Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 morgun varð hún þess vör, að hann hafði ekki komið í rúmið. Hann hafði annað hvort sofið á hörðu steingólfinu, eða legið á bæn alla nóttina. Árið 1916—17 var hann sárþjáð- ur af berklaveiki og læknarnir sögðu honum að hann mundi ekki lifa næsta ár. En næsta ár var hann kominn í klaustrið og þá gerð- ist kraftaverkið á honum. Hann gengur jafnan með griplur á höndum, nema þegar hann syng- ur messu. Hann getur ekki gengið á ilskóm, eins æg hinir munkarnir, heldur hafa verið gerðir sérstakir skór handa honum þannig að þeir hlífi fótasárunum sem mest. Sagt er að hann hafi stöðugt sótthita, en þegar undirnar blæða — og það skeður oft á ári — þá er hann með mikinn sótthita. Einhver spurði hann einu sinni hvort hann hefði ekki þrautir í sárunum og þá svar- aði hann: „Heldurðu að Herrann hafi gefið mér þetta til skrauts.“ Annar maður spurði hann hvern- ig á því mundi standa að hann hefir sár ofarlega á brjóstinu, en Kristur hafði síðusár. Þá svaraði hann: „Það hefir þótt of mikið að eg líktist lausnaranum of mjög.“ Það er kunnugt að kirkjan er alltaf mjög varkár í því að viður- kenna „kraftaverk“, og engan mann gerir hún helgan í lifanda lífi. En þegar fréttin barst nú út um þau undur, er komið hefði fyr- ir 'föður Pio, og pílagrímar flykkt- ust þúsundum saman til San Gio- vanni, þá komst Vatikanið í mikinn vanda. Liðu svo nokkur ár, en ekki minkaði pílagrímastraumur- inn, og þá afréð Vatikanið að flytja föður Pio til Spánar. En er fregn- in um þetta barst til San Giovanni, varð þar allt í uppnámi. Menn ætluðu ekki að láta taka föður Pio frá sér. Borgararnir þar og í næstu þorpum tóku þegar að víggirða klaustrið, grófu skotgrafir og vopn- uðust. Ekki var þetta gert með samþykki föður Pio, en það var nóg til þess, að ekki var minnst á það framar að hann skyldi flutt- ur til Spánar.--------- Óteljandi eru þær dulrænu sög- ur, sem ganga um föður Pio. Hon- um er meðal annars eignaður sá hæfileiki að geta verið samstundis á fleiri en einum stað. Um það fe^k eg frásögn sjónarvotts. í San Giovanni hitti eg stúlku, sem vinnur í sjúkrahúsinu. Hún er um þrítugt. Móðir hennar var mikill aðdáandi föður Pio, hafði sótt kirkju hans og stúlkan hafði séð hann þráfaldlega frá því hún var lítil. Þær áttu heima í Foggia. Þessi stúlka sagði mér svo frá: „Þegar móðir mín lá banaleguna fyrir tveimur árum, þá kom faðir Pio að staðaldri til hennar til þess að hughreysta hana.“ Nú er það vitað, að síðan 1917 hefir faðir Pio ekki stigið fæti sín- um út fyrir San Giovanni. En stúlkan sagði frá þessu í skærri einlægni og hún var fullkomlega sannfærð um að þetta væri satt. Og það eru slíkir fyrirburðir sem þessi, er setja Vatikanið í klípu. Þess vegna hefir það bann- fært allar bækur um hann, fyrst 1926, svo 1931 og seinast 8 bækur árið 1952. Þessar bannfæringar snertu ekki föður Pio sjálfan að neinu leyti, og Vatikanið hefir ekki heldur neitað því að hann hafi fengið sár á hendur, fætur og síðu. En það heldur því fram, að ekki verði færðar neinar sönnur á að þessi „stigmata“ stafi af yfimátt- úrlegum orsökum. Faðir Pio lifir mjög einföldu lífi, og hefir læknir sagt að það sé mesta furða að hann skuli enn vera á lífi. Engin þægindi eru í klefa hans, og hinir munkarnir (þeir eru um 20) halda að hann sofi svo sem ekki neitt. Hann lætur vekjara- klukku hringja kl. 2.30 að nóttu og les svo og biðst fyrir þar til messa hefst kl. 5. Hann hefir aldrei van- rækt messu og situr þar venjulega 1—íVi klukkustund. Síðan eyðir hann deginum í bænahald eða að hlusta á skriftamál. Allir, sem eg átti tal við — og þeir þekktu föður Pio mætavel — sögðu mér að hann mataðist aðeins einu sinni á dag og er það fátæk- leg máltíð, venjulega eitthvert grænmeti, eða lítill ostbiti, eða þá ofurlítið af fiski, en kjöt bragðar hann aldrei. Þetta er svo lítill mat- ur, að hann mundi ekki nægja nein- um öðrum til lífs viðurværis. En það sér ekki á föður Pio. Eg átti tal við hann, og eg sá ekki betur en að hann væri í góðum holdum og hraustlegur og það var hlýlegt bros í tindrandi augum hans. Það er messan klukkan 5, sem menn sækjast mest eftir. Hálfri stundu áður, eða áður en sól kem- ur upp, streyma þúsundir manna upp hlykkjóttan veginn að kirkj- unni. Menn keppast um að komast að Franciscan-altarinu hægra meg- in í kirkjunni og svo troðfyllist kirkjan á svipstundu af fjálgu fólki, sem komið er til að sjá og heyra föður Pio. Hann er aldrei berhendur nema þegar hann bless- ar yfir söfnuðinn. Og þá fá menn að sjá hendur hans berar, en ekki endranær. Þá sjást í báðum lófum rauðbrúnir blettir, og eins á hand- arbökum, af storknuðu blóði. Sumir segja að hann beri joð á sár sín, svo að ekki komi spilling í þau, en mér var sagt af manni, er bezt mátti vita um það, að hann notaði aldrei nein sóttvarnar- lyf. Sárin eru „fyrir ofan skilning“ læknanna. Seinna hittir maður hann svo í klaustrinu. Þá er hann í einföldum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.