Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Qupperneq 6
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Finnsson andaðist 1796, fluttist biskupsstóllinn einnig til Reykja- víkur. Og nú var röðin komin að Hól- um. Veturinn 1799—1800 voru þeir staddir í Kaupmannahöfn Magnús lögmaður Stephensen, Stefán amt- maður Þórarinsson og Vibe amt- maður. Kvaddi þá stjórnin þá í nefnd, ásamt Grími Thorkelín leyndarskjalaverði að gera tillögur um biskupsembættið á Hólum og skólamál landsins. Nefndarmönn- um kom öllum saman um eitt, að skóli og biskupsstóll gæti ekki ver- ið lengur á Hólum. Hefir ástæðan til þess auðvitað verið sú, að húsa- kynni hafi verið talin óhæf. Grím- ur Thorkelín og Stefán amtmaður vildu flytja skóla- og biskupssetur til Akureyrar. En Magnús Steph- ensen og Vibe amtmaður vildu leggja biskupsdæmið niður og sam- eina Hólaskóla og Hólavallaskóla. Sú tillaga fell stjórninni ágætlega í geð. Og með konungsbréfi 2. okt. 1801 var Hólastóll lagður niður og svo fyrir mælt, að allar fasteignir hans skyldi seljast. Þá brauzt Páll Hjálmarsson skólameistari í því að sigla til Kaupmannahafnar og ætlaði að reyna að koma í veg fyrir, að skól- inn yrði lagður niður. En honum varð ekkert ágengt. Hólar voru seldir á uppboði í Viðvík 7. ágúst 1802. Þau Páll skólameistari og Guðríður biskups- ekkja buðu þá 2000 rdl. í jörðina og staðinn, en Stefáni amtmanni þótti það of lágt verð. Hann bauð 2010 rdl. og hreppti hnossið. Segir Espólín að hann muni hafa ætlað staðinn konu sinni, ef hún lifði sér lengur. En er frá leið, iðraðist hann þessa og seldi þeim Páli skólameistara og Gísla Jónssyni prokonrektor jörðina fyrir sama verð og hann hafði keypt. Fluttist Gísli þá að Hólum og bjuggu þeir Páll þar saman við lítið samlyndi fram til ársins 1814, að Páll fekk Stað á Reykjanesi. Hafði hann haldið skólameistaralaunum fram að því. Ekki er talið að þeim hafi bún- ast vel á Hólum. Urðu þeir á fátt sáttir nema það, að rífa staðarhús- in og selja viðinn úr þeim. Var þá mikil trjáviðarekla í landinu og gátu þeir selt viðuna með upp- sprengdu verði. Hvarf þá hvert húsið af öðru og seinast rifu þeir ina miklu og merkilegu Auðunar- stofu, er þá var nær 500 ára göml- ul, en stæðileg vel, og hefði ef- laust getað staðið enn ef miðað er við hvað slík hús hafa enzt vel í Noregi. Viðurinn úr stofunni var enn ágætur og seldu þeir „engan stokk minna en 3 rdl. og eftir því var önnur viðarsala þeirra, því þeir rúðu mjög Hóla, og búnað- ist ei að heldur .... Gerðist nú alleyðilegt á Hólum“, segir Espó- lín. ---o---- Þorkell Ólafsson hafði nú verið þarna lengst allra embættismanna, en með niðurlægingu Hóla hefst niðurlægingarsaga hans. Ekki hafði honum græðst fé á sinni löngu embættistíð. Árið 1800 var hann krafinn reikninga kirkjunn- ar fyrir árin 1784—1799, því að grunur lék á að hann skuldaði kirkjunni. Var þá jafnframt at- hugað hverjar eignir hans væri og reyndust þær þessar: 1 kýr, 2 hestar, 11 ær og fátæklegur nauð- synlegasti klæðnaður. Skuldin við kirkjuna reyndist 179 rdl., en ekki þótti fært að taka neitt af honum. Árið 1803 skrifar Geir biskup amtmanni og segist engar skýrsl- ur fá frá séra Þorkeli, hvernig sem hann leiti eftir, ekki einu sinni manntalsskýrslur. Jafnframt skrif- ar hann séra Þorkeli vinsamlegt bréf og ráðleggur honum að segja af sér prófastsembættinu, áður en það verði tekið af honum með van- sæmd; kveðst biskup vorkenna honum veikleika hans (drykkju- skapinn), er muni valda því að hann standi ekki í stöðu sinni. Þor- kell varð ekki við þessu, og svifti biskup hann þá prófastsembætti og fekk það í hendur séra Pétri í Miklabæ. Nú hafði séra Þorkell engar tekjur nema fyrir prestsembættið, en það voru 12—16 rdl. Var hann þá á framfæri þeirra Gísla og Páls „fyrir tekjur sínar, hafði hann drukkið, og þó ekki nema einn sér í húsi, og var félaus með öllu, en þeir heldu hann lítt, og var helzt orð á því gert í húsi Gísla, en aldrei heyrðist þó á honum í einu orði eða atviki; svo var hann jafn- lyndur" (Espólín). Fór nú svo fram um hríð. En haustið 1815 kærði amtmaður fyrir biskupi að Þorkell prestur van- rækti embætti sitt. Segir biskup að við athugun hafi komið í ljós, að of mikið sé satt í kærunni „að karlskepnan ekki hefir prédikað á vetrum þegar kalt hefir verið, ekki farið í húsvitjun og sjaldan spurt börn í kirkju. En undir eins upp- lýstist, að hann er hestlaus, reið- tygjalaus og klæðlaus. Nú sé eg það eina til ráða að hann resigneri og þá liggur ekkert annað fyrir hon um nema sveit hans á Suðurnesj- um. Guð náði Rentukammer fyrir meðferðina á honum. Það svifti hann við Hólastólssölu ei alleina þeim hinum tillögðu launum, held- ur húsi, ljósi, þjónustu m. a., sem hann áður hafði frítt“. Biskup getur þess að hann hafi gert margar tilraunir að kippa þessu í lag, og enn einu sinni ritar hann nú kansellí alvarlega beiðni um að veita Þorkeli styrk. Getur hann þess hve hart Þorkell hafi verið leikinn eftir 49 ára prest- þjónustu (þar af 45 ár stiftprófast- ur og tvívegis officialis). Væri það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.