Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 iliskennari í Drangavík, og geðbil- aðan miðaldra mann, Ólaf Ólafs- son, er þar var niðursetningur. En hraustur var Ólafur talinn og unn- ið gat hann einföldustu störf, ef honum var vel stjórnað. Þessi var nú sá mannafli, er ráða skyldi niðurlögum bjarnarins, sem er bæði vitur og afrenndur að afli eins og kunnugt er, og svo högg- viss, að varla skeikar. Þá er að lýsa vopnabúnaði þeirra Guðmundar. Það sem nútíma ein- yrki útkjálkanna hefir fram yfir stéttarbróður sinn á miðöldum, er byssan. Hún er mikið og öruggt vopn í góðum höndum. Guðmund- ur er góð skytta og hefir banað mörgum selum, fuglum og mel- rökkum norður þar. Hann átti nú tvíhleypta haglabyssu, er verið hafði bezta vopn um langan tíma, en högum hennar var svo komið, að annað hlaupið var með öllu ónýtt, og útdragarinn á hinu bilaður. Ekki bætti það vígstöðu þeirra, að byss- an skyldi vera þannig út leikin, og því meiri þörf á að öruggar væri hendur skotmannsins. Guðmundur hlóð nú nokku skot með selahöglum og hafði þau svo stór sem hann þorði frekast. Eitt skothylkið setti hann í byss- una, en hinum stakk hann í vasa sinn. En til þess að geta skotið oft- ar en um sinn, þurfti að hafa krassa, til þess að losa tóma skot- hylkið úr byssunni. Hann lét Ólaf halda á krassanum, en auk þess fekk hann honum ljá, vel vafinn að ofan og beittan mjög. Var þá fátt eftir vopna. Þó fundu þeir reku við bæinn og hafði Gísli hana að vopni. Ekki er mér kunnugt að sá maður hefði annað vopna, og verð- ur honum naumast láð þótt hann kynokaði sér við að vera í fremstu víglínu, þá er þeir málguðust dýrið. MEÐAN á þessum viðbúnaði stóð, horfði heimafólk út um baðstofu- glugga og fylgdist þannig með at- hæfi bjarnarins. Það var auðséð, að dýrið hafði fundið slóð drengj- anna, sem verið höfðu að leik úti fyrir stundu, og rakið þær heim undir hlöðuna, er stóð á bak fjár- húsunum. Síðan stökk það upp á hlöðumænirinn, eins og ekkert væri, og renndi sér svo niður á fjárhúsþökin, sem höfðu þrístæð ris. Þá renndi það sér niður af þakinu og rölti að fjárhúsdyrun- um. Þar sá það fötuna, og tók þeg- ar að gæða sér á síldinni. Og þegar dýrið stóð nú þarna kyrrt og hámaði í sig síldina, lögðu þeir Guðmundur á stað þrír sam- an. En inni beið konan með sex böm þeirra hjóna: Georg 14 ára, Arthur 11 ára, Stellu 9 ára, Andreu 7 ára, Ingimar 4 ára. (Það var hann sem hafði verið með föður sínum er hann sá dýrið fyrst) og Magnús 2 ára. Elzti sonur þeirra, Sigmundur, 17 ára, var fjarverandi. Konan var í mikilli geðshrær- ingu og þorði ekki að líta út. Hún bannaði og börnum sínum að horfa út, því að hún vissi að mennirnir voru allir í nýkilli lífshættu. Og hvorki vildi hún horfa á, né láta börn sín horfa á, ef svo skyldi fara að villidýrið yrði föður þeirra og vinum að bana. Hún þorði varla að Lendingin í Draagavik. Drangaakórð i baksýn. J k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.