Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS »9 OcORT.M, •4 ■ : ' ; vmtfmy ú ' ^ ■;■■ : S; .: •■ V ; SýfetS? P°r má sjá hvar frísvæði Indíána eru nola lögð í auðn. En svo var það árið eftir, að Bandaríkin keyptu Florida af Spánverjum fyrir 5 niilljónir dollara. Seinna stríðið, ið „mikla“ Semi- nola stríð, var öðru vísi. Það stóð frá 1835 til 1842 og kostaði Banda- ríkin um 3000 mannslíf og 30 milljónir dollara í peningum. Tóku þátt i því flestar hersveitir úr fasta hernum, auk sjóliða og sjálfboða- liða. Til varnar voru aðeins um 1000 Indíánar. Margt kom einkennilegt fyrir í þessu stríði. Haustið 1836 hóf Thomas A. Jesup hershöfðingi mikla sókn og hafði honum tekizt að fella fjóra hermenn Indíána og taka höndum tæplega hundrað % konur, börn og svarta strokuþræla Það var lélegur árangur eftir þriggja mánaða hernað 8000 manna liðs! Þá reyndi hann að komast að samningum við Indíána um að þeir yrði fluttir vestur á bóginn. Flestir Indíánanna samþykktu að fara til Oklahoma og jafnframt gaf Jesup loforð um að svartir stroku- þrælar mætti fara með þeim þang- að. En svertingjar sem struku, höfðu oft leitað hælis hjá Indíán- um og var þar vel tekið. Svo söfn- uðust Indíánar saman í Port Brooke í Tampa og þaðan skyldi þeir fluttir með skipum. En Jesup gugnaði undan kröfum þrælaeig- enda, þeir heimtuðu sína þræla. Um nóttina hurfu allir Indíánarn- ir og svertingjarnir, og skipin sem lágu í Tampa flóa urðu að fara þaðan mannlaus. Stríðið brauzt út að nýu, lognað- ist út af og brauzt svo enn út. Með svikum og prettum tókst að hand- taka rúmlega þúsund Indíána og voru þeir fluttir vestur á bóginn. Voru þá ekki nema um 300 eftir, en þeir földust í fenjamýrunum. Þá gafst stjórnin upp og lét þá eiga sig. Svo kom þriðja stríðið, venjulega nefnt „Billy Bowlegs stríð“, eftir höfðingja Indíána. Hann var karl í krapinu, en hafði nú sezt að inni í fenjaflóunum og gert sér þar banana-aldingarð. í desembermán- uði 1855 slógu nokkrir eftirlits- menn hersins tjaldbúðum skammt þaðan. Þeim kom saman um að hrekkja Billy gamla og vita hvern- ig honum yrði við. Skemmdu þeir þá garð hans og tróðu niður ban- anatrén. Hann kom til tjaldbúð- anna að mótmæla þessu en þeir gerðu ekki annað en hlæa að hon- um. Þá um nóttina safnaði Bill liði og réðist á tjaldbúðirnar fyrir dag. Foringinn særðist og margir menn hans. Um næstu tvö ár voru sífelldar árásir af beggja hálfu. Voru marg- ir menn drepnir og herverk fram- in. Seinast sáu hvítir menn sitt óvænna. Þá sömdu þeir frið við Bill með þeim skilmálum, að hann skyldi fá 6500 dollara skaðabætur í sinn hlut, fjórir aðrir höfðingjar skyldu fá 1000 dollara hver, og auk þess skyldi hverjum karlmanni Seminola greiddir 500 dollarar en hverri konu og barni 100 dollarar. Síðan voru 164 Indíánar fluttir vestur á bóginn, en eftir urðu um 150, og nú eru afkomendur þeirra 975, eins og áður er sagt. Nú er öllu stríði lokið og Indíá ar eru farnir að breytast. Þjó laáiáaakoaa með bara sUt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.