Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 2
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dauða komnir af kulda, hungri, vosbúð og kolbrandi í fótum. Var þarna kominn annar báturinn frá „Chieftain". Hafði einn maðurinn látist meðan á hrakningunum stóð. Svo illa voru menn þessir komn- ir, að þeir voru ekki einfærir að komast upp úr bátnum. Var þeim nú bjargað og voru þeir fyrst flutt- ir heim til Chr. G. P. Lund bónda og verslunarmanns. Voru þeim þar bornir 3 pottar af nýmjólk og skiftu þeir þeim milli sín. Síðan voru þeir fluttir í veitingahúsið til Ágústs Þorsteinssonar gestgjafa og konu hans, Katrínar Þorsteins- dóttur. Um líkt leyti og þetta skeði, var hákarlaskip úr Eyafirði á veiðum norður af Kolbeinsey. Þar rakst það á þriðja bátinn frá „Chieftain“, og var þar köld aðkoma. Segir svo frá því í ísafold: „í bátnum var einn maður lifandi, en rænulaus og nær dauða en lífi og ræfill af líki annars manns — annar hand- leggurinn og hjartað. Manninum var hjúkrað sem bezt og fluttur á land í Siglufirði, en síðan til Akur- eyrar til lækningar; var komið drep í báða fætur og skyldi taka þá af. Þegar maðurinn fekk rænu, sagði hann svo frá, að liðnir væri, að því hann héldi, eitthvað 16 dagar frá því að hann og þeir félagar fimm saman villtust frá hvalveiðaskipinu, allslausir af mat- föngum. Á 7. degi lézt inn fyrsti þeirra af hungri, og síðan annar og þriðji á 9. og 10. degi. Líkum tveggja inna fyrstu var varpað fyr- ir borð, en inn þriðja lögðu þeir félagar tveir, er eftir lifðu, sér til matar. Á fárra daga festi lézt ann- ar þeirra. Þessi urðu þá örlög hrakninga- manna og skal nú sagt nánar frá hinum sem björguðust. Á BRIMNESI Löngum hefir verið meira hjarta- rúm en húsrúm á íslenzkum sveitarbæum. Og fyrir 70 árum var það ekki óvenjulegt að í inum hrörlegustu hreysum væri nætur- gestir, einn eða fleiri. Það þótti svo sem sjálfsagt að bæta þeim við í rúmin hjá heimafólki og þá stundum ekki sútað þótt tveir væri uppi til og einn til fóta. Og alvana- legt var að heimafólk gengi úr rúmi fyrir gestum. En það hefir verið óvenjulegum vandkvæðum bundið fyrir fólkið á Brimnesi að taka á móti inum óvæntu gestum. Svefnherbergi var ekki annað en baðstofan og þar hefir verið áskipað áður. En nú bættust við fjórir gestir. Og þeir voru þannig á sig komnir, að ekki var hægt að hola þeim niður í rúmin hjá heimamönnum. Þetta voru sjúklingar, nær dauða en lífi eftir langa hrakninga, og þurftu að njóta sérstakrar aðhlynningar og hjúkrunar. En þó var ef til vill verst af öllu, að enginn skildi þá og þeir skildu ekkert af því sem heimafólk sagði við þá. Þeir töluðu eitthvert framandi tungumál, sem enginn hafði heyrt áður. En íslenzka gestrisnan sagði til sín. Af fátækt sinni reyndi fólkið að gera þeim allt það gett er því hugkvæmdist og gat. í té látið. Hituð var mjólk handa þeim og borinn fram bezti matur í kotinu. Síðan voru dregin af þeim klæði og þeim fengin hlý nærföt úr ís- lenzku vaðmáli. Svo voru þeir dúðaðir niður í rúm heimamanna. Ólafur bóndi sá að meira þurfti við. Nauðsynlega þurfti að bjarga bátnum undan sjó, en til þess hafði hann ekki mannafla, vegna þess að báturinn var þungur. Einnig þurfti að tilkynna hreppstjóra komu þessara manna og útvega einhverja hjálp til þess að hjúkra þeim. Var því maður sendur til Þórshafnar á fund hreppstjóra. Og nú var skorin upp herör. Sjö menn voru fengnir til þess að fara að Brimnesi að bjarga bátnum, og maður var sendur suður yfir nes að Hrollaugsstöðum til þess að fá þar stúlku að hjúkra gestunum. Auk þess fékk hreppstjóri Guð- mund Jónsson á Syðra Lóni til þess að fara að Brimnesi og hjúkra sjúklingunum. Svo heppilega vildi til, að Hannes Lárus Þorsteinsson stúdent frá Hermundarfelli (hann var seinna prestur á Hólsfjöllum) var staddur á Þórshöfn og var hann eini maðurinn þarna um slóðir, sem líklegt var að mundi skilja mál hrakningsmanna. Hann var því fenginn til þess að fara út að Brimnesi og vera túlkur. Það fór nú svo, að Hannes gat talað við hrakningamennina og fengið frásögn þeirra um það, sem á dagana hafði drifið. Talaði hann aðallega við skipstjórann og fékk að vita nafn hans, en um nöfn hinna mannanna spurði hann ekki. Hannesi leizt það óráðlegt að þessir sjúku menn væri til lang- frama á Brimnesi, vegna þess hvað heimilið var fátækt og enginn húsakostur til þess að láta þá fá sæmilega aðhlynningu. Hann fór því frá Brimnesi á þriðjudaginn eftir hvítasunnu, ákveðinn í því að koma þeim fyrir einhvers stað- ar „í betri og hentugri stað“ eins og hann sagði sjálfur frá. Mun hann hafa komið þeim fyrir á Heiði, og á miðvikudaginn kom hann með þrjá hesta til þess að sækja þá, er honum þóttu ferða- færir. Skipstjórann taldi hann ekki ferðafæran. Þegar hann kom að Brimnesi með hestana, vildi svo til, að norskt fiskiskip hafði komið þar uppundir. Vildi skozki skipstjórinn þá ólmur komast á burt með því og var ekki í rónni fyr en sent hafði verið um borð. Mun Ólafur bóndi hafa farið þá ferð, en hvorki vissi hann nafn skips né skipstjóra,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.