Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Side 1
5. tbl. Sunnudagur 3. febrúar 1957 XXXII árg. Niðurlæging lióla A S.L. SUMRI var þess minnst, að þá voru liðin 850 ár síðan biskupsstóll var stofnaður á Hólum í Hjaltadal. — Báðir biskups- stólar landsins, í Skálholti og á Hólum, og menntaskólarnir, sem þar voru, lögðust niður vegna þess að húsakosti þeirra var ekki haldið við. Er hér reynt að bregða upp mynd af því hvernig um- horfs var á Hólum þegar þeir voru sviftir biskupsstóli og skóla. fjEGAR Gissur biskup ísleifsson hafði setið 23 vetur að Skál- holtsstóli, báðu Norðlendingar hann um, að annar biskupsstóll yrði settur í Norðurlandi. Þóttust þeir eiga langt að sækja og um örðugan veg í Skálholt, og enn- fremur töldu þeir það mæla með beiðni sinni, að sjaldan mundi þá biskupslaust í landinu, ef tveir væri biskupar. Þessa bæn veitti Gissur biskup Norðlendingum. En þá stóð á því hvar norðlenzki bisk- upinn skyldi sitja. Þá voru kirkjur og kirkjustaðir bændaeign, og þótt- ist enginn skyldur til þess að láta stað og kirkju af hendi við biskups- stólinn. í þann tíma var' sá prestur á Hólum í Hjaltadal, er Illugi Bjarnason hét. Bjó hann þar og voru Hólar föðurleifð hans. Hefir hann því verið kominn af Oxa Hjaltasyni, er fyrstur reisti kirkju á Hólum um 1050, en hann var sonur Hjalta þess, er dalurinn er við kenndur. Voru höfðingjar miklir í þeirri ætt og skörungar, eins og sést á frásögn Landnámu, að það erfi var ágætast á íslandi, er þeir Hjaltasynir erfðu föður sinn. „Þeir buðu öllum höfðingjum á íslandi og voru þar 1200 manna (1440) og voru allir virðingamenn með gjöfum brott leiddir“. Og enn •• segir Landnáma svo frá að þá er Hjaltasynir fóru að norðan til liðs við Odd Breiðfirðing og gengu á Þorskafjarðarþing, þá „voru þeir svo vel búnir, að menn hugðu að Æsir væri þar komnir“. Illugi prestur Bjarnason mun hafa erft nokkuð af skörungsskap forfeðra sinna því að nú bauð hann Hóla fyrir biskupssetur. „Hann einn varð til þess búinn af virðu- legum mönnum í Norðlendinga- fjórðungi, að rísa upp af sinni föð- urleifð fyrir guðs sakir og nauð- synja heilagrar kirkju, því að áður Hólar. (Eítir mynd í leröabok Eb. Hendersonsj.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.