Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 87 iunnþórunn lalldórsdóttir eikkona 85 ira. Hún er in á lífi af >tofnendum Leikfélags Reykjavíkur gulli fjTir 11 sundmet á árinu sem leið (26. og 30.) Ákveðið hefir verið að Golfvöllur Reykjavíkur verði framvegis í Grafar- holtslandi (30.) Á sundmeistaramóti Reykjavíkur voru sett 2 íslandsmet og 3 ungiinga- met (31.) LISTIR Magnús Jónsson söngvari hefir verið ráðinn við konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn (6.) Brezkur píanósnillingur, Kendell Taylor, kom hingað á vegum Tónlistar- félagsins (15.) Kammermúsíkklúbbur hefir verið stofnaður í Reykjavík (23.) Fyrsta sameiginleg iistsýning ís- lenzkra kvenna, var opnuð í Reykja- vík (29.) FLUGMÁL Flugvél lenti í fyrsta sinni á Flug- vellinum í Bolungavík. Var það sjúkra- flugvél Björns Pálssonar (11.) Farþegafjöldi hjá Flugfélagi íslands árið sem leið var hálfu meiri í milli- landaflugi og fjórðungi meiri í innan- landsflugi heldur en árið áður (18.) Farþegaflutningar Loftieiða árið sem leið voru nær þriðjungi rneiri en árið áður og sama var um póst og vörur ((20.) Loftleiðir hafa opnað skrifstofu í Lundúnum (30.) Félag íslenzkra flugmanna hefir far- ið fram á miklar kjarabætur og boðað verkfall 5. febr. ef samningar hafa ekki tekizt við flugfélögin fyrir þann tíma (27.) FRAMKVÆMDIR Nýr stálbátur, smíðaður í Þýzkalandi, kom til Patreksfjarðar. Heitir hann Sæ- borg og er 66 lestir (11.) Rannsóknaráð ríkisins heíir sótt um að ííí spildu úr landi Korpúlfsstaða hjá Reykjavíkurbæ, til þess að koma þar upp miðstöð náttúrurannsókna (12.) Rauði krossinn hefir fengið tvo nýa sjúkravagna frá Ameríku (13.) Strætisvagnar Reykjavíkur fengu 5 Mercedes Benz farþegavagna og er rúm í hverjum fyrir 78 farþega (13.) Stykkishólmsbúar hafa ákveðið að reisa stórt hús fyrir héraðsbókasafn sitt (16.) í Keflavík hefir verið reist ný ver- búð og fiskverkunarhús með salt- geymslu og er með nýtízku sniði (17.) Nýr togari, Gerpir, kom til Norð- fjarðar. Hann var smíðaður í Þýzka- landi og er með stærstu togurum (17.) Nýtt sjúkrahús, búið íullkomnustu tækjum, var vigt í Norðfirði. Hefir það rúm fyrir 24 sjúklinga og auk þess 12 gamalmenni (18.) Lögreglumenn í Reykjavík hafa stofnað til kennslu í umferðarrreglum og meðferð og akstri bifreiða (18.) Nýum báti, 39 lesta, var hleypt af stokkunum í ísafirði. Hann heitir Páll Pálsson og verður gerður út frá Hnífs- dal. Ákveðið hefir verið að reisa stórt hraðfrystihús fyrir Bæarútgerð Reykja- víkur (26.) MENN OG MÁLEFNI Úthlutað var í fyrsta sinn styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og hlutu hann skáldin Guðmundur Fii- mann og Snorri Hjartarson (3.) Benedikt Gröndal var skipaður for- maður Útvarpsráðs og Þórarinn Þor- arinsson ritstjóri varaformaður (8.) Bandarískur milljónamæringur hefir veitt 2 íslenzkum stúdentum styrki til framhaldsnáms við háskólann i Madi- son í Wisconsin. Piltarnir, sem urðu fyrir valinu eru Halldór Gíslason og Jón Friðsteinsson (12.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.