Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 alla daga ársins, og jafnframt glymur stöðugt í dýpkunarvélum og vélskóflum, og menn standa kófsveittir við að moka sandi. Sein- ustu 80 árin hefir verið grafin upp úr skurðinum rúmlega IV2 billjón teningsfeta af sandi og grjóti, og er það sex sinnum meira en upp úr honum kom, þegar hann var gerður í fyrstu. FERÐ UM SKURÐINN Skurðurinn opnar nýan og ó- gleymanlegan heim öllum þeim, sem fara um hann í fyrsta skipti. Eftir að hafa siglt yfir Miðjarð- arhafið, kemur skipið fyrst til Port Said, sem er við norðurenda skurð- arins. Þar koma skuggalegir Arab- ar róandi um borð til þess að sækja landfestar, og binda þær síðan við flotdufl. Þarna verður skipið svo að bíða, þangað til þess tími kemur að fara í skipalest. Það er nauðsynlegt að láta skipin sigla í lestum um skurðinn, því að víð- ast er þar einstefnu sigling. Skurð- urinn er þó svo breiður, að auð- velt virðist fyrir skip að mætast þar, en hann er ekki nógu djúpur nema í miðjunni. Þess vegna verða skip að sigla eftir honum miðjum, hvert á eftir öðru, nema á stöku stað. Farþegar hafa venjulega nægan tíma til þess að skemmta sér í Port Said á meðan þeir bíða eftir því að skipið komist í lest. Og þegar svo lagt er á stað, er fyrst farin 25 sjómílna leið eftir skurð- inum um Manzala-vötn, og er þá á aðra hönd bakki með vegi, járn- braut og vatnsleiðslunni til Port Said. Síðan kemur þurrt land á báðar hendur. Eru þar aldingarðar á hægri hönd og þar sést mikið af storkum. Á vetrum segja hafn- sögumenn í gamni við farþega að þeir skuli taka eftir blómunum á trjánum. Trén standa þarna ber og nakin, en blómin eru hvítir hegrar, f desembermánuði 1954 rakst oliuílutningaskipið „World Peace“ á vestari arm járnbrautarbrúarinnar hjá E1 Firdan. Þaff varff til þess aff 150 skip tepptust i skurffinum í VA sólarhrsng. í nóvember s.1. sprengdu Egyptar þessa brú og- felldu niður í slturffinn. Dökkva vinin, sem sést ofarlega til hægri, er ein af merkjastöffvunum mefffram skurðinum. sem sitja í þeim. Á vinstri hönd er grá Sinai-eyðimörkin. Ef far- þegar eru heppnir, þá fá þeir að sjá þar hyllingar (fata morgana). Einn ferðalangur, sem fór þar um í fyrra, sá þar hús með háum risum, en húsin voru á hvolfi. Svo kemur að því að skurðurinn klofnar í tvennt hjá Dallah. Þarna geta skip siglt samtímis í tvær átt- ir og skipalestirnar komist hvor fram hjá annari. Þegar maður horfir frá einhverju skipi á hina skipalestina, þá er alveg eins og hún sigli í sandinum, því aðeins sér á skipin, en ekki þann skurð, er þau sigla eftir. Síðan liggur skurðurinn út í Timsah-vatnið. Það þýðir Krókó- dílavatn, en nú er þar enginn krókódíll. Síðan er siglt fram hjá hafnarmannvirkjum, skrauthýsum og aldingörðum Ismailia, borgar- innar, sem kölluð er „gimsteinn eyðimerkurinnar.“ Enn sunnar er Stóra Saltvatn, og þar geta skipin siglt hvort fram hjá öðru. Svo er komið inn í Litla Saltvatn, og það- an liggur skurðurinn beint suður í botninn á Súez-flóa, sem skerst inr. úr Rauðahafi. Venjulega sjást þar Egyptar ríðandi á úlföldum eftir bökkunum. Þeir eru þar til þess að líta eftir að eiturlyfjum sé ekki smyglað inn í Egyptaland. Þegar komið er suður í Súez-flóa,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.