Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 81 voru gerðir af hinum sama skap- ara, og þess vegna var eðlilegt að álykta, að flest væri svipað með þeim. Ef ósýnilegur andi bjó í hin- um sýnilega líkama, þá var eðlilegt að álykta að í hinum sýnilega al- heimi byggi einnig ósýnilegur andi. En síðan á dögum Galileo hefir mannkynið smám saman horfið frá þessu sjónarmiði. Vísindin hafa tekið upp þá skaðræðisstefnu að hugsa aðeins um hinn efnislega heim. Menn hafa fundið upp æ nákvæmari vísindaleg áhöld, stjörnusjár sem draga lengra út í heimingeiminn og smásjár sem hafa seilzt æ lengra irm í öreinda- heiminn. Satt er það, að maðurinn hefir aukið þekkingu sína á efnisheim- inum alveg stórkostlega. Hann hef- ir seilzt óraleiðir aftur í rúm og tíma, opnað ókunna himingeima, mælt, vegið og efnagreint. „Frum- eindina“, sem var minnst eind á æskuárum þeirra, sem nú eru rosknir, hefir hann mulið niður í „atóm“, og atómin hefir hann svo aftur mulið niður í nevtrónur og rafeindir. Ekki verður því neitað, að mikið af þeirri þekkingu, er vísindin hafa aflað, hefir haft stórkostlega hag- nýta þýðingu. Sífelldar rannsókn- ir á líkama mannsins hafa t. d. orð- ið til þess að skurðlæknislistinni hefir fleygt fram og greining ótal efna hefir orðið til þess að fram hafa komið ótal ný meðul. Vér getum leikið oss að efninu á þann hátt er forfeður vora hafði alls ekki dreymt um að unnt væri. Á einum marmsaldri hafa vísinda- legar uppgötvanir gjörbreytt svip menningarinnar, og þessi breyting verður æ stórstígari og hraðari. Á hinn bóginn verður að viður- kenna, að aukin þekking á efnis- heiminum hefir leitt til skelfilegra atburða, og er þó enn hræðilegra í vændum. Púðrið, þrúðtundrið, ræktun sýkla til hernaðarþarfa, atómið og vetnissprengjan — þetta vegur allmjög upp á móti þeim hagsmunum, sem efnisleg vísindi hafa fært oss. Það er sagt að vís- indin hafi aukið þægindi lífsins, en þau hafa þá einnig fundið ráð til að útrýma lífinu. Kjami málsins er sá, að þrátt fyrir allar uppgötvanir sínar hafa vísindin ekki fundið svar við þeirri spumingu sem mestu varð- ar, vegna þess að þau hafa alltaf verið að bjástra við efnisheiminn. í bíl get eg nú ferðast 15 sinnum hraðar en Plato gat ferðast, og í flugvél get eg ferðast 150 sinnum hraðar heldur en Aristoteles gat ferðast. En spurningin sem þeir glímdu við er enn óleyst. Á þeirra dögum gátu menn tal- ast við aðeins, ef örskammt var á milli, en nú geta menn talast við þótt hálfur hnötturinn sé á milli, en það eru ekki sömu vizkuorð og áður. Það getur vel verið að eg lifi 20 árum lengur en forfeður mínir, en verður ævi mín jafn- gild ævi þeirra? Vísindin geta kennt oss að reisa betri borgir og íbúðir, en verður það sál manns- ins að nokkru gagni? Þegar maðurinn neitar því að hann sé annað og meira en hold og blóð, meðan hann lítur á sig sem „æðstu skepnu jarðarinnar" og ekkert meira, meðan hann afneit- ar sínum ósýnilega innra manni, þá reisir hann ramar skorður við eigin framþróun. Efnishyggjumað- urinn kemur sér í sjálfheldu. Eins fer um hin efnislegu vísindi. Þau eru þegar að koma sér í sjálfheldu. Það er rétt sem einn vísindamað- ur sagði fyrir skemmstu: „Vér vitum ekki hvar vér stöndum". (Úr „Time and Tide“). Vilhjálmur Stefánsson ENGINN Islendingur hefir orðið jafn frægur og dr. Vilhjálmur Steíánsson. Hann var orðinn heimsfrægur fyrir ferðir sínar til norðurheimskautsland- anna, áður en hann náði þrítugsaldri. Síðan hefir frægð hans og álit aukizt jafnt og þétt. Keppast því þrjár þjóð- ir um að eigna sér hann. Kanadamenn fyrir það að hann er þar fæddur, Bandaríkjamenn fyrir það að hann ólst þar upp og stundaði þar nám, en íslendingar fyrir það, að hann er af íslenzku bergi brotinn. Og Vilhjálm- ur hefir alltaf talið sig íslending og þótt sómi að því. Hann er líka alís- lenzkur í anda og bar snemma á vík- ingseðlinu í honum, að hann vildi eins og Egill Skallagrímsson eignast skip og ferðast landa milli. Segir svo um það í Sögu íslendinga í N. Dakota, eftir Þórstínu S. Jackson: — Fáum mun Vilhjálmur vera kær- ari en Dakota íslendingum. Til þeirrar nýlendu kom hann tveggja ára að aldri, og er mynd af honum í ramma venju- lega það fyrsta, sem maður sér á mörgum íslenzkum heimilum, sérstak- lega i Mountainbyggð. Þar er hans minnst sem hægfara barns, dálítið ein- ræns í leikum. Eitt af því fyrsta, sem hann hafði fyrir stafni, var að láta spýtur fljóta á þvottabala móður sinn- ar og kalla þær skip. Seinna færði hann sig út á tjörn, er var nálægt hús- inu, og þegar einhver drengur kom, var hans fyrsta spuming: „Getur þú búið til skip? Eg »kal geía þér efni i það“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.