Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eru ekki ræktuð til þess að horfa á þau í görðunum, eða til þess að setja þau í vatn inni í húsum. Blóm- in eru til þess að skreyta sjálfan sig með þeim. Úr þeim eru flétt- aðir sveigar til að hafa um höfuð sér, þeim er stungið í hárið eða jafnvel í göt á eyrnasneplunum, og stundum eru gerðir blómsveig- ar til þess að hafa um hálsinn. Og það eru ekki síður karlar en konur, sem skreyta sig með þessu. Oft kom það fyrir, er við vorum á gangi og mættum einhverjum, að sá inn sami tók af sér blóma- skrautið og bauð okkur sem vinar- gjöf. Eg fór hjá mér í fyrstu, en við vöndumst þessu og fórum að bera blómfléttur um höfuð og fannst þetta eðlilegt og fallegt. Við vorum jafnvel farnir að skoða okk- ur í spegli til þess að sjá hvernig blómin færi okkur bezt. Unglingspiltur, sem hét Tachi, slasaðist einu sinni illa á fæti og eg kom daglega til hans að gera að sárunum, í þakklætisskyni færði Tachi mér ljómandi fallegt háls- band úr skeljum. Eg setti það á mig og var hálf vandræðalegur, því að eg hélt að félagar mínir mundu hæðast að mér fyrir. En þeir öfunduðu mig — og svo notuðum við hálsbandið allir, sinn daginn hver Konurnar lögðu jafn mikla alúð við að rækta blómin eins og að rækta matjurtir. Og þær lögðu mikla vinnu í að búa til blómflétt- ur. Hér er ekki um harða lífsbar- áttu að ræða, og þess vegna er hugsað jafnframt fyrir þörfum ins innra manns, eins og fyrir líkam- legum þörfum. En oft var eg að velta því fyrir mér, hvort annað væri gaman, en hitt alvara, annað leikur en hitt vinna. Eða voru þessi hugtök svo nátengd, að þar varð ekki greint á milli? Eða er einhver greinarmunur á þessu tvennu? \/TÐ TÖLDUM öll húsdýr á eynni. Þar voru 5 hundar, 19 kettir, 33 svín og 50 hæns. Á þessu er auðséð að búskapurinn gefur þeim ekki mikla fæðu úr dýraríkinu. Landrými er takmarkað. Rækt- anlegt land á eynni er ekki nema % úr fermílu að stærð. Og þótt þarna sé ekki nema 260 sálir, þá er þar jafn þéttbýlt og í Ítalíu. Menn gæti ekki lifað þama, ef ekki væri kókospálminn. Hann veitir þeim mat og drykk og hann sér fyrir þörfum þeirra að öðru leyti. Úr hýði hnetunnar gera þeir sér handklæði og þvottaklúta. Hnetu- skurnið er eldsneyti. Úr trefjum pálmanna er spunninn þráður í vöggur barnanna og fiskinet. Lík- amar látinna eru hjúpaðir trefjum, áður en þeim er sökkt í sjó. Úr laufunum eru fléttaðir dúkar og körfur. Stofnar trjánna eru notaðir til húsabygginga og bátasmíða. Vegna þess hvað landrými er lítið, lifa íbúarnir líka á fiskveið- um og þurfa ekki að sækja þær lengra heldur en út í fagurblátt og stillt hópið. Það er um mílu á breidd og umgirt kórallarifi. Þeir nota margs konar veiðiaðferðir. Stundum veiða þeir margir sam- an með netjum, stundum veiðir einn og einn í háf, á* færi eða með kastspjóti. Hver fullorðinn karl- maður á sinn bát. Kvölds og morgna og miðjan dag fara konurnar með börn sín niður að hópinu til þess að baða þau. Og börnin eru að busla í sjónum allan daginn. Það má því segja að frá vöggu til grafar sé hópið hluti af tilveru þeirra. CUMARIÐ leið allt of fljótt. 12. ^ september átti skip að koma að sækja okkur. Kvöldið áður, er ég lagðist til hvíldar, var eg að vona að skipið tefðist svo að við gætum verið þama lengur — einn dag — eina viku — einn mánuð — en svo varð ekki. Morguninn eftir var skipið komið. Vestræn menning er stundvís, og nú var kallið komið. Við urðum að yfir- gefa þessa jarðnesku paradís og þetta elskulega fólk. Skipið kom fyrst við á eynni Truk. Þar eru íbúar af sama kyn- stofni og á Ifalik, en hafa miklu lengur haft samband við útlend- inga, Spánverja, Þjóðverja, Japana og nú Bandaríkjamenn. Við gátum ekki kynnzt þeim að neinu ráði, en við sáum fljótt að samband þeirra við „menninguna" hafði ekki orðið þeim til gagns. Það var stórkostlegur munur á þeim og Ifalikbúum. Eyarskeggjar á Ifalik hafa ekki tekið neinum breytingum vegna kynna sinna af öðrum þjóðum. Og það var einmitt vegna þess að þeir eru „óspilltir" að við vorum sendir til þess að kynnast þeim. Og eftir því sem við gátum bezt séð, þá er líf þeirra í fögru samræmi við um- hverfið. Bandaríkin hafa þarna yfir mörgum eyum að ráða, þar sem vestrænna áhrifa gætir misjafnlega mikið. Þar sem þeirra gætir mest, koma þau fram sem úrkynjun kynstofnsins. Menn hafa gleymt sínum gömlu listum, þeir hafa jafn- vel gleymt að veiða fisk og lifa nú á niðursoðnum matvælum. Þeim hafa borizt sjúkdómar, bæði á sál og líkama og allt hefir þetta fremur orðið þeim til tjóns en gagns. Breyting er yfirvofandi á Ifalik. Þeir vilja verða eins og aðrir menn, og eg held að ekki sé rétt að halda þeim einangruðum, enda þótt það væri hægt. Eg treysti þeim svo vel, að eg veit, að þeir geta kennt oss eins mikið og við þeim um það hvernig menn eiga að lifa lífinu. Og þarna er einmitt höfuð vanda- málið — hvernig á að fara að því að mennta þessa gáfuðu og nám-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.