Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 4
« 112 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS xnun hafa trúað því að óreyndu, að menn gæti fengið alvarlegt drep í fætur af því að vera á sjó að sumarlagi. Benedikt Sveinsson sýslumaður kom til Raufarhafnar 2. júlí og ætlaði að taka skýrslu af þeim þremur hrakningsmönnum, er þá voru á lífi. Þeir hétu John Taylor, James Reid og Alexander Philips. En svo voru mennirnir þá sjúkir enn, að læknir taldi ekki ráðlegt að taka þá til rækilegrar yfir- heyrslu, né láta þá vinna eið að framburði sínum. Varð það þá úr, að sýslumaður lét þá gefa sér skrif- iega skýrslu, og urðu þeir að vinna að henni með hvíldum. En skýrsla þessi varð mjög ruglingslega rituð og réttritun svo slæm að ekki var borið við að þýða hana, heldur var hún lögð með öðrum skjölum, er sendast skyldu út. Sýslurnaður læt- ur þess þó getið, að hann efist ekki um að mennirnir hafi reynt að hafa skýrsluna sem sannasta og réttasta. BÁTARNIR Þeir voru báðir nákvæmlega eins, og er þetta lýsing á bátnum, sem kom að landi á Brimnesi: — Hvalveiðabátur tæplega 12 álna langur stafna milli, 2 al. 20 þuml. breiður, hvítmálaður utan með rauðri og svartri rönd, en að innan blár og rauður, með 5 þóft- um og 2 ræðum á hvort borð. Milli 3. og 4. þóftu er fastur kassi með jámhring í hvorum gafli. í stafni er umbúnaður fyrir hvalabyssu, ekkert stýri, en útbúnaður til þess að stýra með ár. Báturinn er merktur á bakborðskinnung: „Chieftain“, en á stjórnborða: „Dundee“. Aftur við skut er öðr- um megin ártalið 1884, en hinum megin Nr. 3. Þessi bátur virðist alveg nýr og óskemmdur. Neðan við merkin í stafni er máluð hönd, sem heldur á rýtingi. — í hvorum bát var hvalabyssa með ártalinu 1884, 5 árar, áttaviti, dregg, skutlar og ýmis önnur áhöld, þó nokkru meira í bátnum, sem kom á Raufarhöfn. Báturinn, sem lenti hjá Brimnesi var boðinn upp í Þórshöfn 5. sept. og keypti Jakob Gunnlögsson verslunarstjóri hann ásamt öllu er í var, fyrir 112 krón- ur. Hinn báturinn var boðinn upp í Raufarhöfn 2. júlí og seldur fyrir 323.80 kr. með öllu sem í var. FLUTNINGUR TIL HÚSAVÍKUR Sjúklingarnir lágu nú í veitinga- húsinu á Raufarhöfn og þurfti tvær stúlkur stöðugt til þess að hjúkra þeim. Varð að skifta um umbúðir á fótum þeirra á hverjum degi og fægja sárin. Mikil útferð og blóðvilsa kom úr sárunum og var að þessu óþolandi vondur þef- ur, svo að varla var unnt að draga andann meðan skift var á þeim. Þessi útferð ónýtti og algjörlega sængurfötin. í 40 daga lágu þeir þarna, en þá var talið að tveir þeirra, James Reid og Alexander Philips, væri orðnir svo hressir, að hægt væri að fara með þá sjóleiðis til Húsavíkur. Var nú leitað fyrir sér um bát og menn til þess að flytja þá, en það ætlaði ekki að ganga greiðlega. Enginn bátur var svo góður á Rauf- arhöfn, að hættulaust gæti talist að fara á svo langa leið með tvo sjúkl- inga. Gaf enginn maður kost á sér til slíkrar ferðar. Varð það þá úr að hvalabáturinn var tekinn traustataki. Hann þurfti nokkurr- ar viðgerðar og svo varð að smíða á hann siglu og gaffal og sauma segl. En að því búnu fengust fjór- ir úrvalsmenn til ferðarinnar og Árni Árnason inn fimmti og var hann formaður. (Hann var seinna um langt skeið starfsmaður hjá Kaupfélagi Norður Þingeyinga). Segir nú ekki aí ferðum þeirra nema að þeir voru tvo daga á leið- inni til Húsavíkur og komu þang- að heilu og höldnu. Þar skildu þeir bátinn eftir og fóru landveg heim og voru 4 daga á því ferðalagi. Áður en sjúklingarnir lögðu í þetta ferðalag, urðu þeir að fá al- fatnað, nærföt, sokkaplögg og ytri fatnað. Þegar til Húsavíkur kom, var þeim komið fyrir í gistihús- inu hjá Sveini Víking Magnússyni og dvöldust þar frá 12.—25. júlí. Á hverjum degi þurfti að hreinsa og binda sár þeirra, og enn var útferðin úr sárunum svo mikil, að rúmföt þeirra ónýttust og einnig nærföt. Sýslumanni var í mun að koma sjúklingunum til Húsavíkur, því að þangað var von á skipinu „Uranía“, og átti það að fara beint til Skotlands. En svo var um þessa tvo menn, að læknir taldi þá ekki færa að ferðast á hestum, og þess vegna voru þeir fluttir sjóleiðis. En þá var sá þriðji, John Taylor, enn svo lasinn, að læknir treysti hon- um ekki einu sinni til þess að ferðast sjóveg. Varð hann því eftir. En 20. júlí kom læknirinn sjálfur með hann til Húsavíkur. Hafði hann verið vel út búinn á Raufar- höfn, í nýum alklæðnaði og regn- kápu, og auk þess 1 nýum skinn- leistum. Var lagt á #tað með hann landveg, en þegar kom að Ærlækj- arseli í Axarfirði, var maðurinn svo aðfram kominn, að lengra komst hann ekki á hesti. Var þá fenginn bátur og hann fluttur sjó- veg frá söndunum til Húsavíkur. „Urania“ kom til Húsavíkur 26. júlí. Vildu þeir Reid og Philips þá endilega fara með skipinu og leyfði læknir það, en aftók að John Taylor færi, því að hann væri langt frá því að vera ferðafær, vegna þess hvað hann hafði farið illa á ferðalaginu frá Raufarhöfn. Taylor varð því eftir þegar hinir fóru og hann dvaldist í gistihúsinu 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.