Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 8
88 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frjálsir Indíánar í Florida HÖFUNDUR þessarar greinar, Louis Capron í West Palm Beach í Florida hefir um nær 30 ára skeið verið vinur Seminole Indíánanna í Florida og er manna kunnastur háttum þeirra og siðum. „Se-mi-no- lee“ þýðir á Indíánamáli „villtur" og „Este seminolee" þýðir villimað- ur, Nafnið þýðir því í raun og veru villtir Indíánar. Það á við að því leyti, að þessir Indíánar unnu sigur í sjálfstæðisbaráttu sinni og hafa aldrei gert neina samninga við stjómina um uppgjöf, eins og aðrir Indíánar. Þeir telja sig enn frjálsa og óháða landslögum hvítra manna. pYRIR 200 árum var ekki til 1 neinn þjóðflokkur Indíána, er nefndist Seminole. Þessir Indíánar eru afkomendur Creeks-Indíána og nokkurra annarra þjóðflokka, sem voru þeim skyldir. Þeir flýðu und- an landnemunum í Georgía og Suð- ur-Karolinaríki og heldu inn í Florida, sem þá var eign Spán- verja. Seminolar eru frjálsir og Banda- ríkjastjóm hefir ekki gert neina samninga við þá síðan þeir flýðu inn í fenjaflóana Everglades og Big Cypress Svamp í Suður Florida fyrir rúmum hundrað árum. Þeir eru nú ekki nema 975 alls, en þarna hafa þeir lifað einangraðir og út af fyrir sig fram að þessu. Þeir skiptast í rauninni í tvo flokka, sem tala sitt tungumálið hvor. Um þriðjungur þeirra skilur nokkurn veginn ensku. Yfirvöldin hafa fengið þeim þrjá landskika til umráða. Einn þessara landskika er lang minnstur og ekki nema svo sem % úr fermílu. Hann er hjá Dania, skammt frá vestur- var og er sannmæli, því ennþá er hún gjöful blessunin, þó þörfin virðist minni nú en áður, og nytjar hennar því látnar eiga sig, þegar annað fljót- teknara er í boði. En sannmælið mun haldast; hún er og mun verða gjöful mjólkurkýr okkur Skagfirðingum. Björn í Bæ. ströndinni, nokkuð fyrir norðan Miami. Annar landskikinn er norð- vestur af vatninu Cheekobee og er kenndur við Brighton; hann er um 10 mílur á hvern veg. Stærsta landsvæðið er inni í Big Cypress flóanum og er um 240 fermílur enskar að flatarmáli. Á Brighton frísvæðinu búa svo- nefndir Creek Seminolar og tala mál Creek Indíána. Þeir eru um 300 alls og lifa á því að vinna fyrir bændur í nágrenninu. Á hinum frí- svæðunum búa Mikasuki Seminol- ar. Þeir tala gjörólíkt tungumál. Þeir lifa mikið á handíðum. Kon- urnar búa til brúður og festar til að selja, en karlmennirnir tálga ýmsa minjagripi, svo sem eintrján- inga, spæni og fugla. Þeir hafa og nokkra jarðyrkju, veiða dýr og fiska og fylgja hvítum mönnum á veiðiferðum. Þeir veiða mikið af froskum, enda eru froskalappir mjög eftirsóttur matur í Miami. Sumir vinna á bensínstöðvum, eða eru bílstjórar, en aðrir vinna að uppskeru með bændum, eða gerast kúahirðar og þykja manna sam- vizkusamastir og öruggastir í þeirri grein. FRELSISBARÁXTAN Fyrsta Seminola-stríðið, var ekki stríð í þess orðs merkingu. Andrew Jackson var látinn gera innrás í Florida vegna þess að Indíánar og Spánverjar höfðu gert Bandaríkj- unum ýmsar skráveifur. Það var árið 1818. Þá voru mörg þorp Semi-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.