Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I Fmmstæðum mönnum hefir tekist það, sem menningar- þjóðir hafa ekki getað, að skapa PARADfS A JÖRÐ IIIÐ KOMUM þangað snemma morguns í öndverðum júlí. Veður var svalt, skýað loft og tals- verð undiralda. Ekki sáum við neitt til mannabústaða á eynni. En brátt kom þó gamall maður róandi á litl- um báti í gegn um brimgarðinn. Við fleygðum til hans línu og bros- andi kom hann upp á þilfar skips- ins. Rétt á eftir kom stór bátur, og í honum var Fagolier, æðsti höfð- ingi eyarinnar. Með honum var Totogoeitin, sem við kölluðum Tom. Hann hafði áður verið túlk- ur vísindamanna, sem þarna voru. Og brátt flykktust bátar að skipinu og eyarskeggjar klifu upp á þilfar. Tom túlkaði. í æsku hafði hann af einhverjum ástæðum farið frá Ifalik og verið í sighngum milli Singapore og Honolulu, og svo rftHJJSA."!. JAPAN'....... AUSTUR í Kyrrahafi, á milli Nýu Gíneu og Guam, er eyaklasi mikill, sem kallast Karólínueyar. Margar þeirra eru mjög smáar og kallast Mikronesia. Áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst, lutu eyar þessar Þjóðverjum. í seinni heimsstyrjöldinni hertóku Japanar þær, en nú hafa Bandaríkin þar yfirstjórn í umboði Sameinuðu þjóðanna. — Ein af eyum þessum heitir Ifalik. Þangað voru sendir þrír vísindamenn í fyrrasumar og dvöldust þeir þar í nokkra mán- uði. Einn þeirra, Marston Bates, segir svo frá: hafði hann verið sex ár í Manila á Filipseyum. Á þessum flækingi hafði hann lært nokkuð í ensku. Nú tók að birta í lofti. Skipsbát- urinn var settur á flot og honum róið yfir hópið, þar sem sjórinn var tær eins og gler. Hann renndi upp í kórallafjöruna og við óðum í land. Og brátt komumst við úr steikjandi hitabeltissól inn í svala lundi kókóspálma. Við komumst seinna að því, að þessum lundum var við haldið eins og þeir væru UN1TE0 PHILIPPINES ^ : ~ ^ ^ ^tSlA r.ul,-w» i/ - SoLjmon « JsUtttfs n i hidian . * * ...m Vixnri c »^^7 AUSTRAUA ; Né*\ Xí S.&. CxÍeáQ’VZ Hér á kortlnu sést hvar í Kyrrahafinu Ifalik er. :«ví' *<? f x c 0 c e a n Wítmy ís { \ m tœ t f«l»rik V.ll«g» ^ IfíliV. . ^ l f)<t r. . Jchoo/ * tc w ■Eh ’ IFALIK - " ATm f ,i“u r\ I w L L Soanðingí in *ztt . i Miií skrúðgarðar. Þegar þar söfnuðust fyrir visin blöð og annað rusl, á- kváðu höfðingjarnir — þeir eru f imm — að lundamir skyldu hreins- aðir. Að ákveðnum degi fór Torom- an — sá næstlægsti í virðingastig- anum — snemma dags niður í f jöru og blés ákaft í skeljapípu. Þá þustu allir eyarskeggjar að, námu burt allt rusl og brenndu. Á eftir var svo sezt að veizlu. Á Ifahk er sérstakt hús, þar sem höfðingjar og heldri menn halda ráðstefnur sínar. Þetta er stórt hús með háum göflum og bröttu lauf- þaki. Stendur það inn á milli pálm- anna spottakorn frá sjó. Þegar við komum þangað, sátu höfðingjarn- ir þar úti fyrir og réðu ráðum sín- um um það hvernig þeir skyldu greiða götu okkar. Vísindaleiðang- urinn, sem var hér 1947—48, hafði hafst við í tjöldum, en höfðingj- arnir sögðu að hús væri betri og fengu okkur samkomuhús sitt til íbúðar. Og þetta var ágætt hús. Okkur hafði verið fengin talstöð, svo að við gætum haft samband við flugvélar, sem sendar yrðu til þess að vitja um okkur. Annars áttum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.