Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Page 1
Hrakningar hvalveiðimanna P'RAM undir lok 19. aldar stund- uðu Skotar hvalveiðar í norð- urhöfum af miklu kappi og sendu þangað mörg skip. Var veiðisvæði þeirra allvítt, eða austan frá Jan Mayen vestur undir Grænlands- strönd, og í hafinu milli fslands og Grænlands. Nú var það í öndverðum maí- mánuði 1884 að hvalveiðaskipið „Chieftain" frá Dundee var á hvalaveiðum einhvers staðar í haf- inu norður af íslandi. Þetta var seglskip og stundaði ekki veiðarn- ar sjálft, heldur voru hafðir til þeirra sérstakir bátar með skutul- byssu í stafni. Þeir eltu hvalina og urðu oft að fara langar leiðir frá skipinu. Það hefir líklega verið viku af maí, að þrír bátar skipsins voru að veiðum og voru fimm menn á hverjum báti. Skall þá á svo þreif- andi þoka, að þeir fundu ekki skip- ið aftur. Að vísu höfðu þeir allir áttavita og einnig lúðra til þess að gera vart við sig. En bæði var, að þeir munu hafa verið komnir langt frá skipinu og ekki vitað gjörla í hverja átt þess væri að leita og dimmviðrið hefir haldist dögum saman. Bátarnir v.oru lítt búnir að vist- um og vatni — og einn þeirra hafði hvorugt — því að ekki höfðu þeir ætlað að hafa langa útivist frá skipinu. Hófust nú hrakning- ar þeirra, er bæði urðu langir og strangir og raunalegir. Skal nú sagt frá þeim eftir því sem ófull- komnar íslenzkar heimildir leyfa. BÁTARNIR koma fram Norðan á Langanesi utarlega, eða gegnt Skálum, er bær sem Brimnes heitir. Var þar lítið kot um þessar mundir og bjó þar fá- tækur bóndi, sem Ólafur hét Gísla- son, 53 ára að aldri. Kona hans hét Ingunn Guðmundsdóttir og var tveimur árum eldri en hann. Ekki er nú vitað um annað fólk á bæn- um, því að engar manntalsskýrsl- ur eru til frá Sauðanesi á árunum 1882—1892. En á manntali 1881 eru taldir hjá þeim hjónum tveir synir þeirra, Jón 14 ára og Tryggvi 12 ára, og er líklegt að þeir hafi enn verið heima þegar þetta var. Hvítasunnudag bar upp á 1. júní þetta ár. Þann dag var norðan- stormur og stórsjór. Um nónbilið sér Ólafur að bátur er þar kominn nærri landi, og hrekur hann undan stormi og sjó. Þóttist Ólafur þeg- ar sjá, að bátur þessi mundi vera útlendur. Bærinn Brimnes stend- ur skammt frá sjó. Brá Ólafor nú þegar við og fór með allt sitt heimafólk niður að sjó, til þess að taka á móti bátnum. Gat hann gef- ið mönnunum bendingu um hvar lendingin væri og hlýddu þeir því. Og er bátinn bar að landi, var Ólafur þar fyrir með heimafólk sitt og tók á móti honum. Tókst það svo giftusamlega, að bæði mönnum og báti var bjargað. Á bátnum voru fjórir menn (einn hafði andast í hafi) og var þar á meðal sjálfur skipstjórinn af „Chieftain". Hann hét Thomas F. Gellathy. Allir voru þeir aðfram- komnir af hungri, kulda og vos- búð, og skipstjórinn þó verst far- inn. Flutti Ólafur bóndi þá heim til sín. Daginn eftir, annan hvítasunnu- dag, klukkan 11 um kvöldið, sáu menn á Raufarhöfn hvar bátur kom utan af hafi frá aust-suðaustri og lenti í svokallaðri Bæarvík. Fólk kom brátt til þess að skyggn- ast um ferðir þessa báts og var þar hryggileg aðkoma. Á bátnum voru 4 menn, allir svo að segja að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.