Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 63 Rétt þykir að geta hér inna helztu manna á Hólum, eftir fráfall Sig- urðar biskups Stefánssonar. UM ÞORKEL ÓLAFSSON OFFICIALIS Hann var sonur Ólafs biskups Gíslasonar í Skálholti og lærði þar. Var hann góðum gáfum gæddur, hóglyndur en úrræðalítill. Árið 1757 var hann skipaður djákn að Þykkvabæarklaustri, en Þórður Thorlacíus, sem þá var klaustur- haldari, vildi ekki veita honum uppeldi af klaustrinu, því að sókn- in mátti þá kallast í eyði eftir Kötlugos. Var Þorkell þá á flæði- skeri staddur, en séra Högni á Breiðabólstað í Fljótshlíð skaut þá skjólshúsi yfir hann. í bréfi, sem séra Högni ritar Finni biskupi þá um veturinn, segir hann m. a. „Djákninn Þorkell vill nú framar spyrja um uppeldi sitt. Hann er mikið skikkanlegur og vel að sér, prýðandi sína köllun með lastvöru framferði og frómum kærleiks ein- faldleika. Mikið er vandfarið með soddan mann“, þar sem hann sé duglítill að sjá fyrir sjálfum sér. Finnur biskup tók hann þá fyrir skrifara og gaf honum þann vitn- isburð, að hann væri „mikið þæg- ur og skikkanlegur maður“, og sé ekkert að setja út á hann í lær- dómi og lifnaði. Árið 1761 sigldi Þorkell til há- skólans og lauk þar guðfræðiprófi með 3. einkunn 1764. Kom hann svo heim „og tók þá biskupsfrú Guðríður Gísladóttir hann til sín af sinni óþreytandi dyggð og manngæzku og gaf honum föt og fæði þangatf til hann vígðist til Hvalsness 1766. En þennan tíma var hann annars kallaður skrifari biskupsins. Hvalsnes helt hann í fjögur ár og átti heima í Sandgerði. En 1770 kallaði Gísli biskup hann til dóm- kirkjuprests á Hólum, og kvaðst gera það vegna hans fróma sáluga föður. Fjórum árum seinna kvænt- ist Þorkell Ingigerði dóttur Sveins lögmanns Sölvasonar, og þá var þetta orkt: Séra Þorkell sér við hlið setur Ingigerði, hann á betra heldur en við, honum gott af verði. En ekki urðu langar samfarir þeirra, því að árið eftir andaðist hún af barnsförum. Hún ól son, sem lifði og hét hann Sölvi og varð seinna prestur í Hofstaða- þingum. Séra Þorkell mun brátt hafa unnið sér álit, því að þegar Jón Teitsson biskup fell frá, kom það til orða að Þorkell yrði biskup. Árið 1785 skipaði Árni biskup hann prófast í Hegranesþingi og fekk honum um leið ráðsmennsku Hóla- staðar og umsjón með skólahald- inu. Að Árna biskupi látnum tók Vigfús Scheving sýslumaður við umsjón skólans, en fól séra Þor- keli* að hafa hana á höndum fyrir sig og fór svo fram til 1791. Arni biskup andaðist 1787 og var séra Þorkell þá skipaður officialis og gegndi biskupsembætti í tvö ár. Og að Sigurði Stefánssyni biskup látnum, var honum aftur falið að gegna biskupsembætti. Hann hafði þá verið á Hólum í tíð fjögurra biskupa. Var hann nú kominn á sjötugsaldur og allmjög farinn að hneigjast til drykkjuskapar. UM PÁL SKÓLAMEISTARA Hann var sonur Hjálmars lög- réttumanns Erlendssonar, er sein- ast var á Keldum í Mosfellssveit. Nam hann í Hólaskóla og varð stúdent 1777. Gerðist hann þá skrifari hjá Ólafi Stefánssyni amt- manni, en sigldi til háskólans 1782. Þar lauk hann embættisprófi í mál- fræði með 1. einkunn 1786, og var þá kvaddur til skólameistara á Hólum, því að Hálfdán Einarsson meistari var þá látinn. Páll þótt- ist eigi nógu vel undir það starf búinn og fekk leyfi til þess að mennta sig betur. Tók hann þá að lesa guðfræði og lauk embættis- í henni 1789. Kom svo sama ár til landsins og tók við skólanum. Páll var bráðgáfaður maður og prýðilega að sér, hafði og mikla hæfileika til að stjórna, enda varð skólinn nú glæsilegri menntastofn- un heldur en hann hafði nokkuru sinni áður verið. Má um það vísa til umsagnar Sveins læknis Páls- sonar. Hann segir (1792) að kennslan í skólanum hafi batnað svo undir stjórn Páls, að þeir, sem útskrifuðust þaðan áður en hann tók við, geti varla fengizt til að trúa því. Auk þess hafi siðprýði pilta fleygt stórum fram. Skólinn hafi nú svo mikið álit á sér, að fjöldi pilta úr Skálholtsstifti sæki um að komast þangað. — Skólinn varpaði ljóma á Hólastað á þeim árum, en þetta var eins og ljós, sem blossar skærast upp rétt áður en það fellur sem skar. Þessir tveir menn, Þorkell offici- alis og Páll skólameistari, voru helztu mennirnir á Hólum þegar Sigurður biskup fell frá. En telja má einnig Halldór konrektor bróð- ur Páls. Hann bjó í Hofstaðaseli og um hann segir Sveinn Pálsson, að hann hafi verið fróður og lærð- ari en nokkur geti ímyndað sér um mann, sem aldrei hafi komið út fyrir landsteiriana. Þá má og nefna Gísla prokonrektor Jónsson Teits- sonar biskups, gáfaðan mann og vel að sér í íslenzkum fræðum. Hann var tengdasonur Halldórs og bjó með honum í Hofstaðaseli. -----------------o---- Þegar hér var komið, var frægð- arsögu Skálholts lokið. Skólinn var kominn til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum (Hólavallaskóli 1786), og þegar Hannes biskup

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.