Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Síða 1
6. tbl. Sunnudagur 10. febrúar 1957 XXXII árg. Theodór Gunnlaugsson, Bjarmalandi: „Þetta voru miklar blessaðar trúr" A Ð E R 21. ágúst 1956. Eg er snemma á fótum. í gær var þurrkur, talsverð flæsa, en rigndi svo síðdegis. í morgun kom demba. En nú er að létta til, og sólin skín heitt. Það ætlar að verða brakandi þurrkur í dag. Það væri mikil blessun, og þá skal nú verða kvik- að! Eg hefi verið að slá upp mótum að fjárhússtafni. Mig vantar nokkrar fjalir og geng heim á hlað að sækja þær. En hvað er nú þetta? Þarna kemur bíll úr Forvöð- um, rennir heim í hlað og stað- næmist rétt aftan við mig. Lítill fólksbíll, dokkur. Við stýrið situr frú, önnur við hliðina á henni og sú þriðja í aftursæti. Fullur bíll af frúm! Og hér stend eg með fangið fullt af hafurtaski, húfu- pottiokið löðrandi í sementi og há- rauðri málningu og andlitið víst eins — ekki vel undir það búinn að taka á móti góðum gestum. En hver verður að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Eg fleygi spýtunum og sný mér að bílnum. „Góðan daginn!“ „Góðan daginn! Það er nýtt að sjá eintómar frúr á ferð hér. Og þið hafið gist í Forvöðum?" „Já, þar var dásamlegt að vera. Við erum allar í sjöunda himni“. „Það er gott', en fenguð þið ekki fallega dembu í morgun?" „Nei, það rigndi lítið, og þá vor- um við í tjaldinu. Svo létti til og gerði glansandi, brennandi sól- skin. Það eru yndislegir staðir þama norðan og austan við Víga- bjargið. Þar mundu margir kjósa að gista“. „Satt er það, — en hvaðan eruð þið, með leyfi að spyrja?“ „Tvær úr Reykjavík og ein af Húsavík.“ „Og hafið þið farið víða?“ „Já, komum í gær austan af Héraði. Fengum dásamlegt veður og töfrandi fjallasýn frá Möðru- 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.