Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 10
70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hættir þeirra, siðir og venjur gleymast smám saman eftir því sem áhrifa gætir meir af sambúð við hvíta menn. Gamla fólkið heldur þó fast við sitt. Hjá þeim lifir enn hatur á hvítum mönnum. Minnist eg þá sérstaklega gamallar konu, sem var tengdamóðir eins töframanns- ins. Hún var elzta konan í sínum ættbálki og samkvæmt reglum þeirra átti hún að ráða nöfnum á öllum börnum sem fæddust þar. Hún valdi nöfnin þannig, að þau minntu öll á einhvern atburð í Seminola-stríðinu, og það gerði hún til þess að fólk gleymdi því aldrei hvernig þá var farið með Indíána. Annars er orðin gjörbreyting á öllum lifnaðarháttum Indíána. Þeir urðu að breyta mörgu þegar þeir fluttust inn í fenjaflóana. Þar gátu þeir ekki komið hestunum sínum við og urðu að taka upp ný íarar- tæki, eintrjánungana. Nú sjást varla eintrjánungsbátar þar. Önn- ur farartæki eru komin í staðinn. Það er miklu auðveldara að stýra Fordbíl, heldur en búa til góðan eintrjánung úr cyprus-stofni. Er nú svo komið, að þar er aðeins einn gamall maður, sem kann að smíða eintrjánungsbát. Hann var 90 ára gamall þegar hann var fenginn til þess að smíða einn bát enn. Hjá Lard Can Strand hafði stórt cypr- ustré fallið. Það var dregið heim til hans, og hann tók til við smíð- ina. Nú er þessi bátur geymdur í Smitsonian Indstitution, sem æv- arandi sýnishom af því hvemig Seminolar kunnu einu sinni að smíða báta. Tækni hvítra manna hefir borizt til Indíána. Nú eiga þeir sauma- vélar, grammófóna og bíla. En til dæmis um, að ekki er allt til bóta, má geta þessa: Á stórhátíð sinni, sem seinna verður frá sagt, not- uðu þeir hringlur, sem gerðar voru úr skjaldbökuskeljum. Konurnar báru 12 eða 16 slfkar skeljar á hvorum fæti og þegar þær hreyfðu sig glumdi þægilega í skeljunum. En hvað haldið þið að sé komið í staðinn? Tómar mjólkurdósir! Það glymur að vísu hærra í þeim, en ekki er sá hljómur fallegur. STJÓRNHÆTTIR Hjá Indíánum er kvenleggurinn göfugri en karlleggurinn. Þess vegna er kona stjórnandi hvers ættbálks sú sem er elzt. Enginn má taka sér maka innan síns ætt- bálks, en bóndinn verður að flytja til konunnar. Á heimili þeirra eru svo allar ógefnar dætur og ein- hleypir synir, og ennfremur gift- ar dætur, ásamt mönnum sínum og börnum. Giftist sonur, verður hann að flytjast til tengdamóður sinn- ar. Börn teljast til ættbálks móð- ur sinnar. Hjá Creek Seminolum eru ættbálkarnir fimm, en tíu hjá Mikasuki. Micanopy, eða höfuðsmaður, stjórnaði kynþættinum í stríðinu. En höfuðsmaður er þar enginn nema þegar svo stendur á, að ein- hver verður að stjóma öllum, svo að eining haldist. Og síðan í stríð- inu hafa öldungar hvers ættbálks stjórnað. Annars er til ráðgjafa- nefnd, skipuð manni frá hverju frísvæði til þess að fara með öll mál gagnvart Bandaríkjastjórn. í þessari nefnd eiga kristnir Indíán- ar sæti, vegna þess að þeir mega ekki koma nærri hinum fomu helgisiða athöfnum. Gömlu menn- irnir vilja alls ekki taka neitt mark á þessari nefnd, því að þeir tortryggja stjórnina alltaf. Þeir halda því fram, að Seminolar hafi aldrei gefizt upp, aldrei gert neinn samning við hvíta menn síðan stríðinu lauk, og þess vegna sé þeir frjáls þjóð og eigi að ráða óskor- að yfir þeim löndum, sem stjórn- in fekk þeim í stað þeirra landa, sem hún hafði af þeim tekið. Þeir eiga sitt eigið þing og sína eigin stjómarskrá, sem þeir hafa fært í letur. Frá þeirra sjónarmiði er löghlýðni skylda, sem menn verða að inna af höndum fyrir þau fríðindi að fá að vera þegn þjóð- félagsins. Sá sem brýtur lögin er að gera sjálfum sér bölvun, og get- ur því ekki verið með réttu ráði. Geri hann öðrum eitthvert mein, er hann dæmdur útlægur og má ekki taka neinn þátt í helgihaldi þjóðarinnar. En hann getur þó fengið uppreist ef hann gengur sjálfviljuglega á hönd töframann- inum og lætur hann hreinsa sig. TÖFRAMAÐUR ER HÆSTRÁÐANDI Það var kvöld. Eg stóð 1 skógar- jaðri og hallaðist upp að pálmatré. Fyrir framan mig voru nokkrir geltandi hundar, en utan úr myrkr- inu heyrði eg gjallandi köll Indí- ána. Alllangt í burtu logaði bál og umhverfis það mátti líta skugg- ana af dansandi fólki. Skammt frá mér stóðu tjaldbúðir tveggja ætt- bálka og þar glytti enn í glæður þar sem þeir höfðu verið að elda mat. Ljósker var í öðru tjaldinu og gömul kona var eitthvað að bjástra þar. Eg var staddur hjá Creek Indíán- um og hafði komið þangað lang- an og torsóttan veg. Beið eg nú eftir leyfi töframannsins til þess að fá að horfa á uppskeruhátíðina, sem þeir kalla Grænkorns dans- inn. „Þú skalt bíða héma“, hafði Sam Tommy sagt við mig þegar við komum að rjóðrinu. „Eg kem bráð- um aftur“. Mikil leynd hvílir yfir helgiat- höfnum Seminola, og ýmsar sögur ganga um að illa hafi farið fyrir hvítum mönnum, sem reyndu að stelast þangað. Vegna þess að marg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.