Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 3
ir því að komast í áfangastað, eftir níu stunda reið. Við höfðum farið yfir margar ár, sumar voru brúaðar, aðrar með dragferju og sumar höfðum við orðið að ríða og höfðu þær hvorki verið breiðar né djúpar. En nú var Þjórsá framundan, stærsta vatns- fall á íslandi. Eg minnist þess enn vel er við komum að ánni morg- uninn eftir. Hún valt þar fram kol- mórauð, en allt um kring eyði- mörk og engar lifandi verur nema við. Hér var hvorki um brú né ferju að ræða í þessum óbygðum. Við fórum úr skóm og sokkum og heldum á þeim í fanginu. Ekkert benti til þess hvar vaðið væri, en Jóhannes gamli lagði ótrauður út í ána. Svo voru lausu hestarnir reknir út í og á eftir komum við í halarófu. Vatnið náði okkur fyrst í ökla, svo í hné og seinast flaut yfir áður en hestarnir næði landi hinum megin. Ef einhver þeirra hefði hnotið í ánni, hefði hvorki þurft að tíunda mann né hest. En hamingjan, sem hafði fylgt okkur fram að þessu, var okkur enn hlið- holl, svo allir komust yfir heilu og höldnu, menn og hestar. Svalur vindur blés þarna meðan við vor- um að klæða okkur, svo að hroll setti að okkur. En það lagaðist brátt er við vorum komnir á hest- bak og sprettum úr spori. GIST í EYVINDARVERI Við tókum náttstað skömmu eft- ir að við vorum komnir yfir Þjórsá. Þá var enn bjartur dagur. Og satt að segja varð aldrei svo dimmt þennan júlímánuð, að ekki væri lesljóst allan sólarhringinn. Þess vegna var alveg sama hvenær við voruir á "erð. Tjöldum var nú sleg- ið hjá kvísl nokkurri, tveimur tjöldum okkar og tjöldum fylgdar- manna. Koffortin voru sett inn í tjöldin og voru ágæt sæti. Hest- unum var sleppt og skyldi þeir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8 leita haga, ef nokkurn haga væri að finna. Hér voru engin sprek né annað eldsneyti fáanlegt, svo að við urðum að elda á olíuvélum. Að loknum kvöldverði lögðumst við til hvíldar, og leið sæmilega eftir ferðalagið þennan daginn. Morguninn eftir, 26. júlí, sáum við framundan hvítfeldi jöklanna, sem ná svo að segja saman á þess- um slóðum. Til vinstri var Hofs- jökull og til hægri Trr,rfnafpl1'— jökull. í skarðinu milli þeirra lá Sprengisandsvegur. Við höfðum smám saman komizt hærra og hærra eftir því sem len^ra dró frá Reykiavík og nú vorum við komnir í hér um bil 2000 feta hæð. Og þarna fram und- an var nú vegurinn til Norðurlands, og hundrað mílur til næsta bæar. Sólskin var, en loftið svalt. Við riðum nú í breiðum hóp og rákum lausu hestana á undan okkur, og fórum greitt. Það lá vel á okkur, sól og svali örvaði æskufjörið og við gerðum okkur það jafnvel til gamans að tuskast á hestbaki. Eg ætlaði að dangla í einn af félögum mínum, en seildist helzti langt, hnakkurinn snaraðist, eg af baki, varð fastur í ístaðinu og hestur- inn dró mig á harða spretti. Eg minnist þess enn að eg sá í skeif- urnar og undir kviðinn á hestin- um. Hér hefði getað orðið slys, ef lánið hefði ekki verið með. Eg losn- aði sjálfkrafa úr ístaðinu og lá nú þarna hreyfingarlaus, blár og mar- inn, þar til félagar mínir komu mér til hjálpar. Sem betur fór var eg óbrotinn, og það var ekki um ann- að að gera en stíga á bak og halda ferðinni áfram. Um hádegi áðum við hjá litlu vatni til þess að gleypa í okkur mat. Umhverfis vatnið var mikið af fjöðrum, aðallega svanafjöðrum. Við fórum nokkrir að safna fjöðr- um og skreyttum með þeim hatt- ana okkar. En skyndilega kvað við neyðaróp, og einn af fylgdarmönn- unum kallaði hátt: „Sandbleyta! Varið ykkur!“ Eg svipaðist um. Pilturinn, sem næstur mér var, brauzt um í sandbleytu, en sökk æ dýpra. Fylgdarmenn komu skjótt á vettvang. Þeir breiddu segldúk á sandinn og komu svo reipi til mannsins og gátu dregið hann upp úr og komið honum á fasta fold. Þetta var í fyrsta skipti að við komumst í kynni við þessa hættu. En seinna um daginn kom það hvað eftir annað fyrir, að hest- arnir sukku í og brutust um. Var síðan reynt að sneiða hjá slíkum stöðum. Meðan við áðum þarna varð al- skýað loft og rétt eftir að við lögðum á stað, kom krapahríð. Fyrst var hún væg, en versnaði óðum, svo að hún blindaði okkur þar sem við höfðum vindinn í fang- ið. Áfram var haldið, því enn var langt í áfangastað. En svo tókum við eftir því að Jóhannes gamli var orðinn úrvinda af þreytu, og þá var farið af baki og tjaldað. Við höfðum þá verið á ferð í 11% klukkustund, oftast riðið greitt og seinast orðið að beriast við hríð- ina. Fyrst í stað heldum við að Jóhannes mundi brátt hvílast svo að við gætum haldið áfram. En hann var uppgefinn og við vor- um líka orðnir dasaðir og þreytt- ir, svo ákveðið var að hafa þarna náttstað. KÖLD NÓTT Eg held að þetta hafi verið kald- asta nóttin, sem eg hefi lifað, eða svo finnst mér. Við gáfum Jóhann- esi heitt kjötseyðiog dúðuðum hann í öllu því sem hægt var að finna. Sjálfir höfðum við svefnpoka, og í þá skriðum við í öllum fötunum og reyndum að sofa, en það gekk misjafnlega. Undir morgun lægði storminn og kom þá sólskin, og þá gátum við blundað dálitla stund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.