Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 nokkrum dýrategundum, sem hvergi finnast annars staðar á jörðinni. Það væri villandi að halda því fram að fækkun dýranna í Afríku stafi eingöngu af óleyfilegum veið- um. Þar hafa verið farnar sérstakar herferðir gegn dýrunum og þús- undir þeirra drepnar niður misk- unnarlaust til þess að reyna að af- stýra því að þau breiddu út svefn- sýki í mönnum og „nagana“ í hús- dýrum. Þessum veikindum veldur „tse-tse“-flugan, en bit hennar er ekki banvænt nema því aðeins að hún hafi áður bitið sýkt dýr. Menn héldu því að mikil hætta stafaði af hjörðum villidýranna, og eina ráð- ið var talið að útrýma þeim í námunda við mannabyggðir. Dýrafræðingum um allan heim þykir. útlitið ískyggilegt eins og nú horfir, og þeir krefjast þess að eitthvað sé gert til þess að varna því að ýmsar tegundir dýra verði aldauða. Þeir fara ekki fram á að heft sé framsókn mannanna um að leggja ný og ný lönd undir rækt- un, en þeir krefjast þess að betra eftirlit sé haft með öllum frið- löndum dýra. t^D®®®G>^J LEDDRÉTTING í KVÆÐI mínu „Faxi“ er birtist í 2. tbl. Lesbókar eru tvær meinlegar prentvillur, sem hafa eflaust raskað heildarsvip kvæðisins. Fyrstu fjórar ljóðlínurnar eru þannig rétt með farnar: Þaut í lofti þokusúgur þungur niður barst frá ánni. Drungalegur myrkramúgur markaði spor á harðri gljánni, o. s. frv. Ef þið, kæru lesendur, berið saman fyrsta og síðasta erindi, verðið þið varla lengi að sjá hvað er rétt. Ólafur Þ. Ingvarsson. Nýungar SKIPSSKRÚFA ÚR NÆLON Loftbólur þær, sem myndast þegar skipsskrúfa snýst, mæða á henni og slíta henni með tímanum svo að 'hún missir nokkuð af afli sínu. Nú hefir danskt verkfræð- ingafirma fundið upp á því að gera skipsskrúfu úr nælon, og er því haldið fram að loftbólumar hafi engin áhrif á hana, og svo hafi hún þann mikla kost að vera mörg- um sinnum léttari en aðrar skrúf- ur. Og til þess að ganga úr skugga um styrkleika hennar, verður hún reynd á skipi í ísnum við Græn- land. DEIGHRÆRIVÉL Á matvælasýningu, sem haldin var í París fyrir skemmstu, var til sýnis ensk deighrærivél, er tek- ur fram eldri hrærivélum. Hún er knúin með þrýstilofti og getur á 3—5 mínútum hrært brauðdeig, sem venjulegar vélar væri hálfa klukkustund að hræra. ÖRYGGISFATNAÐUR í Heidelberg á Þýzkalandi hafa menn fundið upp öryggisfatnað, sem á að geta varið menn fyrir kjarnageislum, sýklahernaði og allt að 1000 stiga hita. Klæðnaður þessi er úr trefjugleri, fóðraður með plastik. Áfastir eru hanzkar og sokkar og súrefnisgeymir er þar til þess að menn geti dregið and- ann. Þrjár gerðir verða af þess- um klæðnaði, ein fyrir verksmiðju- fólk, önnur fyrir hermenn og hin þriðja fyrir almenning og kostar sá klæðnaður um 800 mörk. RANNSÓKN Á LUNGUM Á alþjóða læknaráðstefnu, sem haldin var í Köln, var sýnt áhald til þess að rannsaka skemmdir í lungum. Það er kallað „Isotope- Thoraxograph" og dælir geisla- virku xenon-gasi niður í lungun, en 16 hámákvæmir Geigermælar fylgjast með ferðum gassins um lungnahólfin og kemur það fram á sjálfritandi tæki. Sérfræðingar segja, að sjúklingurinn andi aftur frá sér öllu gasinu, svo ekkert verði eftir af því í lungunum. Xenon- gasið er fengið hjá kjarnorkustöð Breta í Harwell, en það eru margir þýzkir eðlisfræðingar og læknár, sem fundið hafa upp áhaldið, og hafa þeir unnið að því í 5 ár. For- ystu þeirra hafði H. W. Knipping prófessor við háskólann í Köln. — Talið er að áhald þetta muni kosta 150.000 marka. SKRAFSKJÓÐA Gestir, sem nú koma í ameríska náttúrugripasafnið í New York, fá afhent ofurlítið hylki, sem þeir hengja um öxl sér og kallað er „Guide-a-phone“, en mætti vel kallast skrafskjóða á íslenzku. Þetta er sem sé móttökutæki og með því geta gestir hlustað á fræð- andi fyrirlestra, sem útvarpað er frá öðrum sal í húsinu. Þessir fyrir- lestrar eru ýmist um dýr, fugla eða annað markvert sem er að sjá í safninu. XEROGRAPHY nefnist ný aðferð við ljósmynd- un, og hafa tvö stór firmu í Bret- landi og Bandaríkjunum slegið sér saman um hana. Myndirnar eru teknar á rafmagnaðar plötur og þarf hvorki að „baða“ þær né nota sérstakan Ijósnæman pappír til að framkalla myndirnar. Þær fram- kallast tafarlaust á venjulegan pappír. Með þessu móti verður fljótlegpa. að gera myndir og kostn- aður er talinn minni en við venju- legar myndir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.