Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 71 Níræði bátasmiðurinn -ir Indíánar voru vinir mínir, hafði eg þegar fengið hálfgildings leyfi, en mér var þó ljóst að illa mundi fara fyrir mér ef einhver ókunn- ugur rækist á mig þarna. Að lokum gáfust hundarnir upp á því að gelta að mér, og í því kom Sam Tommy aftur. „Allt í lagi“, sagði hann. „Þú mátt koma, en þú verður að fara í einu og öllu eftir því sem töfra- maðurinn segir þér.“ Rétt á eftir sat eg á trjábol fyrir framan töframanninn og hlustaði á hvað eg mætti gera og hvað eg mætti ekki gera, hvar eg mætti vera og hvar eg mætti ekki vera. Honum var umhugað um að eg truflaði ekki launhelgar þeirra. Þetta var árið 1930, og þá voru allar reglur þeirra strangari en nú er og þeir tortryggnari í garð hvítra manna. Síðan hefi eg oft komið á þessa hátíð. FRÁ HÁTÍÐINNI Hátíðin fer fram á þeim afvikn- asta stað, sem töframaðurinn get- ur fundið. Hún hefst með nýu tungli, annað hvort seinast í júní eða fyrst í júlí, en þá byrjar korn- io að þroskast. Stendur svo hátíð- in í fimm daga. Ef einhver Indíáni getur ekki komið á tvær hátíðar í röð, missir hann þegar réttindi sín nema því aðeins að hann gangi undir sérstaka siði hjá töframann- inum. Markaður er hringur, um 40 fet í þvermál, og í honum miðjum logar bál. Að vestanverðu við þennan hring er „choka thlakko“, eða stóra húsið, þar sem karlmenn- irnir halda til. Þangað má engin kona koma. Fyrstu tvo dagana er tekið til á svæðinu og menn ganga á milli kunningjanna. Síðdegis er svo knattleikur. Er þar reistur upp 30 feta hár staur og er listin að hæfa hann með skinnknetti. Þegar rökkvar, safnast fólk saman um- hverfis bálið og dansar gleðidansa, svo sem krókódíladans og stein- bítadans, og gengur svo til nátt- mála. Þriðja daginn er átveizla. Töfra- maðurinn kemur með tvö naut, slátrar þeim og útbýtir kjötinu. Konurnar eru allan daginn við matreiðslu og bera soðið kjöt til stóra hússins. Og allan daginn virðast mennirnir sitja að snæðingi — þeir eru að búa sig undir 30 klukkustunda föstu, sem hefst um miðnætti. Næsti dagur er ráðstefnudagur. Þá má enginn óviðkomandi vera við. Þetta er eini dagur ársins þeg- ar allir fá að horfa á töfraskjóð- una. Erfitt er að lýsa henni. Þetta er belgur af dýri og í honum eru geymdir 600—700 hlutir — svo sem hornbrot, steinar og þess háttar — mjög hversdagslegir og ómerkileg- ir hlutir á að líta, en hafa fólginn í sér töfrakraft að áliti Indíána. Hver hlutur er geymdur í ofur- litlum skinnpung, en öllum er þeim svo raðað í belginn. Indíánar trúa því að guðimir hafi gefið sér þessi töfur, og þar sé allt sem þeim getur til góðs orðið. í þeirra augum er hver gripur lifandi og gæddur sérstök- um krafti. Og til þess að halda þeim lifandi og stuðla að velferð manna, er Korndansinn haldinn. Sam Jones, töframaður Creek Indí- ána, sagði mér, að ef Korndansinn færi ekki fram í þrjú eða fjögur ár, þá mundu allir gripirnir deya, og þá væri úti um Indíána. Margt af þessu eru verndargrip- ir í stríði. José Billy, fyrrverandi töframaður hjá Cypress Indíánum, sagði mér svo frá „Þegar regnið kemur, þá kemur elding og hittir tré og þyrlast nið- ur eftir því. Indíánar grafa hana upp. Það er hvítur steinn og gegn- sær og hann er kallaður þrumu- fleygur“. „Hvaða gagn gerir hann?“ spurði eg- „Hann er notaður í stríði. Þeir sem hafa hann fara út í fenin, hvítir menn geta ekki komið á eft- ir, sjá þá ekki, vita ekki að þeir eru þar“. Og svo er það sem Indíánar kalla brot af vinstra horni á furðu- snák. Þeir segja að hægra hornið hefði verið betra, því fylgi meiri kraftur, en Indínáar gátu ekki náð í það. Með því að halda þessu í lófa sér og syngja, seiddu gamlir veiðimenn að sér veiðidýr. En nú er þessi hlutur dauður. TÖFRABELGURINN Á ráðstefnudaginn fer töframað- urinn snemma í bað og syngur morgunbæn sína. Síðan gengur hann beint í austur, þangað til hann hverfur. Þegar hann kemur aftur, er hann með töfrabelginn meðferðis. Á danssvæðinu opnar hann belginn, tínir hann alla pungana upp úr, skoðar í þá, bind- fyrir þá aftur, eða lætur einhvem hlut í nýan pung. Þegar hann hefir athugað allt hengir hann belginn upp á 10 feta háan staur, sem er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.