Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 111 en sagði að Jón bóndi Benjamíns- son á Syðra Lóni kannaðist vel við skipið, því að það hefði verið að veiðum í Þistilfirði sumarið áður. Þau urðu erindislok hans, að norski skipstjórinn lofaði að taka við hrakningsmönnum og flytja þá til Seyðisfjarðar, en þaðan gátu þeir komist með póstskipinu eftir fáa daga. Var svo ekki um annað að gera en búa skipverja sem bezt út og koma þeim um borð. Varð nú að safna mönnum til þess að bera þá ofan í bátinn, og urðu þeir 5 saman. Var Hannes þar með. Tókst slysalaust að koma mönnunum um borð í norska skipið og sigldi það á stað með þá um kvöldið. Segir svo ekki meira af þeim. Þess má geta, að skipstjóri hafði enga peninga til þess að greiða fyrir dvöl þeirra á Brimnesi og allt það umstang, sem koma þeirra hafði valdið. En hann skrifaði seðil, þar sem hann bað Ólaf að geyma bátinn þangað til yfirvaldið kæmi, og skila til sýslumanns ósk um að báturinn yrði fluttur til Þórshafn- ar, því að þar væri honum óhætt- ara en á Brimnesi. Skipstjóri bað og túlkinn að segja Ólafi, að félag- ið, sem átti skipið, mundi senda mann eða menn til þess að sækja bátinn, og þá skyldi honum greidd- ur allur kostneður hans og fyrir- höfn. Þegar Benedikt Sveinsson sýslu- maður kom svo austur til þess að taka skýrslu um hrakningana (en það var seinustu dagana í júní) gerði hann ráðstafanir til þess að báturinn yrði fluttur til Þórshafn- ar og falinn þar umsjá hreppstjóra. í RAUFARHÖFN Nú er að segja frá hraknings- mönnum þeim, sem komust til Raufarhafnar, og verður þá fyrst farið eftir skýrslu frá Chr. G. P. Lund. Hann segir svo frá: — Hjá Ágúst Þorsteinssyni veit- ingamanni fengu þeir rúm og ina beztu aðhlynningu. Fætur þeirra voru fyrst settir í kalt vatn og síðan hafðir við þá kaldir bakstr- ar. Þeim var gefið inn 1 glas af Kronessens og 4 hráar eggjarauður. Klukkan 2% um nóttina lét eg son minn sækja hest, og skrifaði bréf til Benedikts Sveinssonar sýslumanns á Héðinsh'öfða um að nauðsyn væri á læknishjálp. Var svo sendur hraðboði með það, Sig- mundur Gestsson á Möl við Rauf- arhöfn, og átti að fara með það til Ingimundar hreppstjóra Rafns- sonar á Brekku í Núpasveit, og að hann sendi það áfram. En sendi- boði minn varð að fara alla leið að Skógum í Axarfirði, vegna þess að Ingimundur vildi ekki senda hraðboða, heldur láta bréfið ganga bæ frá bæ. Þegar er hraðboðinn kom að Skógum, sendi Björn bóndi Gunnlaugsson ríðandi mann með bréfið til Árna bónda Björnssonar 1 Ámanesi í Kelduhverfi. En hann sendi hraðboða með það til Sig- fúsar Sigurðssonar bónda í Sult- um, og skyldi hann fara með það tafarlaust til sýslumanns, hvað hann gerði þegar í stað. Dagana 3.—8. júní fengu allir mennirnir kalda bakstra á fætur, en sátu stundum með fætur í köldu vatni. Að kvöldi ins 7. var einn þeirra mjög veikur og með óráði. (Eg vitjaði þeirra oftast þrisvar á da). Þá gaf eg honum inn Kína og ofurlítið af Hoffmannsdropum. Aðfaranótt 8. júní kl. 2, kom Jón læknir Sigurðsson frá Húsa- vík*) og fylgdi honum Sigfús í Sultum. Þeir vöktu mig upp og klæddi eg mig þegar. Læknirinn fór svo að athuga fætur þeirra og var eg honum til aðstoðar þegar *) Jón læknir var sonur Sigurðar Johnsen kaupmanns í Flatey og konu hans Sigríðar Brynjólfsdóttur stúd. Bogrsonar. Jón læknir fekk Húsavík- urhérað 1882 og hélt til seviloka 1887. > hann skar, hreinsaði og batt um þá. Sá, sem var veikastur, dó tæp- um 1% tíma eftir að læknirinn kom. Líkið var saumað innan í hvítt léreft og kistulagt 2 dögum seinna. Var það svo flutt sjóleiðis til Ásmundarstaðakirkju af þeim bræðrum Jóni og Áma Ámasonum og 2 mönnum öðrum, fyrst á mín- um báti út í Fuglavík og þaðan á báti Áma Ámasonar til kirkjunn- ar, þar sem maðurinn var grafinn. Dagana 9. og 10. var læknirinn að hreinsa sár þeirra og binda um að nýu, og hjálpaði eg honum 2—3 tíma á dag. Læknirinn fór 10. áleiðis til Húsavíkur, til að sækja ýmislegt, sem hann vantaði, og fól mér .að búa um fætur þeirra á meðan. Gerði eg það á hverjum degi þang- að til læknirinn kom aftur þann 19. um miðnætti. Daginn eftir fór eg um borð í „spekúlationsskipið“ A. J. Fog frá Rönne, og yfirgaf þá Englendingana. Frá 3.—13. júní fékk hver þeirra á hverju kvöldi 1 pott af nýmjólk. Auk þess keypti eg handa þeim hjá Fog 6 krítar- pípur og eldspýtur, sem eru á með- fylgjandi reikningi, sem eg vona að fá innskrifaðan hjá versluninni á Raufarhöfn.-------- Hér með lýkur skýrslu Lunds. En á öðrum skjölum má sjá, að læknirinn hefir ekki búist við því að mennimir væri eins illa komnir og raun varð á, því að þegar eftir komu hans er Hannes Þorsteins- son stúdent sendur dagfari og nátt- fari til Vopnafjarðar, að sækja nauðsynleg meðul til Einars læknis Guðjohnsens. Hér mætti og skjóta því inn í, vegna ummæla Lunds, að Ingi- mundur á Brekku mun alls ekki hafa gert sér grein fyrir því hva mikið lá við að ná skjótt til læknis. Það var honum ólíkt að bregðast ekki vel við þegar nauðsyn kall- aði. Hvorki læknirinn né hann i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.