Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 2
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þennan bjöm gaf hann Hinrik III. keisara í Þýzkalandi og hlaut fyrir vegabréf um allt ríki hans. En þótt konungum og keisurum þætti tamdir hvítabirnir metfé, voru viltu birnirnir, sem komu með hafísnum að ströndum íslands, bændum engir aufúsugestir. Mun mörgum útkjálkabónda hafa þótt þröngt fyrir dyrum er bjarndýr komu þangað öllum á óvart, brutu upp hús og heimtuðu mat sinn en engar refjar. Em og margar sagnir um hve erfitt var við bjamdýrin að fást, og stundum hafa skeð hryllilegir sorgaratburðir við komu þeirra. Oft tókst mönnum þó með harðfengi og hugrekki að leggja dýrin að velli. Skal nú hér í fám orðum sagt frá þeim manni, sem lagði að velli seinasta bjamdýrið á íslandi, svo mér sé kunnugt um. Beitti hann þar bæði viti og hug- rekki, svo sem hans var von og vísa, því að sá maður hefir marga hildi háð í ógnþmnginni baráttu við óblíða náttúm Norðuríshafsins á Ströndum norður, fjarri öðm fólki en fjölskyldu sinni. Hann kann frá mörgu að segja, sem menn sitja hljóðir undir og undrast, án þess að rengja manninn, því að það sést fljótt að maður þessi, fráneyg- ur, veðurbarinn og alvömgefinn, er enginn flysjungur, heldur sönn hetja hversdagslífsins. Guðmundur heitir hann og er Guðbrandsson, nú bóndi á Svart- hamri við Álftafjörð vestra, þar sem forðum ólst upp Jón Indíafari, fallbyssuskytta í sjóliði Danakon- ungs. Guðmundur er fæddur í Veiðileysu í Strandasýslu 7. febrú- ar 1888. Foreldrar hans voru Guð- brandur eldri Guðbrandsson, bóndi og hreppstjóri í Veiðileysu, og kona hans Kristín Magnúsdóttir. Guð- mundur er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur bónda í Byrgis- vík, Jónssonar. Þau hjón hafa eign- ast 10 börn og eru þau nú öll fulltíða og mörg gift. Guðmundur var bóndi í Drangavík í Stranda- sýslu frá 1925 og þar til hann flutt- ist að Svarthamri 1947. DRANGAVÍK er afskekktur bær, enda hefir hann verið í eyði öðm hvoru seinustu aldirnar. Næsti bær að sunnan er stórbýlið Ófeigsfjörð- ur og er þangað fjögurra stunda lestagangur. Næsti bær fyrir norð- an er Drangar þar sem hinn nafn- togaði maður, Eiríkur rauði, ólst upp. Er þangað þriggja stunda gangur frá Drangavík. Af þessu má sjá, að ekki er auðsótt hjálp þarna, ef hættu ber skyndilega að höndum. Ógerningur má heita að ná í lækni, hvað sem við liggur, og ef sækja skyldi ljósmóður, var tveggja daga ferð fyrir höndum. Það var því oftast, að Drangavíkur- bóndinn varð að taka að sér ljós- móðurstarfið, þegar kona hans ól barn. Fyrir ofan túnið em ferleg fjöll, en framundan er Norður-íshafið, skerjótt strönd og að jafnaði freyð- andi brim allt að bæardyrum. En stundum bætist það við, að hafísinn siglir hraðbyri til lands, með hungraða hvítabirni. Þarna er enginn sími, ekkert rafmagn, enginn vegur — ekkert sem almenningur styðst nú við í daglegu lífi og telur sjálfsagða hluti. Af þessu verður skiljanlegt, að það fólk, sem býr þarna 20 ár, lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Jafnvel dulmögn náttúr- unnar, íklædd gerfum sæskrímsla, fjörulalla og marbendla, að maður tali nú ekki um venjulega drauga og huldufólk, fá ekki raskað ró og íhygli þessa harðgera og náttúm- greinda fólks. Það býður öllu byrg- inn. Guð einn er því styrkur. Traust þess á guði er fullkomið, og það vandar allt dagfar sitt svo, að bóndinn blótar aldrei. Það kemur ekki til mála. ÞAÐ ER 8. apríl 1932. Norðanvind- ur blæs af hafinu í Drangavík, bit- ur og gustmikill. Þetta er ísa- veðrátta, enda nálgast stór ísbreiða ströndina óðum. En fólkið gefur því litlar gætur, þetta er alvana- legur viðburður þegar fer að líða á vetur. Tveir synir hjónanna, annar 14 ára hinn 11, eru að leika sér úti. Þeir hafa farið með sleða upp í fjallshlíðina upp og austur af bæn- um og em að renna sér þar. En þegar klukkan er rúmlega 7, er kallað til þeirra að koma heim, og þeir hlýða þegar. Hálfri stundu síðar fer faðir þeirra til fjárhús- anna, sem eru upp og austur af bænum, og gefur fénu. Síðan legg- ur hann á stað þaðan til lambhúss- ins, sem er enn austar á túninu. í annarri hendi heldur hann á fötu með niðurskorinni síld, en við hina hönd leiðir hann fjögurra ára gaml- an son sinn. Þegar hann er kominn svo sem miðja vegu milli húsanna, verður honum litið upp í fjallshlíðina, og sér þá bjarndýr koma á móti sér, og fer það greitt. Hann tekur það þá til bragðs, að hann grípur barn- ið undir hönd sér og hleypur til fjárhúsanna, er hann kom frá. Þar skildi hann síldarfötuna eftir utap dyra, en hraðaði sér svo heim, sem mest hann mátti og segir tíðindin. Kvað hann það nú eitt til að reyna að vinna dýrið, meðan enn væri Ijóst. Var þá mikill hugur í hon- um og tók hann þegar að búa undir atlöguna. HANN hafði ekki annað liðsmanna en aldraðan mann, Gísla Guð- mundsson frá Gjögri, er var heim-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.