir þeim; eftir því sem maður þeysti hraðar, eftir því hertu þeir á sér. Það var um að gera að ríða krók og reyna að kom- ast fyrir þá, til þess að geta rekið þá saman við hópinn aftur. Farabee fann upp á því að fylla vasa sína með steinum og fleygja þeim fyrir þá hesta, sem ætluðu að taka sig út úr, og tókst oft að stöðva þá. Þennan dag riðum við yfir tvær ár, Fossá og Dalsá. Leiðin lá nú til norðausturs og í fjarska sáum við eldfjallið Heklu, og nokkru seinna blasti inn mikli Hofsjökull við sjónum. Nú var það, sem sjaldan skeði, að veður var gott og bjart. En samt sem áður vorum við fegn- I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.