Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Page 2
62 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS höfðu verið langar þæfur höfð- ingja á milli, hver upp skyldi rísa af sinni föðurleifð og staðfestu, og varð enginn til nema sá einn“. — (Bisk.) Var svo Jón biskup Ögmunds- son vígður til biskups 1106 og fluttist að Hólum. Var þar síðan biskupssetur til 1801, eða í hartnær 700 ár. Eigi er nú kunnugt hver húsa- kostur hefir verið á Hólum, þegar Jón biskup kom þangað,, en senni- lega svipaður og á öðrum bænda- býlum. Kirkja sú, er Oxi Hjalta- son lét reisa þar, og talin var mest kirkja á íslandi, blýþakin og vel búin innan og vandlega, var þar nú ekki lengur. „Hún brann upp með öllu skrúði sínu og leyndum dómi guðs“. Ekki er vitað hvenær þetta gerðist,enn önnur kirkja hafði ver- ið reist í stað hennar og stóð hún þegar Jón biskup kom að Hólum. En biskupi þótti hún svo lítilmót- leg, að hún gæti alls ekki verið domkirkja. Það var því eitt af fyrstu verkum hans að fá sér kirkjuvið í Noregi. Skipið, sem flutti viðinn, kom út á Eyrum (Eyrarbakka) og þar var farmi þess skipað á land. Fluttu Sunn- lendingar svo viðinn norður í Hvinverjadali við Kjalveg, en Norðlendingar drógu hann á sleð- um um veturinn heim að Hólum. Mimdu slíkt þykja erfiðir aðdrætt- ir nú á dögum. Síðan lét biskup brjóta niður gömlu kirkjuna og reisa þar mynd- arlega dómkirkju. Hefir þetta lík- lega gerzt á árunum 1107—1110. Var yfirsmiður þeirrar kirkju Þór- oddur Gamlason, er kallaður var rúnameistari. Síðan lét Jón biskup smíða þar skólahús vestur frá kirkjudyrum, mjög vandað. Til þess að stýra skólanum valdi hann Gísla Finns- son, merkan prest af Gautlandi og fekk honum til aðstoðar Rikinna prest, kapilán sinn, lærdómsmann mikinn. Hann var franskur, latínu- skáld gott og söngfróður. Með þessu hefst saga Hólaskóla. Hún varð að vísU gloppótt mjög í kaþólskum sið, og var það að kenna mismunandi biskupum. Um skóla er getið í tíð þessara biskupa: Guðmundar Arasonar 1218, Jör- undar Þorsteinssonar (1267— 1313), Auðuns rauða Þorbergsson- ar (1313—1321), Lárentius Kálfs- sonar (1323—1330), Égils Eyólfs- sonar (1331—1341), Péturs Niku- lássonar (1392—1402), Gottskálks Nikulássonar (1498—1520). En eng- inn skóli mun hafa verið þar á dögum Jóns biskups Arasonar. ----------------o--- Með nýrri dómkirkju og skóla kemur fyrst staðarsvipur á Hóla. En ekki hafa þeir allt í einu orðið að slíku höfuðbóli, sem þeir urðu síðar. Vöxtur staðarins hefir kom- ið smátt og smátt, eftir því sem auður biskupsstólsins jókst. Þó hafa þar verið komin mikil húsa- kynni á dögum Guðm. biskups Ara- sonar, eins og sézt á því, hve mik- ið flykktist þangað af fólki á þeim dögum. Var biskup hvað eftir ann- að rekinn af staðnum, vegna þess að þar var svo mikið fjölmenni, að til auðnar þótti horfa. Þegar Kol- beinn Tumason gerði aðför að staðnum 9. september 1208, yfir- gaf biskup staðinn og hafði „300 manna. Með honum voru 3 ábót- ar, 2 munkar, nær 4 tugum presta og margt klerka. Þar var og margt röskra manna, og sumt strákar og stafkarlar og göngukonur“. Af þessu er ljóst, að ærin hafa verið húsakynni á Hólum, þar sem slík- ur mannfjöldi er fyrir. En öll munu staðarhús þá hafa verið úr torfi, en sum með hálfstöfnum úr timbri, eins og sést á lýsingunni, þegar biskupsmenn gerðu aðför að Tuma Sighvatssyni: „Þeir vissu að Tumi svaf í biskupsbúri og báru eld sunnan að brjóstþilinu, en rjúfa norðan .... Eru þar allir upp dregnir, þeir er inni voru“. Nú hafa torfhús ekki enzt lengur á þeim dögum, en síðar varð, og hafa biskupar því alltaf verið að byggja upp staðinn, og sennilegt að húsum hafi farið fremur fjölg- andi. Og eflaust hefir verið þar mikill húsakostur á dögum Jóns biskups Arasonar, slíkt fjölmenni sem þá var þar jafnan. Og árið 1549 lét Jón biskup víggirða Hóla- stað, gera þar vegg og gröf, sem hann nefndi „slot“. Voru þangað fluttar fallbysáur og fleiri vopn, en aldrei þurfti til þeirra að taka. Jón biskup stofnaði og fyrstu ís- lenzku prentsmiðjuna á Hólum. -----------------o---- Árið 1552 bauð konungur Páli Hvítfeld, er þá var höfuðsmaður yfir íslandi, að koma hér á fót latínuskólum, sínum við hvorn biskupsstólinn, og skyldi setjast guðhræddur og vel lærður skóla- meistari við hvorn og heyrari. Þeg- ar Páll kom til íslands, setti hann með ráði biskupa og helztu manna skólaskipan sína. Var þar svo á- kveðið, að í hvorum skóla skyldu vera 24 nemendur. Tæpum tveimur öldum síðar (1743) kom svo tilskipun um latínuskóla á íslandi og í reglu- gerð fyrir skólana er ákveðið að skólahúsin skuli vera þessi: Ein lestrarstofa eða skóli í tveimur herbergjum, eða bekkjum, svefn- stofa rétt við skólann og svo stór, að allir skólapiltar fái rúm þar, kennarastofur, sín handa hverjum, þiljaðar með bekk, borði og rúmi; borðstofa svo stór, að allir piltar geti matazt þar, hvor bekkur við sitt borð, herbergi handa þeim- piltum, er veikjast kunna (sjúkra- stofa). Ef litið er nú yfir Hólastað um þessar mundir, mega menn ekki ætla að hann hafi verið neitt líkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.