Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 16
92 LESBðK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A D G 4 V K 8 7 ♦ 9 5 2 * K G 7 4 A 10 8 7 3 V 9 ♦ D 10 8 6 5 «983 V V A S A Á P 6 5 V G i ♦ K 7 4 * Á D 10 8 A K 2 VÁD106432 ♦ Á G «52 Suður sagði 4 hjörtu og út kom T 6. Hann var tieppinn að ekki kom út lauf, þvi að þá var spilið tapað. Samt sem áður verður S að spila varlega. Hann byrjar á því að gefa T K, svo að V komist ekki inn á tígul og geti spilað laufi. Næsta tígul drap S með ás og tók svo trompin af andstæðing- um. Því næst sló hann út S K og það vildi svo vel til að A átti ásinn. Nú gat S losað sig við eitt lauf í spaðaslag og þar með hafði hann unnið. Ef S drap T K í fyrsta slag, þá sló A undir eins út tigli, er hann hafði komizt inn á S Á, og síðan kemur V með lauf, og þá er spilið tapað. BENEDIKT JÓHANNESSON frá Fomastöðum í Fnjóskadal, annaðist póstferðir milli Akur- eyrar og Reykjavíkur 1882. Það var eitt sinn er Benedikt kom til Reykjavíkur — líklega um vorið — var dagur að kvöldi kominn en hann var með marga hesta, segja sumir 17 eða 18. Fekk hann hvergi hoy handa þeim, en búðir lokaðar. — Voru þá allar bjargir bannaðar. En Benedikt mun hafa hugsað sem kari- inn, að ráð sé við öllu nema ráða- leysi. Bindur hann þá hestana á streng fyrir utan pósthúsið, fær sér byssu og gengur fyrir póstmeistara og hótar honum að skjóta alla hestana upp á ábyrgð póststjórnar, íáist engin björg ERFIÐAR SAMGÖNGUR — Síðan um 20. janúar hafa verið samgömgu-erfið- leikar hér á landi vegna snjóa. Þrátt fyrir það að vegagerð ríkisins hefir haft stórvirkar vélar tugum saman til þess að ryðja snjó af veginum, hafa þeir teppzt jafnharðan. Hér á myndinni má sjá ofurlítið sýnishorn af því við hverja erfiðleika hefir verið að etja. Má hér sjá bílalest, sem er að fara upp Kamba rétt áður en vegurinn yfir Hcllisheiði tepptist algjörlega. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). handa þeim. Biður póstmeistari hann þá biessaðan að bíða lítið eitt. Bregður hann sér síðan út í bæ, og innan skamms hefir Benedikt fengið bæði mat og hey handa hestum sínum. — (Önnur heimild telur það hafa verið Sumarliða póst Guðmundsson, og gæti það vel satt verið. — Söguþ. land- póstanna)). LÝSI ER GOTT Eitt af því sem eg minnist frá þess- um tíma (um 1874) er ofurlítil torf- stétt, sem náði um það bil sex faðma suður frá húsinu, sem eg bjó í (á Akureyri), en við endann á henni var nokkuð stór jámpvttur, oft hálffullur af fisklifur. Var látin í pottinn lifur, sem ekki var.notuð til matar, en sólin bræddi hana, svo lýsið úr henni flaut ofan á í pottinum. Mun það hafa ver- ið notað til ljósmatar. En oft á morgn- ana sá eg Stein gamla, föður Friðbjarn- ar bókbindara, ganga að pottinum með spcn í hendi og spæna upp í sig lýsið, enda sá á honum, því hann var bæði stór og sterkur, en orðinn nokkuð rosk- inn. Hann stóð í smiðju sinni hvem dag og hamraði heitt járnið frá morgni til kvölds, allra mesti hreystikarl. (Kristinn Kristinsson í „Menn og minj- ar“). FÁHEYRT SLYS í gær varð það fáheyrða slys hér í bænum, að ferðamaður einn, Gottskalk bóndi Gissurarson frá Sogni í Ölfusi, hlaut bana með þeim hætti, að hann ætlaði að súpa á brennivínsflösku hjá samfylgdarmanni sínum, en sá feklc honum karbólsflösku í misgripum. Hann drakk sem svaraði einu staupi af kafbólsýrunni, komst úr búðinni þar sem félagar hans voru staddir, heim i ibúðarhús eitt við Hlíðarhúsa- sííg, fekk þar vatn að drekka og hné þar niður örendur, að því er læknir vottaði. (ísafold, 25. nóv. 1885). VEÐURSPÁ Veltast í honum veðrin stinn, veiga mælti skorðan, kominn er þefur í koppinn minn, kemur hann senn á norðan. :

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.