Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 Konurnar flétta blómsveiga á hverjum morgni hvernig okkur liði, og hann sagði að ráðlegast mundi að við flyttum í annað hús, fjær ströndinni. Skyndilega urðum við varir við að allt komst í uppnám. Flugvél var komin og sveimaði yfir eynni. Nú var rokið í talstöðina og sam- band náðist við flugmanninn. Þetta var veðurathugana flugvél frá Guam. Flugmaður spurði hvemig okkur hði, og við spurðum hvort felhbylur væri á næstu grösum. Hann kvað felhbyhnn komim framhjá og stefna til suðvestur — Svo hvarf flugvélin. Við skýrðum höfðingjunum fr. því sem við höfðum frétt, og þei. voru ekki lítið hissa á öllu þessi — flugvélinni sem kom allt í einu, véhnni sem talaði og fréttunum. Vestræna menningin hafði komið til okkar og fært öllum öryggi. Og það var eins og þungu fargi létti af öllum. FTIR FIMM daga var mann. inu lokið, nema hvað allskonar breytingar og leiðréttingar komu seinna fram. Alhr voru auk þess vegnir og mældir. Alls reyndust þarna vera 260 sáhr, 134 kvenkyns og 126 karlkyns. Kvenfólkið er því í meiri hluta Fimm árum áður voru eyarskeggjar 250, svo að þeim er að fjölga. Yfirleitt eru þeir hvorki háir né þrekvaxnir. Þyngsti maðurinn var 87 kg, en sá hæsti tæplega sex fet. Okkur virtist þeir mjög svipaðir hvítum mönnum að öðru leyti en því, að þeir gengu nær naktir. Þegar eg fór að kynnast þeim, þá minntu þeir mig á ýmsa menn, sem eg þekki. Toroman, fjörugur og gáfaður og með brennandi á- huga fyrir öllu sem við gerðum, fannst mér hfandi eftirmynd bankastjóra, sem eg kynntist einu sinni. Og Sepeman, hár, laglegur, alvarlegur og staðfastur, minnti mig á einn skólabróður minn. Fagolier aðalhöfðinginn bar þó af öllum. Hann var öllum þeim gáfum gæddur, er höfðingja mega prýða, virðulegur, stilltur, örugg- ur í allri framkomu og gáfaður. Hann kom daglega til okkar til þess að vita hvort okkur vanhag- aði ekki um eitthvað, og hann gerði það á svo kurteisan hátt, að hann varð aldrei þreytandi. Eitt kvöldið kom hann þegar við ætl- uðum að fara að borða. Við buðum honum að borða með okkur og hann tók því með ánægju. En þegar mál- tíð var lokið fór hann með disk sinn og þvoði hann og svo þvoði hann pottinn á eftir! Þetta var alveg sama eins og þegar hugul- samur gestur kemur og hjálpar t á heimihnu. Hann var sannkallaður höfðinei. Ungur piltur og aldraður maður, báðlr með blómsveiga um höfuð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.