Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 11
^ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 þann hraða, heldur fara þá að skjálfa og titra og leika að lokurn á reiðiskjálfi, svo að það getur ónýtt allar rafmagnsleiðslur. Leið- sögumaður á þá einkis annars úr- kosta en að auka ferðina í svip, þangað til skjálftinn hættir og draga svo úr henni og sigla þá um hríð með 6—7 mílna hraða, þang- að til hann er aftur kominn á sinn rétta stað í skipalestinni. Leiðsögu- manni verður ekki refsað fyrir þetta, en ef hann fer þremur mínútum of seint fram hjá ein- hverri merkjastöð, þá má draga af kaupi hans. MIKLAR BREYTINGAR Stórbreyting er orðin á Súez- eiðinu síðan skurðurinn kom. Þeg- ar Ferdinand de Lesseps fór þarna um fyrir 102 árum, sagði hann að engin einasta fluga gæti lifað á þessari eyðimörk. Á ferðalagi sínu yfir eiðið urðu þeir félagar að hafa með sér 25 úlfalda til þess að bera vatn. Nú er Súez-eiðið einhver frjóv- samasti bletturinn í Egyptalandi, Vegna þess að þangað eru komnar áveitur frá Níl. Og nú er þar slík- ur aragrúi af flugum, að þær eru landplága. Hefir verið reynt að út- rýma þeim með DDT, en hefir eng- an árangur borið. Þarna hefir 70.000 ekrum af eyði- mörk verið breytt í gróðurland og þar búa nú um 35.000 bændur. En í fimm borgum, sem standa við skurðinn, býr á friðartímum um V2 milljón manna, og lifa flestir á skurðinum á einhvern hátt. Skurðurinn sjálfur er ekkert smáræðis fyrirtæki. Árið 1955 námu skipagjöldin 93 milljónum dollara. Það ár fóru 500.000 far- þegar um skurðinn, og vörumagn- ið, sem skipin fluttu, var 107 millj. smálesta, eða fimm sinnum meira en árið 1946. Skurðurinn var opnaður 1369 og olli gjörbyltingu í viðskiptalífinu og öllum iðnaði. Austurlandavörur komu nú miklu fljótar til Evrópu og voru miklu ódýrari en áður. Vegarlengdin frá Bombay til Mar- seille styttist t. d. um meira en helming, úr 12.000 mílum í .5.300 mílur. Nýar verksmiðjur þutu upp í Frakkalandi og Englandi, og Þjóð- verjar juku verslun sína stórkost- lega, fluttu iðnvarning til Austur- landa og hráefni þaðan. Þá varð og önnur bylting í skipa- smíð. Seglskipin stóru, sem áður voru í ferðum til Austurlanda, voru ekki heppileg til þess að sigla um Rauðahafið og Súez-skurðinn. Nú þurfti hraðskreiðari og betri skip. Þess vegna útrýmdu gufu- skipin seglskipunum. Fyrst eftir að skurðurinn var opnaður reyndist hann of þröngur og of grunnur. Fyrsta árið strand- aði þriðja hvert skip, sem um skurðinn fór. Þegar skurðurinn var 13 ára, fóru 3198 skip um hann, en af þeim strönduðu 416. Þetta þótti ófært, og eftir kröfu skipa- eigenda var skurðurinn þá stækk- aður. Áður hafði hann verið 177 feta breiður á yfirborði og renn- an í miðju 72 feta breið, en nú varð breiddin á yfirborði 500 fet, og rennunnar 197 fet. Þetta hefir haldizt síðan, nema hvað skurður- inn var tvívegis dýpkaður, í seinna skiptið 1955, og er síðan svo djúp- ur að skip sem rista 35 fet, geta siglt um hann. Er hann því fær öllum skipum nema hinum stóru farþegaskipum, stærstu herskipum og mjög stórum flutningaskipum. Sum olíuskipin eru nú orðin svo stór, að þau komast ekki fullhlað- in um skurðinn. þess vegna verð- ur enn að breikka hann og dýpka, og nýa hliðarskurði verður að gera, svo að hann geti annað hinni auknu umferð. Eitt af helztu vandamálunu.m er það, hvernig á að gera bakkana trausta. Þótt skip sigli þar ekki með meiri hraða en 7—8 mílna, þá koma af þeim stórar öldur, sem skemma bakkana. Og ef hraðinn verður aukinn, eins og menn vilja, þá verður hættan enn meiri. Á þessu fara nú fram gagngerar rannsóknir í Grenoble í Frakk- landi. Margt undarlegt hefir komið þar fram, meðal annars það, að ef stórt flutningaskip eykur hraða sinn úr 7 mílum í IV2 mílu, þarf það til þess helmingi meiri kraft en áður, og þessi aukni kraftur kemur fram í auknum straumum og hringiðum, og veldur auknum skemmdum á bökkunum. Mörg ráð hafa verið reynd til þess að hlífa bökkunum. Nýasta ráðið er að gera stórar stálgrind- ur með þéttu vírneti og jarðbiki steypt í netið, svo að þetta verður eins og stór stálbiksdúkur. Honum er svo rennt fram af bakkanum og látinn liggja þar í slakkanum. Þetta hlífir bökkunum mikið. Margar fyrirætlanir eru nú á prjónunum um endurbætur á skurðinum og ná þær allt fram til ársins 1970. Hvenær þær komast í framkvæmd, eða hvort þær kom- ast nokkurn tíma í framkvæmd, verður ekki sagt um að svo stöddu. En eg er viss um að Súez-skurðin- um verður haldið við meðan frið- söm kaupför eru í siglingum — öllum heimi til blessunar. HJÓN voru á skemmtiferð í bíl um Norður Dakota, og þótti þar heldur eyðilegt, því að hvergi var tré að sjá. Þau staðnæmdust í smábæ til að skoða sig um. Þar var heldur ekkert tré að sjá, en er þau höfðu gengið um stund og voru kcmin í útjaðar bæarins, rák- uat þau þar þó á trjáíund. Og þarna voru tré, sem þau höfðu aldrei séð fyr á ævi sinni. Bóndinn kallaði í mann, sem fram hjá gekk, og spurði: „Hvað er þetta?" „Nú, sjáið þér það ekki maður, þetta eru tré!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.