Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 83 T fjAÐ VAKTI mikla athygli um allan heim, er forn biblíu- handrit fundust hjá Dauðahafi 1947, geymd í helli þar. En mörg forn handrit hafa fundist áður á svipuðum slóðum. Origen, einn af elztu kirkjufeðrunum, segir frá því að forn handrit hafi fundist hjá Dauðahafi. Og á 9. öld segir Timoteus patriarki í Seleusia frá því að á sínum dögum hafi fundist forn biblíuhandrit, þar á meðal af Davíðssálmum. Og fleiri handrita er getið. Sum hafa farið forgörð- um aftur, eins og sjá má á þessari sögu. Árið 1878 átti heima í Jerúsalem pólskur Gyðingur. M. W. Shapira að nafni. Hann hafði sezt þar að sem forngripasali. Einhverju sinni var hann boðinn til Arabahöfðingjans Mahmud el Arakat, og voru þar fyrir nokkrir Bedúínar. Einn af þeim sagði frá ferðalagi þeirra og gat þess meðal annars að þeir hefði farið upp með ánni Arnon, sem rennur í Dauða- hafið. Þar uppi i fjöllum ieituðu þeir sér skjóls í helli nokkrum. Þar fundu þeir nokkra böggla og var ábreiðum vafið utan um þá. Þeir hugðu að fjársjóðir mundu vera í bögglum þessum og rifu þá sundur. En í stað þess að finna gull, fundu þeir þar ekki annað en skorpna og dökkva skinnvafninga, sem þeir töldu algjörlega verð- lausa. Shapira grunaði þegar að hér væri um forn handrit að ræða, og bauðst til að kaupa þau. Vildi þá svo til að Bedúínar höfðu tekið með sér einn stranga og fekk Shepira hann hjá þeim. En hon- um brá ekki lítið í brún er hann fór að skoða þetta handrit og þótt- ist komast að því, að það væri fornt biblíuhandrit, hluti úr fimmtu bók Móse, „ritað með fönikíuletri", eins og hann komst að orði. Þegar hann sagði frá þessu, risu upp tveir menntamenn og sögðu að það væri óskammfeilni að halda því fram, að hann hefði komist yfir óþekkt handrit af ræðu Móse á Móabsvöllum. En fræðimaðurinn Hermann Strack í Leipzig, var ekki jafn skjótur til úrskurðar. Hann vildi fá meira að vita um handrit þetta, og að lokum fekk hann Shap- ira til þess að koma til London árið 1883 með handrit sitt. Shapira var vel fagnað í London, og Gladstone kom sjálfur til þess að líta á handrit hans. Kom til mála að British Museum keypti það, en Shapira vildi fá miljón Sterlings- punda fyrir það. Sérfræðingar voru nú fengnir til þess að lesa handritið. Lýstu þeir því svo, að það væri orðið svart af elli, en af því væri einhver þef- ur, svipaður þef af smyrslum þeim, er lík voru smurð með. Frakkar höfðu og áhuga fyrir þessu handriti og þeir sendu fræg- asta fornleifafræðing sinn á þessu sviði, Clermont-Ganneau prófessor til London að athuga það. Hann leit á það og kvaðst viss um að það væri falsað. Þegar nú þessi lærði maður sner- ist þannig við málinu, sneru allir baki við Shepira. Hann reyndi að mótmæla, og hann skoraði á-British Museum að skipa nefnd sérfróðra manna til þess að athuga handrit- ið. En því var ekki gegnt, því að nú hafði hann verið stimplaður sem argasti falsari. Honum fellst þá alveg hugur. Hann flýði frá London og komst til Hollands. Fáuxn mánuðum seinna framdi hann sjálfsmorð í gistihúsi í Rotterdam. Svo líða 70 ár og víkur nú sög- unni vestur til Ameríku, og segir frá prófessor Menahem Mansoor við háskólann í Wisconsin. Hann kennir þar Austurlandamál (he- brezku og semitisk mál). Hann frétti um þetta* handrit Shapira og það mundi vera glatað. Fannst hon- um nauðsynlegt að reynt væri að hafa upp á því, þar sem það væri sennilega ófalsað, engu síður en handritin er fundust á svipuðum slóðum árið 1947. Hann tók sér því ferð á hendur og heímsótti há- skólana í Jerúsalem, Róm, París, Brússel og London til þess að kynna sér allt, sem sagt hafði ver- ið um handritin sem fundust 1947, og álit fræðimanna á þeim. Og seinast var hann heilan mánuð í British Museum að leita að hand- riti Shapira. Handritið sjálft gat hann ekki fundið, og þó er það víst að það var eitt sinn geymt þar. En hann fann ljósmyndir af því og lýsingu á því. Er þar sagt, að handritið hafi ver- ið fimmtán samansaumaðar skinn- ræmur, og á það hafi verið ritaður nokkur hluti af fimmtu Mósebók, þar á meðal boðorðin. Hann komst líka að því að tvær rithendur höfðu verið á bókfellinu — sami kaflinn skrifaður af tveimur mönnum, og hann nokkuð frábrugðinn því, sem er í inni prentuðu biblíu. Clermont-Ganneau hafði haldið því fram er hann afhjúpaði „svik“ Shepira 1883, að ekkert handrit gæti geymst í 2000 ár. Hann sagði líka að það sýndi svikin, að bók- fellspjötlurnar væri saumaðar sam- an. Hvortveggja staðhæfing hans hefir nú reynzt röng. Það sanna handritin, sem fundust 1947, þau eru þetta gömul, og sum þeirra voru saumuð saman. (Úr „Birmingham Post“).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.