Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 15
LE3EÓK MORGUNBLAÐSINS 27 Svam án hiks í hörðum spretti; hvergi fákur botnsins kenndi. Allt í kringum óðar sungu elfar bárur köldum rómi. Faxi beitti fjöri ungu frækinn móti Heljardómi. — Tvísýn var sú tröllaglíma tókust fangi líf og dauði — lúinn, eftir langan tíma, landi náði klárinn rauði. Blóðgir leggir bakkann nístu, brjóstið hófst af sárri mæði. Mánageislar makkann lýstu, en mélin tuggði Faxi af bræði. Þýtur í lofti þokusúgur þungur niður berst frá ánni. Drungalegur myrkramúgur markar spor á harðri gljánni. — Fram um ísa Faxi skeiðar, feykir mjöll á ljósar brautir. Uildir kveða blámar breiðar Bjarkamál um sigra og þrautir. BEYKI EITT af okkar ágætustu skáldum brá sér í þann ham að kveða lof um Dan- mörku og gæði þau og dásemdir er hún veitti bömum sínum. Meðal ann- ars sagði hann að þar væri „fagrir beykiskógar.“ En dönsku skógarnir hafa fleira til síns ágætis en fegurð- ina, því í þá sækja Danir mikið af nytjaviði. Það skal tekið fram, að sá er hér gerir dönsku skógana að umræðuefni, þekkir ekki útlit þeirra ,nema af af- spurn. Meðal danskra trjátegunda er sú, er Danir nefna „Rödbög“ og öim- ur „Hvidbög", eða á voru máli: rauð- beyki og hvítbeyki. (í orðabók Jónasar Jónassonar er þetta nefnt bæki eða rauðbæki og hvít- bæki. En hvort réttara er beyki eða bæki er hægt að deila um). En það vom nöfnin á þessum trjá- tegundum, sem hér áttu að vera merg- urinn málsins. Nafnið á hvítbeykinu hefir afbakazt í munni manna. Það hefir ýmist verið nefnt „bauja“ eða „hvítbauja." Og ekki hefir farið betur hvað snertir nafnið á rauðbeykinu. En það er oft nefnt „brenni". Verður nú reynt að greina frá, með hvaða hætti „brenni" V erhlaunakrossgátan í Jóla-Lesbók LAUSN Lárétt: 1. Bor — 4 ÍSÍ — 6 ýms — 9 kím — 11 áma — 13 él — 15 Madeira — 18 sæ — 19 Rut — 21 tízka — 22 kal — 23 Akab — 25 asi — 26 bull — 27 urra — 29 dark — 31 ferjutoll — 33 ós — 35 TÐ — 36 TL — 37 gó — 38 Nato- rúðstefna — 39 um — 40 næ — 41 nt — 42 ýr — 43 vangreitt — 45 Kína — 46 Raab — 48 mæra — 49 Leó — 51 rrrr — 53 íla — 54 meira — 56 fúa — 57 la — 58 fatlast — 60 af — 61 væn — 62 krá — 64 hér — 65 kné — 66 úði. Lóðrétt: 2 Ok — 3 rím — 5 Súezskurðar- dcilan — 6 ÍMA — 7 MA — 8 héra — 10 mat — 11 ára — 12 dæll — 14 luku — 16 Día — 17 Iki — 18 Salk — 20 tarf — 22 kurl — 24 Bretonana — 26 ballettar-— 28 arðræna — 29 dottn- ir — 30 bónus — 32 fóarn — 34 sam — 37 gný — 43 víra — 44 tarf — 45 kæla — 47 brúa — 48 míla — 49 let — 50 óra — 52 raft — 54 man — 55 ask — 58 fær — 59 trú — 61 vé — 63 áð. Maigar ráðningar bárust og flestar réttar. Þegar dregið var um verð- launin, komu upp þessi nöfn: 1. verðlaun, kr. 200,00: Sigríður Baldvinsdóttir, Barmahlið 21, Rvík. 2. verðlaun, kr. 100,00: Guðrún Árnadóttir, Víðimýri 4, Akureyri. 3. verðlaun, kr. 100,00: Skúli Jens- son, Vífilsstöðum. hefir orðið að nafni á viðartegund þcssari. Forfeður vorir í Noregi öfluðu sér eldiviðar í skógunum og nefndu hann skíð. Og enn í dag kveðum við svo að orði að eldurinn skíðlogi, þegar vel logar undir katlinum. Hvort Dan- ir hafi nokkru sinni nefnt eldivið sinn skíð, vitum við ekki, en lengi hafa þeir nefnt hann „Brænde" (brenni). Og út hingað fluttu Danir „Brænde". Þannig var það búið í hendur íslend- ingum, að trjábolirnir voru sagaðir yfir um þvert, í álnarlanga búta. Svo var hver bútur klofinn í tvo eða fleiri hluta, eftir því er henta þótti, svo meðfærilegri væri. Hvaða viðartegund var það, eo- svona meðferð hlaut? Þetta var nærri einvörðungu það, sem Danir kalla „Rödbög“ og mun hafa verið ódýr- asti viður þeirra og þeim útbærastur. Þessi eldiviður var seldur með öðr- um hætti, hér á landi, en annar viður. Hann var ekki seldur eftir máli, heldur var hann lagður á metaskálar, og verðið miðað við þyngdina. Um síðustu aldamót var verðið 3—4 aurar hvert pund. En þó verðið væri ekki hærra en þetta, þá var „brennið" eða „stykkjabrennið“ — eins og það oft var nefnt — lítið notað sem eldiviður hér á landi. Aftur á móti var þetta mikið notað sem efniviður til margs- konar smíða. Til dæmis notuðu tré- smiðir þetta allmikið í hefla og önn- ur verkfæri. Þá gerðu söðlasmiðir úr því virki í söðla og hnakka og margt fleira mætti telja. Þetta var óhrjálegur efniviður og úrgangssamur. En það sem ekki nýtt- ist hlaut sömu örlög og önnur arin- skersl, og kom þannig í góðar þarfir. Nú hefir „stykkjabrenni" ekki verið flutt til' lands vors svo áratugum skiptir og mætti því ætla, að „brenni“- nafnið væri aldauða. Ekki er þó því að heilsa. Það virðist ætla að verða lífseigt. En beyki er enn flutt til landsins. Það kemur í ýmsum smíðis- gripum og sem efniviður í eitt og annað. Það er því fremur óviðfeldið, þegar talað er um „brennistóla", „brenni- tunnur" og „brenniplanka" o. s. frv. En skáldið er kvað um beykiskóg- ana vissi hvað það söng. 4. okt. 1956. E. R.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.