Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 1
7. tbl. XXXII árg. JJtoiritjraMíilig in£ Sunnudagur 17. febrúar 1957 Guðmundar þáttur seka og frá upphafi 17. aldar FHNHVER mesti snjóavetur, sem sögur fara af á íslandi, var árið 1633, enda var hann kallaður Hvítivetur.Oddur á Fitjum lýsir honum svo: Þá var harði veturinn mikli, hver að byrjaðist hálfri þriðju viku fyrir jól, og varaði allt að fardög- um um vorið. Þá var mikill pen- ingafellir og hrun, og niðurfall af þeim strax á jólum. Heyleysi víðast. Fyrir snjóum komst fólk ekki að sjónum. Þá voru blotar og áfrerar. í annari viku þorra kom svo mikill snjór, að hesta fennti á sléttum velli, og enginn maður af elztu mönnum, sem þá lifðu, mundu þvílíkan vetur. Enginn sauður né færleikur lifði, sem eigi var hey gefið. Hestar og færleikar átu tré, torf og veggi, þeir lifandi þá dauðu, einnig sauðirnir lifandi þá dauðu. Margt tilbar þá ógnar- legt. Fé dó í fjárhúsum, þó neyðar- laust væri af svengd, með undar- legri aðsvipan, svo að mönnum of- bauð þar inn að koma, og það skeði víða að þeir tilburðir urðu. Þá var ekki vitjað kirkna af prestum né sóknarfólki. Ekki vatnað peningi nema einu sinni í viku sums staðar, varla komizt milli fjárhúsa og bæa, Fennti fjárhús með fé, og fundust ekki. Peninginn fennti og hrönn- um, á Kjalarnesi eitt hundrað hesta, einnig í Borgarfirði all- marga. Þá urðu miklir og undarleg- ir tilburðir. Bjöm á Skarðsá lýsir vetrinum eins, en hefir þetta fram yfir: „Fellu peningar fyrir sunnan og austan, einnig og vestra af hey- leysi, talið 12 hundruð kúa úr Borgarfirði austur að Rangá dáið hefði, einnig 153 færleikar undir Eyafjöllum; var og mælt í Skál- holti hefði eftir lifað 7 færleikar; var og einnig hrun af nautum vestur um sveitir. ís kom á þorra, lá allan vetur og fram allt nær að Jónsmessu. Enginn afli neins staðar á ísnum. Vestanveður mikið 2. marz, hröktust fén, allvíða fórst af þeim. Formyrkvan tungls. Sást sjórinn sem blóð við Vestmann- eyar, sem fyrr hafði skeð fyrir austan, áður en Tyrkir komu og ræntu“. Þetta síðasta, tunglmyrkv- inn og blóðlitur á sjónum munu vera þau undur, er Oddur talar um. Espólín bætir við: „Fennti þá bæ á Ströndum vestur, svo að aldrei fannst fyrr en um vorið, og þar í allt fólk andvana, og mörg urðu önnur fátíðindi af snjóum. Var svo hart vorið, að flest dó það er af lifði veturinn, og var víða nær 'sauðlaust og hesta eftir; kýr lifðu helzt, en þó var skorið eða fellt af 1200 kúa frá Borgarfirði austur að Rangá, hyggja vitrir menn að það hafi verið allur fimmti hlutur. Gerði þá örbirgð mikla og lögðust jarðir í eyði, því hörð ár höfðu farið á undan“. Þess er getið, að næsta haust hafi verið kallað Bauluhaust, en svo voru haustin kölluð þegar miklu varð að farga af nautpeningi. Síðan heldust harðindi fram um 1641. En það var eigi aðeins að tíðar* farið þjarmaði að landsmönnum, heldur fylgdi þá mörg óáran önn- ur. Verslunaránauðin varð mönn- um þung í skauti. Árið 1620 hafði ið svokallaða Verslunarkompani k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.