Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 85 Krlstján Eldjárn af- hendir Snorra Hjartarsyni bókmennta- verðlaunin syni. Hann fórst með skipinu og var aðeins 24 ára að aldri (3. og 4.) Guðmundur Laxdal Friðriksson, bíl- stjóri í Reykjavík, fannst örendur í bíl sínum inni í bílskýli (3.) Sá sorglegi atburður varð í Hvera- gerði að ungur maður skaut stúlku til bana. Hún hét Concordia Jónatans- dóitir, nemandi á Garðyrkjuskólanum, en átti heima í Reykjavík. Eftir rann- sókn var tilræðismaðurinn fluttur á geðveikrahælið til rannsóknar (8.) Halldór Ágústsson, stýrimaður á vb. Maí í Vestmanneyum fell fyrir borð og drukknaði (10.) Hermann Guðmundsson, bóndi á Eyrarkoti í Kjós, beið bana við það að bíll hans fór út af brúnni á Kiða- fellsá (20. og 221.) Vörubifreið og jeppi rákust á í ófærð hjá Grafarholti og tók húsið af jepp- anum. Fjórir menn voru í honum, en engan sakaði (22.) Baldvin Skaftason, 47 ára, hvarf í hríðarveðri í Kópavogi og hefir ekki spurzt til hans síðan (23.) Ung stúlka úr Reykjavík, Nanna Arinbjamardóttir, varð úti á Kefla- víkurflugvelli (29.) Færeyskur maður, Janus Jensen, sem var stýrimaður á vb. Þórði Ólafs- syni í Ólafsvik, fell fyrir borð og drukknaði (30.) BJÖRGUN Togarinn Svalbakur bjargaði vb. Gylli frá Súgandafirði úti á rúmsjó þar sem báturinn var með bilaða vél í stórsjó og stórhríð (23.) Ölvaður maður fell á síðkvöldi nið- ur í hraungjótu í Hafnarfirði og gat ekki haft sig upp úr henni aftur. Mundi hann hafa króknað þama, ef hundur í næsta húsi hefði ekki bjarg- að lífi hans. Hundurinn varð var við manninn í gjótunni og vissi að hann var í hættu staddur, hljóp heim, gelti og hamaðist þangað til maður fór með honum. Rann hundurinn þá rakleitt að gjótunni, og svo var manninum þar bjargað (26.) ELDSVOÐAR Ungt fólk í Reykjavík leigði sér bíl og ætlaði inn fyrir Elliðaár að skjóta þar flugeldum. Á leiðinni hraut eldur úr vindlingi í flugeldana og kveikti í þeim. Varð af blossi mikill á svip- stundu. Stúlka brenndist hastarlega og bíllinn stórskemmdist (12.) Eldur kom upp í strætisvagni í Reykjavík. Var hann fullur af farþeg- um. Enginn slasaðist þó, en vagninn stórskemmdist (16.) Miklar skemmdir urðu af eldi í íbúð á Grímsstaðaholti við Reykjavík. Eng- inn var heima þegar eldurinn kom upp (22.) Eldur kom upp í litlu húsi í Súg- andafirði. Þar bjó einstæðingskona og kafnaði hún í reyktmn (23.) Eldur kom upp. á heimili Steingríms Steinþórssonar fyrrv. forsætisráðherra, í Reykjavík. Varð þar stórtjón á bóka- kafnaði hún í reyknum (23.) Bærinn Víðines á Kjalamesi brann til kaldra kola um nótt í stórhríð, svo að enga hjálp var hægt að fá. Þar býr Birgir Halldórsson söngvari (31.) Erann til kaldra kola íbúðarhús á Hellu á Árskógsströnd, ásamt fjósi og hlöðu, sem í voru 300 hestar af heyi (26.) Aðfaranótt 31. brann íbúðarhúsið á Minni Borg í Grímsnesi. ELDINGAR í stórviðrunum í ofanverðum mán- uðinum var mikið um eldingar á suð- vesturlandi og ollu þær sums staðar tjóni. Elding kom í símstöðina á Selja- landi undir Eyafjöllum og sprengdi skiptiborðið (25.) Eldingu laust niður í dráttarbraut Keflavíkur og olli þar talsverðum skemmdum (26.) Elding kom í rafmagnsspennistöðina í Þorláks- höfn og ónýtti hana með öllu (27.) MANNALÁT Frú Ingibjörg Jónsdóttir frá Gerðum 30. des.) Olav Henriksen síldarkaupm. Siglu- firði (31. des.) Jóhann Sigurjónsson bókari, Reykja- vík (31.) 3. Ólafur Elíasson húsasmiðameist- ari, Reykjavík. 11. Frú Eba Friðriksson, Höfn, Sel- tjamamesi. 12. Frú Anna Úrsúla Bjömsdóttir, Reykjavík. Sendiherra Bandaríkjanna afhendir Háskólanum bókagjöf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.