Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 4
96 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1633. Og samkvæmt Stóradómi var þetta glæpur. Átti nú að grípa þau Guðmund og stúlkuna. Guðmund- ur mun hafa haft veður af þessu og forðaði sér. Var hann horfinn þegar hann skyldi gripinn, og vissi enginn maður hvað um hann hafði orðið. En stúlkan var tekin, dæmd til dauða og síðan drekkt. Sýndi Magnús sýslumaður þar enn rögg- semi sína. _____ Árið 1634 fór Holger Rósen- kranz höfuðsmaður alfarinn af landi burt, en lét hér eftir umboðs- mann sinn, Jens Söffrenson. Svo kom hingað nýr höfuðsmaður, Pros Mundt, og hafði það embætti á hendi í 10 ár. Fekk hann hjá sum- um það orð, að hann væri „gjaf- þæginn og eigingjarn“, en Espó- lín segir að ekki hafi verið mikið hæft í því; hafi hann verið inn öruggasti maður, sýslunarmaður mikill og greiður á að leysa vand- ræði, vel viti borinn. Hann fell í sjóorustu við Svía hjá Lálandi 13. nóv. 1644 og var þá aðmíráll á herskipinu „Patientia“. Jens Söffrenson var umboðs- maður hans öll árin og fekk höf- uðsmannsvald að honum látnum og helt því til 1648. Þótti hann löng- um harður og fylgdi fram Stóra- dómi með oddi og egg, án þess að skeyta nokkru sinni um málsbæt- ur. Er til marks um það þessi saga: Húnvetningur nokkur, Jón Þorsteinsson að nafni, hafði ratað í það að eiga barn með stjúpdótt- ur sinni. Málsbætur fundust svo miklar, að þau voru aðeins dæmd í sekt fyrir þetta. Þá reis upp Jens Söffrenson og kvað slík mál ekki mætti dæmast hér á landi. Kom hann svo málinu fyrir konung og fekk bréf hans upp á, að þau skyldi bæði af lífi tekin, og var svo gert. Nú er að segja frá Guðmundi seka Jónssyni, að hann leitaðist ekki við að komast burt af land- inu, heldur lagðist út. Gerði hann sér mosalitað tjald og lá í því á fjöllum, en var þó oft á laun niðri. í byggð og fann þá jafnan konu sína. Hefir hann sjálfsagt verið vinsæll maður í héraði, því að enginn kom upp um hann, og fekk Magnús sýslumaður aldrei fang á honum. En svo kom hann upp um sig sjálfur. Varð það með þeim hætti, að Guðrún kona hans ól bam veturinn eða vorið 1636 og kenndi honum. Þótti þetta hið versta mál, að kona skyldi eiga barn með dauðadæmdum útilegu- manni. Eftir þing þetta sumar, reið Pros Mundt höfuðsmaður norður í land ásamt Jens Söffren- son og fleiri dönskum mönnum. Var þá sett fjórðungsþing á Hofi á Höfðaströnd, og var þar tekið fyrir mál Guðrúnar konu Guð- mundar seka. Vildi Jens Söffren- son óvægur að konan yrði dæmd til dauða og tekin af lífi fyrir að hafa átt barn með manni sínum útlægum og dauðadæmdum. Fylgdu honum fleiri Danir að mál- um, „því að Danir voru eigi all- mjúkir í þann tíma á meinamál- um.“ Þá reis upp Þorlákur biskup Skúlason og mótmælti þessu harð- lega. Sýndi hann fram á „með röksemdum og lærðra manna rit- um, að það var eigi rétt, og að konan ætti að vera sýkn“. Runnu þá tvær grímur á Pros Mundt höfuðsmann og úrskurðaði hann að málinu skyldi skotið til næsta Alþingis. Sjálfsagt hefir málið komið fyrir á þinginu 1637, en þess er hvergi getið í Alþingisbókinni, og verð- ur því ekkert um það sagt með vissu hvernig lögréttumenn og lögmenn hafa tekið í það. Hitt er víst, að þeir hafa verið mótfallnir grimmd Jens Söffrensons, en fall- izt á röksemdir Þorláks biskups fyrir því, að konan hefði ekki unnið sér dauðasök með því að eiga barn með manni sínum, enda þótt hann væri dauðadæmdur og hefði gerzt útilegumaður. Sést þetta á Alþingisbókinni 1639, en þar stendur: „Var samþykktur dómur sá, sem Þorbergur Hrólfsson fram bar, í þess dóms öllum greinum og kona sú, Guðrún Jónsdóttir, sem átt hafði barn við þeim óbótamanni Guðmundi Jónssyni, skyldi fá refs- ing eftir því sem yfirvaldið vildi á hana leggja, þó ei meir en til 13 marka“. Guðrún hefir sennilega verið ættuð úr Þingeyarsýslu og verið komin þangað, því að Þorbergur var sýslumaður Þingeyinga. Þó getur verið að Alþingi hafi falið Þorbergi að rannsaka og dæma mál hennar. Hefir hér ræzt betur úr fyrir henni heldur en áhorfðist um hríð, og hefir hún átt það Þorláki Skúlasyni biskupi að þakka, að hún fekk að halda lífi og þurfti að- eins að greiða lítilf j örlega sekt. Guðmundur Jónsson lá úti um þriggja ára skeið og mun hafa hafzt við 1 ýmsum stöðum, og aðal- lega uppi í óbyggðum. Hafði hann sitt mosalitaða tjald, sem ekki bar lit af grjóti og sást því ekki nema að væri komið. Ekki er þess getið að hann færi með ránum, og hafa því sennilega einhverjir góðir vinir hans birgt hann að helztu nauð- synjum, eftir því sem þeir hafa getað, þótt hart væri í árí. En dap- urlegt hefir líf Guðmundar verið í útilegunni, sífelld barátta við sult og kulda, með refsivönd laganna reiddan yfir höfði sér. Virðist svo sem hann hafi orðið varari um sig, eftir að kona hans átti barnið, og i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.