Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 4
64 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tveimur undirstólpum, langbekk, og forbekk, konusæti dyramegin, en þilkistts yfir dyrunum, hurð fyr- ir sjálfu húsinu á járnum með kop- arhring, en fordyrið þiljað beggja vegna, tvennar dyr undir brík með hurðum á járnum, sem er gangur að kjallarabaðstofu — loft yfir einu stafgólfi með rúmstokkum tveim- ur, pallurinn með sínum umbún- aði, slám og skörum og á honum rúm með bríkum, við pallinn lít- ill skápur með læsingu, ein hurð á hjörum undir pallslá, stór gler- gluggi yfir háborði, annar yfir pall- inum innsettur í tré.“ Eins og sjá má á þessari lýsingu, hefir þetta hús einnig á sér norskan svip. Prestastofan (nr. 5) var með reisifjöl og langböndum yfir innsta stafgólfinu, en langsúð yfir hinum tveimur. Húsið var alþiljað með fjalagólfi, bríkum, rúmi og slám þar fyrir innan, hurð á járnum með litlum járnhring og einum gler- glugga. Auk þessa hafði staðar- prestur lítið hús, sem kallað var „studiumhús prestsins“. Stórastofa (nr. 12). Hún var 6 stafgólf „undir sillum og áfellum, bitum, sperrum og langböndum“. Þykir líklegast að þetta hafi verið hús það, er Jón biskup Arason lét byggja „þar sem ekkert hús hafði áður staðið“, og nefndi Sal. Þegar dómkirkjan á Hólum fauk á ofan- verðum dögum Guðbrands bisk- ups, var Salurinn, eða Stórastofa, gerð að kirkju og fóru guðsþjón- ustur þar fram þar til ný dóm- kirkja var risin. Ráðsmannsstofan (nr. 23), var með reisisúð og tveimur langbönd- um, standþili og bjórþili fyrir framan, hurð á járnum með hespu og keng, alþiljuð. Brytastofan (nr. 24) var þiljuð „á báðar síður, en með súðþili í rjáfri“. Prentsmiðjan (nr. 40) var alþilj- uð í hólf og gólf, með ofni, og afþiljað hús alþiljað í öðrum end- anum. Sjö glergluggar voru í hús- inu. Af þessu má sjá, að sum húsin hafa verið timburhús, en önnur þiljuð í hólf og gólf. Sum þeirra hafa verið reisuleg með lofti á bit- um. Hefir þá verið staðarlegt að líta heim að Hólum. Stundum var stærð bæa gefin í skyn með því að geta þess, hve margar hurðir þar væri á járnum, og sennilega hafa fleiri hurðir verið á járnum á Hólum en nokkrum öðrum stað á landinu, nema ef vera skyldi í Skálholti. Dómkirkjan er ekki með í þess- ari upptalningu. Fimm dómkirkj- ur hafa verið reistar þar: kirkja Jóns Ögmundssonar, kirkja Jör- undar Þorsteinssonar, kirkja Pét- urs Nikulássonar, kirkja Guð- brands Þorlákssonar og kirkja Gísla Magnússonar 1763, sú er enn stendur.. - o ■ ■ Niðurlægingarsaga Hóla hefst með því, að vanrækt er að halda staðarhúsunum við, svo að þau fara í niðurníðslu. Hefst sú saga löngu áður en biskupsstóllinn er lagður niður. Mætti það þó virðast einkennilegt, þar sem Hólastaður hafði ærnar tekjur. Hann átti t. d. 318 jarðir, sem hann tók landskuld af og leigur eftir kúgildi. Engum einum ráðsmanni verður þó kennt um hve illa fór, heldur stafar þetta af þeim harðindum, sem þá gengu yfir landið. Sömu söguna var einn- ig að segja frá Skálholti, þar var allt komið í niðurníðslu. Tvö dæmi sýna það ljósast hvernig komið var um viðhald húsanna á Hólum. í Ferðabók sinni getur Sveinn Pálsson þéss (1792), að húsakynni kennaranna sé al- gjörlega ósæmileg og að þrælar hafi oft betri vistarverur. Telur hann sennilegast að svo fari, að enginn fáist til að kenna við þenn- an skóla, þá er núverandi kennarar hafi misst þar heilsu sína, og ef til vill lífið. Og árið 1796 sóttu ail- ir kennarar skólans um Holt í Önundarfirði, þeir Páll Hjálmars- son skólameistari, Halldór Hjálm- arsson yfirkennari bróðir hans og Gísli Jónsson undirkennari, tengdasonur Halldórs. Eru um- sóknirnar allar skrifaðar sama daginn og gefa þeir hver öðrum meðmæli, en biskup öllum sín meðmæli, og bætir því við, að á þessu sjáist hvílíkt „sætabrauð“ það sé, að þjóna þessum Hólaskóla, „að ekki alleina konrektoris, held- ur líka þessi í sínum lærdómi og kennslu háttgrundaði og mikli maður (Páll), skuli sækja um svo langt burtliggjandi og örðugt prestakall“. Þetta hafa eflaust ver- ið saman tekin ráð þeirra kennar- anna, til þess að vekja athygli á því, að ekki mætti dragast lengur að skólinn fengi viðunandi húsa- kynni. Þegar Sigurður biskup Stefáns- son dó, var látin fara fram skoðun á prentsmiðjunni, og dæmdist þá að hún væri í svo mikilli niður- lægingu, að hún væri ekki starf- hæf, og húsakynni væri orðin al- veg óviðunandi. Var þá verið að prenta þar Vídalínspostillu, sein- ustu bókina, sem gefin var út á Hólum. Konungur skipaði svo fyr- ir 1799, að prentsmiðjan skyldi lögð niður og sameinuð Leirárgarða- prentsmiðju, en hús hennar á Hól- um skyldi seljast og andvirðið ganga til prentsmiðjunnar syðra. Þetta var fyrsta stóra áfallið fyrir Hóla. Vegna þess að hús prentsmiðjunnar hafði lent í nið- urníðslu,voru Norðlendingar nú að nýu sviftir prentsmiðjunni, er Björn biskup Þorleifsson hafði með miklum dugnaði keypt og sótt suð- ur að Hlíðarenda árið 1703. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.