Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 6
82 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hjá Jóni í Þóromstungu JÓN BJARNASON (d. 20. nóv. 1861). Húsmaður á eignarjörð sinni Þórormstungu í Vatnsdal. Maður vel að sér, orðlagður í stjarnfræði og mælingum, var og hagmæltur. Greinir eftir hann í Nýjum tíðindum 1852, Húnvetningi 1857, íslendingi 1862. í Lbs. eru eftir hann þýð- ingar í náttúrufræði o. fl. (ísl. æviskrár). FNSKUR prestur, Frederick Metcalfe, ferðaðist hér um land 1860 og gaf seinna út bók um það ferðalag, „The Oxonian in Iceland“. Hann gisti að Undomfelli og mtm þar hafa heyrt getið um Jón í Þórormstungu og vildi þá endilega heimsækja hann. Fylgdi prestur honum þangað og síðan segir svo í ferðasögunni: Þegar við komum að Þórorms- tungu stóð þar gamall maður, lík- lega um sjötugt, úti á hlaði og hvatti Ijá. Þetta var Jón Bjama- son. Hann er af bændaættum og bóndi sjálfur. Hann hefir eigi að- eins látið sér nægja að rækta jörð feðra sinna, heldur hefir hann snú- ið sér að öðrum efnum með enn meiri áhuga og þolgæði. Hann hefir þyrst í þekkingu á öllum sviðum, en sérstaka rækt hefir þó lagt við stærðfræði. Hann sem- ur almanök fyrir dalbúa, og eg var svo heppinn að fá hjá honum al- manakið fyrir 1861, sem hann hefir sjálfur samið og reiknað út. Þessi sjálfmenntaði snillingur er á borð við Björn Gunnlaugsson, landfræðinginn, sem hefir gert hið ágæta kort af íslandi, er ekki stendur að baki vorum kortum. Meðal þeirra blaða, sem eg sá hjá Jóni, var útreikningur á myrkva, sem verður í sumar, ásamt fallega gerðum teikningum. Á öðru blaði var útreikningur á brautum hala- stjarna. Ekkert, sem við kemur náttúruvísindum, virðist fara fram hjá honum. Þar sá eg skrif um grasafræði, efnafræði og steina- fræði, ásamt minnisgreinum um sjávarföll og storma, og um þunga jarðstjamanna. En honum hefir farið líkt og heimspekingum miðaldanna, að vísindi hans virðast allmjög bland- in hjátrú. í einni af bólcum hans sá eg litaðar myndir, er hann hafði sjálfur gert af sæskrímslum, svo sem marbendlum, hafgúum, mar- gygi, nykri og öðrum þeim furðu- skepnum, sem lifa í sjó og vötnum á íslandi. Vom þessar myndir á mörgum blaðsíðum. Næst kom hann með nokkrar skjóður fullar af merkilegum ís- lenzkum steinum, sem hann hafði sjálfur hirt á ferðum sínum. Þar voru steingerðir trjábútar, sem hann hafði fundið í klettum þar í dalnum, geislasteinar, flotsteinar (holir að innan og gátu því flotið), lausnarsteinn sem er góður fyrir jóðsjúkar konur, og óskasteinninn, sem ekki er síðri. Auðvitað á hann í fómm sínum mikið af þjóðsögum. Sumar þeirra hefir hann fengið hjá Daða Níels- syni, einkennilegum manni, sem ferðaðist um landið hvernig sem veður var og sagði sögur. Ævi hans lauk eins og margra annarra íslendinga þannig að hann varð úti skammt frá Höskuldsstöðum og fannst lík hans ekki fyr en um vor- ið. Hér kemur svo ein af sögum Jóns og hann sagði mér hana með þeirri alvöru eins og hún væri bók- staflega sönn: Kona nokkur, sem Margrét hét, reið einu sinni til kirkju að Ríp. Þar var hún til altaris, en þá greip hana óstjórnleg löngun til þess að fara á undan samferðafólki sínu. Þegar menn urðu þess varir að hún var farin, heldu þeir á eftir henni og röktu slóð hestsins, því að snjór var yfir. Þegar hún hafði farið yfir vaðið, sáu þeir sér til mikillar undrunar, að í stað þess að halda beint heim, hafði hún riðið í þveröfuga átt, beint í aust- ur. Tveir menn, sem voru vel ríð- andi, eltu hana þá og náðu henni að lokum þótt hún riði greitt. „Margrét, Margrét, hvað ertu að villast?" kölluðu þeir á eftir henni. „Villast? Eg er ekki að villast. Eg ríð á eftir manninum mínum og hann hlýtur að rata. En nú sé eg hann ekki lengur, og var hann þó hérna rétt áðan“, sagði hún. Það var svo sem auðvitað að einhver illur andi hafði villt um fyrir henni, og tókst mönnunum því að bjarga henni á seinustu stundu. Hann sagði mér ýmsar fleiri sög- ur með jafn mikilli alvöru. Og þá varð mér á að spyrja: „Trúir þú því, Jón, að yfimátt- úrlegar verur séu til? Hefirðu nokkurn tíma sér þær?“ Hann svaraði: „Þegar eg var drengur var eg ásamt fleiri börnum að leika mér heima. Við höfðum okkur það til gamans að kasta grjóti í stóran stein, er stóð einn sér. Skyndilega heyrðum við öll átakanlegt og níst- andi hljóð úr steininum. Við urð- um skelfingu lostin og flýðum heim í dauðans ofboði. Hvað var þetta? Ekki gat það verið hrekk- ur, því að enginn gat falið sig und- ir steininum". Mismunur á þorpi og stórborg er sá, að í þorpinu bíða menn með óþreyu eftir því hvað nágranninn láti ný- fædda bamið sitt heita, en í stórborg bíða menn með óþreyu eftir því hvað dýragarðsstjómin láti nýfæddan fíl húta. - - '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.