Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 K 7 2 ¥ K 10 7 4 2 ♦ 2 * K 10 5 2 4 9 8 ¥ D J ♦ G 8 7 6 5 4 D • 7 4 4 D 10 5 ¥ A G 9 8 3 ♦ D 4 4 A 6 3 S sagði hjarta, V tvöfaldaði, en N *agði 4 hjörtu. V sló út T Á og síðan T K. Hvað á S nú að gera? Sýnilegt ®r að hann muni missa einn slag í laufi og einn eða tvo slagi í spaða Tvær leiðir eru til þess að losna vif tapslag í spaða. Önnur er sú, að „svína“ S 10 í þeiiri von, að A hafi S G. Ein leiðin er sú að treysta á fjórða laufið, en þá er gert ráð fyrir að laufin séu 3 og 3 hjá andstæðmgum. Báðum fylg- ir áhætta, og þar sem gera má ráð fyrir að V sé sá sterki, þá velur S þriðju leiðina. Hann trompar T K og tekur svo trompin af andstæðingum. Næst kemur L K og síðan láglauf, sem hleypt er til V. Nú verður V að koma út með spaða eða tígul og þá hlýtur S að vinna. 4 A G 8 43 ¥ 0 ♦ ÁK1093 4 G 8 NÝBYGGINGAR. Reykjavík stækkar og þenst út með miklum hraða, og má scgja að þar sé lyft Grettistaki í byggingum á hverju ári. Það er eigi aðeins að nýu húsin sé stærri og fullkomnari heldur en gömlu húsin og mörgum sinnum dýrari, heldur fer síórfé á hvcrju ári í nýar götur, frárensli, vatnsleiðslur, raf- magnsleiðslur, símalagnir og skipan lóða og girðingar. — Hér sést hverfi, sem cr að rísa upp. Nokkur húsin eru fullgerð, eins og sjá má á því að gengið hefir verið frá lóðunum. Önnur eru í smíðum og efst má sjá hús, sem verið er að reisa í kartöflugörðum. Útþensia borgarinnar þyrmir ekki því landi, er forfeð- umir höfðu ræktað, hvorki görðum né túnum. (Ljósm. Ól. K. M.) EÐVALD PÓSTUR Það var eitt sinn meðan Sigurður Baidvinsson var póstmeistari á Seyðis- firði, að Eðvald Eyólfsson póstur ætl- aði að leggja upp á Fjarðarheiði einn síns liðs í ófærð og hríð. Póstmeistari aftók að hann færi nema með traustri fylgd, er hann tæki gilda. Eðvald þagði við um stund en mælti síðan af mikilli alvöru: „Þú segir að eg þurfi fylgdarmann. En guð fylgir mér. Ték- urðu hann ekki gildan?“ Þá varð póst- meistara orðfall. Eðvald lagði á stað og stuttu síðar slotaði hríðinni og sá til sólar. (Frásögn S. B. sjálfs). SVERRIR RUNÓLFSSON steinsmiður (sem gerði brúna á lækinn í Reykjavík og hólmann í tjömina) var um skeið í Kaupmanna- höfn og segir í ævisöguágripi sínu frá þessu atviki þar: — Þá var sá siður í Kaupmannahöfn, að menn, þegar þeir koma og fara úr bænum, eiga að sýna sinn passa. En þegar hann (þ. e. Sverrir) fór til Kjöge, helt hann að þess þyrfti ei, þar það var í sama landi, og var því kallaður af politi- meistara Bræstrup til Hafnar aftur, og eftir forgefins að hafa fengið sýslu- mann Sigurð E. Sverrisson til að milda það við Bræstrup, fór hann til Hafn- ar, og án þess að geta fengið neitt ráð hjá löndum sínum, gekk hann að ráðhúsinu. En þá hann gekk upp tröppumar, var sem honum væri sagt, hvað hann skyldi segja. Og þegar inn kom var hann tafarlaust skyldaður til að borga 5 rdl. í múlkt íyrir gá- leysið, hverju hann svaraði svo, að hann sem að öllu óþekktur þeirra reglum, sem oft hefði verið þar inni, hefði aldrei verið látinn vita þessar reglur, borgaði ekkert, heldur mættu þeir lögsækja sig, og skyldu þeir fá að borga sér fararkostnað og annað fyrir ómak. Þá lækkuðu þeir múlktina nið- ur í 1 rdl., en það dugði eigi. Annað en málsókn vildi hann eigi. Og þegar Bræstrup sá, að ekkert dugði, sagði hann að allt væri kvitt. Og með það skildu þeir. i k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.