Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 6
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hinriks er vandaður að máli og rími, og í öllum gamankvaeðunum kemur það aldrei fyrir að kímni hans særi neinn, eða neinn gjaldi hennar, annar en hann sjálfur. Hér koma tvö brot: Heyrið státnir stútungskallar stef frá okkur konunum. Þetta boð við þökkum allar, þið ei brugðust vonunum. Leidduð okkur ljúfri mundu — lengi þess hér minnast skal — og oss bjugguð unaðsstundu inn í þessum töfrasal. Verum glöð á góðri stundu, gleymum dægurþrasi og styggð, vekjum samúð létt 1 lundu, látum eining treysta byggð. Þá er mesta málið hafið, menning vex í okkar reit, allt hið rotna gleymt og grafið, gæfan eykst í nýrri sveit Heyrið státnir stútungskallar stef frá okkur konunum, þess við bljúgar biðjum allar að bæti úr öllum vonunum gæfan há og ykkur alla auðgi af skötu og bútungum, Ægir fylli ykkar dalla af allra vænztu stútunguna. Og enn kvað Hinrikt Nú ©r Hinrik lagstur lágt líkams skrapp úr hreysi, dauðameinið dæmist bágt dó úr tóbaksleysi. Lífið sjaldan lék hann við, litla kosti bar hann. En þegar eftir andlátið afreksmenni var hann. Laet eg hana svo liggja I ró, líart þó vera gefið, upp hann rísi, einkum þó ef hann fengi í nefið. Svo sem fyrr er getið fæddist Hin- rik í Reykjavík. Þess minnist hann í kvæðinu „Týndur blettur", en í því er þetta: Rennur röðull fagur, roðar loft og sæinn, liðinn loks er dagur, lít eg yfir bæinn. Allt er breytt, sem unni æskan fyrrum bliða. Ber að sama brunni breyting lífs og tíða. Sé eg enn í anda — ei þá sjón burt hrek ég — bæ í brekku standa, bam þars fyrrum lék ég. Æskan arm mér rétti, alla sorg nam þagga. Þama á þessum bletti, þar stóð fyrr mín vagga. Einn ég er að leita æskustöðva minna, búið er að breyta, blettinn má ei finna, þar, sem leiki ljúfa lékum saklaus bömin ei finnst eftir þúfa, aðeins kæra tjömin. Æskan er nú þrotin, ýla fölnuð stráin, barnagullin brotin, blómin fögru dáin, brekkan burt er grafin, bær í rústir látinn, ergi og armóð vafinn einn hér stend ég grátinn. Annars staðar mlnnist hann einnig æskustöðva sinna og æskuvinar. Þar @r þetta: Margt var brallað bróðir böls ei þekktum dofa, vorum grannar góðir gerðum hús og kofa, áttum garða og grindur gert hjá bæarveggi hesta, kýr og kindur kjálka, hom og leggi. Oft það gleði olli, er við sigldum gnoðum eftir Ingólfspolli undir þöndum voðum. Duggur djúpið gistu — dó ei viljakraftur — dug ei drengir misstu duggur byggðu aftur. Þrátt með geði þekk-u þráða unun fundum ofan bratta brekku bruna á sleða stundum, eins og oft á skautum okkur renndum bömin eftir björtum brautum — blessuð Víkurtjömin. í „Fyrsta þorradagskveldi 1910“ kveður við annan tón: Hret er úti hart er í veðri, þýtur of freðna freragrundu mjöll og gnauðar mædd á skerj aldan háa við ísastrondu. Drjúpir sveit, dimmt er í skála, frostrósir ljóra fagurskreyta, svífur sól að sortabaki. Kalt er úti . í kaun að blása. Svo eru ennþá íslandsniðjar sæmdir orku sinna feðra. Funar í æðum fjör og þróttur, hreysti hugrekki og hetjuandi. Hinrik hélt fullum sálarkröftum og orti ljóð alveg fram á síðustu æviár: Hnigin sól að svölu Ránardjúpi sondir hinztu kveðju geisladrótt, reifar allt í roðagullnum hjúpi raddir hljóðna bráðum kemur nótt. Kom þú nótt og þjáðum, þreyttum færða þæga hvíld, og frið í skaut þeim ber kom þú nótt, með unað, endumærðu, allt sem þráir ró í faðmi þér. Ó. E. KONAN lá fyrir dauðanum og mað- urinn sat hjá henni. „Þegar eg er dáin“, stundin konan, „þá verðurðu að gifta þig aftur og ná þér í góða konu. Og eg er viss um að þú getur ekki fengið betri konu en hana Margrétu“. Það rumdi eitthvað í bóndanum fyrst, svo sagði hann: „Það getur verið, en eg hefi nú verið að hugsa um aðra“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.