Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 Ungmennafélag Reykjavíkur minnt- ist 15 ára afmælis síns. ÞaS er að koma sér upp félagsheimili í áföngum og mun það kosta um 3—4 millj. kr. (19.) Félag vefnaðarvörukaupmanna í Reykjavik átti 25 ára afmæli (23.) Kvenréttindafélag íslands átti 50 ára afmæli og minntist þess með sam- komu og fjölbreyttri listsýningu kvenna í bogasal Þjóðminjasafnsins (27.) Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- firði minntist 50 ára ' afmælis síns (30.) Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað minntist 50 ára aímælis síns (30.) ÝMISLEGT Ungversku flóttamennimir, sem hingað komu, fengu flestir atvinnu þegar um áramótin (3.) Togarinn ísólfur frá Seyðisfirði fór utan með afla og ætlaði til Þýzka- lands. Varð að leita hafnar í Færey- um vegna ketilbilunar. Þar átti að kyrrsetja skipið vegna þess að útgerð- in skuldaði færeyskum sjómönnum etórfé. Voru skjöl skipsins tekin, en Bílllnn sem hrapaði niður í Kiðafellsá. samt lét það úr höfn og fór til Eng- lands. Þar var aflinn seldur og fór mestur hluti hans í fiskimjölsverk- smiðjur, vegna þess hvað hann var orðinn lélegur (3.) Færeyskir sjómenn munu verða með flesta móti hér á vertíðinni í vetur. (11.) Vísitala framfærslukostnaðar var 186 stig (16.) í landinu eru nú 140 bamaskólar og 77 farskólar, en nemendur um 20 þúsundir. Svo eru 113 framhaldsskólar og sérskólar með eitthvað um 10 þús. nemenda. Árið sem leið hefir kostn- aður ríkisins af skólamálum numið 83,4 millj. kr. (18.) Jökulsá á Breiðamerkursandi hefir breyzt og líkist nú mest firði, þvi að sjávarfalla gætir alveg upp að jökli (20.) Mjólkurframleiðsla landsmanna jólcst um 9% á árinu sem leið (29.) Áfengisneyzlan í landinu nam árið sem leið 1,291 lítra af hreinum spíritus á hvert mannsbarn að meðaltali, og er það nokkuð minna en undanfarin ár (30.) «----------------------------« KENNSLUKONA var að sýna bömunum myndir af ýmsum dýrum og segja frá þeim. Og að lokum langaði hana til að vita hvað bömin hefði tekið vel eftir, svo að hún segir: — Hvað er það sem zebradýr- in eiga og engin skepna önnur? Þá gall Tumi litli við: — Lítil zebradýr. FEÐUR vilja gjarnan að synir sínir sé kjarkmiklir. Einu sinni kom Sveinki litli skælandi heim úr skólanum og pabbi hans sagði byrstur: — Hvað gengur að þér? — Hann Jónsi barði mig. — Hvers vegna hefndirðu þín ekki og barðir hann aftur? — Vegna þess að þá hefði hann hefnt sín. JÓI litli var á gangi með mömmu sinni um bæinn. Það var súld og götumar voru blautar. Þau koma þar að er bíll hafði staðið og hafði olía lekið úr honum og þarna ljómaði olíubráin í ótai skærum litum. Þá stakk Jói við fótum og kallaði: — Nei, sjáðu mamma, hér hefir regnbogi dottið niður og brotnað. Kennslukonan er að reyna að útskýra fyrir bömunum hvað samvizkan sé og hún segir við Pésa litla: — Hvað köllum við röddina, sem við heyrum innra með okk- ur stundum? Pési hugsaði sig lengi um þar til hann sagði: — Sérhljóð. <>_------—----------------------- Slökkviliðsmaður kemur æð- andi inn á slökkvistöðina og seg- ir flaumósa við félaga sína: — Er nokkuð að mér piltar, eða er eg veikindalegur? Hina rekur í rogstanz, en svo spyr einn: — Nei, hvað ætti gvo sem að vera að þér? — Eg veit það ekki, en graf- arinn er farinn að taka ofan fyrir mk». i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.